Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 2
"ArnarfeH" - hið nýja, glæsilega flulningaskip SlS „Arnarfell“ rennur af stokkunum i Sölvesborg hinn 12. jnai siðastl. Frá skirnarathöfninni i Sölvesborg hinn 12. mai sl. Á myndmni sjást frú Rannveig Þór, er skirði skipið, Vilhjálmur Þór, forstjóri, fulltruar skipasmiðastöðvarinnar og ýmsir aðrir gestir, er voru við athöfnina. AAÐALFUNDI Sambands ísl. samvinnu- - félaga 1948 flutti Vilhjálmur Þór, for- stjóri, ýtarlega skýrslu um útgerð S. í. S. og benti þar á nauðsyn þess, að samvinnusam- tökin hefðu yfir auknum skipakosti að ráða í framtíðinni. Útgerð Hvassafells hafði þá gefið mjög góða raun. Skipið hafði reynzt ve) og hentugt til flutninga, þörf Sambands- ins og kaupfélaganna fyrir góðar og öruggar siglingar var vaxandi. Hann fullvissaði full- trúana um, að Sambandið mundi reyna að auka skipakostinn undir eins og tækifæri gæfist. Þannig mundi öryggi Sambandsins sjálfs og kaupfélaganna tryggt betur en áður. SAMVINNUMENN landsins munu fagna því, að góðar og skjótar efndir hafa orð- ið á þessum fyrirheitum. Stjórn Sambandsius hefur tilkynnt, að verið sé að smíða glæsilegt vöruflutningaskip í Svíþjóð fyrir reikning S í. S. Skipið er dieselskip, 2250 smálestir d. w. að stærð. Rúmmál þess er 160 þús. rúm- fet. Lengd milli stafna 289 fet og mesta breidd 40 fet. Vél skipsins er 2000 hestafla Polar-dieselvél, sem knýr skipið fullhlaðið um 13 mílur. Skipið ristir fullhlaðið rúmlega 16 fet. Það er smíðað hjá Sölvesborg Varvs- och Rederi Aktiebolag í Sölvesborg í Svíþjóð, samkvæmt ströngustu kröfum um gerð og hæfni slíkra skipa, og er að áliti kunnáttu- manna mjög vandað og glæsilegt skip. ÞESSU nýja skipi var hleypt af stokkunum hinn 12. maí síðastl. í hinu fegursta veðri. Vilhjálmur Þór, forstjóri var viðstaddur þá athöfn fyrir hönd Sambandsins, en frú Rann- veig, kona hans, skírði skipið og gaf því nafnið „Arnarfell". Hið nýja skip er væntan- legt til landsins í byrjun nóvembermánaðar í haust. SAMVINNUMENN landsins munu fagna þessum tíðindum. Hin tvö glæsilegu skip Sambandsins eru mikill styrkur fyrir sam- vinnustarfsemina í landinu. Með auknum þrótti útgerðar S. í. S. mun þó betur sjást, hverja þýðingu það hefur fyrir samvinnu- ntenn, að geta flutt varning sinn á eigin skipum. Samvinnumenn landsins munu óska hinu nýja „Arnarfelli" gæfu og gengis á leiðum þess við strönd og yfir höf. SlMVINNtN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri. Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni í mánuði \rgangurinn kostar kr. 15.00 43. árg. 6. hefti Jr r uni 1949 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.