Samvinnan - 01.10.1948, Síða 28
Kislur Aðalsleins konungs
Bókarkafli eftir KRISTJÁN ELDJÁRN
Um þessar mundir er að koma á markaðinn á vegum Norðra, stóríróðleg og
skemmtileg bók: Gengið á reka, eftir Kristján Eldjárn þjóðminjavörð. — í
bókinni lýsir þjóðminjavörður ýmsum merkum fomleifum, sem fundizt hafa
hér á landi, og setur þær jafnframt í samband við sögulegar persónur og at-
burði á mjög skemmtilegan hátt. Hér er um bók að ræða, sem hverjum góðum
íslendingi mun þykja fengur að. — Hér fer á eftir hluti af kafla úr bókinni. —
EGAR Aðalsteinn Játvarðsson
Englakonungur Iiáði stórorustu
sína við Ólaf kvaran Sigtryggsson og
bandamenn hans við Brunanburg eða
á Vínheiði, eins og sá staður er kallað-
ur í Egils sögu, voru með honum tveir
íslenzkir bóndasynir, þeir Þórólfur
Skallagrímsson frá Borg og Egill bróð-
ir hans, þá um það bil 27 ára að aldri.
Höfðu þeir bræður um hríð verið í
ví-king, en síðan gerzt landvarnarmenn
Aðalsteins konungs. í orustunni á Vín-
heiði gengu þeir vel fram og áttu
drjúgan þátt í frægum sigri Aðalsteins,
en svo sorglega tókst til, að eldri bróð-
irinn, glæsimennið Þórólfur, féll í or-
ustunni og bar bein sín á Englandi.
Þetta gerðist árið 937. ,
Aðalsteinn konungur efndi til mik-
illar veizlu eftir sigurinn á Vínheiði.
Þeir, sem lifað hafa fagnaðarlæti sig-
urvegaranna eftir síðustu heimsstyrj-
öld, munu varla rengja söguna um, að
Jrar hafi verið „glaumur mikill“. Þeg-
ar Egill hafði heygt Þórólf bróður
sinn, gekk hann til veizlunnar, og þá
er Jrað, sem sagan bregður upp hinni
ógleymanlegu, tröllauknu mynd af
Agli Skallagrímssyni, forföður okkar
allra:
„Egill settist þar niður og skaut
skildinum fyrir fætur sér. Hann hafði
hjálm á höfði og lagði sverðið um
kné sér og dró annað skeið til hálfs, en
þá skelldi hann aftur í slíðrin; hann
sat uppréttur og var gneypur mjög.
Egill var mikilleitur, ennibreiður,
brúnamikill, nefið ekki langt, en á-
kaflega digurt, granstæðið vítt og
langt, hakan 'breið furðulega og svo
allt um kjálkana, hálsdigur og herði-
mikill, svo að það bar frá því, sem aðr-
ir menn voru, harðleitur og grimm-
legur, þá er hann var reiður; hann var
vel í vexti og hverjum manni hærri,
úlfgrátt hárið og þykkt og varð
snemma sköllóttur. En er hann sat
sem fyrr var ritað, þá hleypti hann
annarri brúninni ofan á kinnina, en
annarri upp í hársrætur; Egill var
svarteygur og skolbrúnn. Ekki vildi
liann drekka, þó að honum væri borið,
en ýmsum hleypti hann brúnunum of-
an eða upp. Aðalsteinn konungur sat
í hásæti, hann lagði og sverð um kné
sér, og er þeir sátu svo um hríð, þá
dró konungur sverðið úr slíðrum og
tók gullhring af hendi sér, mikinn og
góðan og dró á blóðrefilinn, stóð upp
og gekk á gólfið og rétti yfir eldinn til
Egils. Egill stóð upp og brá sverðinu
og gekk á gól-fið; hann stakk sverðinu
í bug hringinum og dró að sér, gekk
aftur til rúms síns; konungur settist í
liásæti. En er Egill settist niður, dró
hann hringinn á hönd sér, og fóru þá
brýnn hans í lag. . . . Þaðan af drakk
Egill að sínum hlut.“
Þessi óviðjafanlega smámynd úr Eg-
ilssögu ber snilld höfundarins fagurt
vitni. Hann nær hinum sterkustu á-
lirifum með algerðu þagnarspili milli
tveggja 1-eikenda. Lýsing Egils er frá-
bær, Jrótt tröllsleg sé, og ég minnist
Jress, að sú var trú fyrir norðan, að þeir
Íslendingar, sem ekki hefðu jafnstór
bæði augu eða væru á annan hátt mis-
eygðir, væru afkomendur Egils Skalla-
grímssonar. En hitt er þó eflaust rétt-
ara, að við séum öll af honum komin,
hvernig sem við erum til augnanna.
Og nú heldur frásögn Egilssögu á-
frarn:
„Eftir það lét konungur bera inn
kistur tvær; báru tveir rnenn hvora;
voru báðar fullar af silfri. Konungur
mælti: „Kistur þessar, Egill, skaltu
hafa, og ef þú kemur til íslands, skaltu
færa þetta fé föður þínum; í sonar-
gjöld sendi ég honum; en sumu fé
skaltu skipta með frændum ykkrum
Þórólfs, þeim er þér þykja ágætastir."
Á Jrennan liátt komust silfurkistur
Aðalsteins konungs til íslands. En
Jrað var Egill, sem tók silfrið undir
sig einan og sýndi aldrei neinn lit á
að skipta því, hvorki við föður sinn
né aðra menn. Ekki kallaði Skalla-
grímur heldur eftir fénu, fyrr en hann
fann leigð á sér og fór að hugsa til að
grafa fémuni sína í jörðu, en þann sið
virðast Mýramenn hafa haft, rétt eins
og menn gera erfðaskrá sína nú á dög-
um. Ekki vildi Egill lausar láta kist-
urnar, enda var Skallagrímur ekki
blankari en svo, að kvöldið fyrir dauða
sinn gat liann lagt inn í Krumskeldu
kistu vel mikla og eirketil, hvort
tveggja fullt af silfri.
EMLL SKALLAGRÍMSSON var í
engu meðalmaður, ekki heldur í
ágirndinni. Hann mun vera fégjarn-
asta skáld, sem uppi hefur verið á ís-
landi, og mundi hafa orðið illt verk
að deila við hann um skáldastyrk, ef sú
hefði verið öldin á hans dögum. í
sögu hans eru raktar fjáröflunarferðir
hans víða um lönd, enda varð hann
stórauðugur. Ekki fórst honum alltaf
stórmannlega, og ámæli hefur hann
hlotið af ýmsum, ekki sízt af því, að
svo kann að virðast í fljótu bragði,
senr hann rneti sorg sína eftir Þórólf
til fjár og verði henni afhuga, jafn-
skjótt og gjaldið er af höndum reitt.
En það er þó varla svo að skilja, að það
hafi verið Mammons grátur, sem gekk
að Agli í höll Aðalsteins. Ekki veit eg,
hvað konungi hefur búið í hug, er
hann horfðist í augu við Egil um hall-
argólf þvert, en mig grunar, að hon-
um hafi þá skilizt, að það var sómi
28