Samvinnan - 01.06.1949, Síða 15

Samvinnan - 01.06.1949, Síða 15
zka haferninum? arsson frá Miðdal Hafravatn í Mosfellssveit skömmu áður hafi fallið fyrir sama eitri. Hinn eini örn, sem þá var eftir á Suðurlandsundirlendinu, náði sér í nraka, og bjó að hreiðri sínu, enn um sinn. I Mýrar- og Borgarfjarðarsýslu urpu ernir, og komu ungum á legg. Eg var enn vongóður um framtíðina, þótt seint gengi, vitandi að örninn er seinþroska og að venjulega kemst ekki nema einn ungi á legg úr hverju hreiðri. í STUTTUM ferðalögum um Vesturland og Breiðafjarðarsvæð- ið síðustu 10 árin bárust mér til eyrna ótrúlegar sögur um útrýmingu arnar- ins á þessu svæði, sem álitið var hans síðasta vígi. Margt þeirra sagna var svo grimmd- legt og níðingslegt, að varla var hægt að ljá þeim eyru. Egg arnarins voru eyðilögð, þannig, að setið var yfir kolunguðum eggjum í kalsaveðri, og erninum varnað að „setjast á“, þangað til að eggin voru ónýt. Á þann hátt er hægt að gera mik- inn skaða, en illt að sanna. að lögbrot hafi verið framið. Eitrað hafði verið fyrir erni, að yfir- lögðu ráði og þeir skotnir með sma- riffli, eða þá við hreiðrið. Gera má ráð fyrir að þeir, sem fremja slíkan verknað, sjái ekki fyrir afleiðingarnar. — Fremji þau í þeirri dul, að verið sé að vernda varplönd, lambfé og veiðivötn. Það eru aðeins 13 ár síðan að fang- elsaður örn var hafður til sýnis hér í höfuðborginni og í Borgarnesi. Mér vitanlega þótti þetta ekki umtalsvert, og enginn hreifði mótmælum þannig, að mark væri á tekið. Síðastliðið ár ferðaðist Björn Björnsson, kaupmaður, frá Norðfirði til Gilsfjarðar, Skógarstrandar, Skarðs- strandar og fleiri varpstaða arnarins íslenzkur haförn á flugi. (Ljósrn. Björn Björnsson). vestra til að taka kvikmyndir og ljós- myndir af erninum við hreiður sín. — Hann hefur með myndatöku sinni unnið íslenzkum náttúrufræðum ómetanlegt gagn. Ljósmyndir hans gefa svo trúar og fagrar frásagnir af einkalífi fuglanna, að fáir hafa betur gjört. Hann er fuglavinur, og lætur sér annt um líf og öryggi fyrirmynda sinna. Það, sem Björn Björnsson sá og heyrði á ferðalögum sínum, staðfesti sumt af því, sem eg hafði frétt úr heimalöndum arnarins. í stuttu máli: Það er búið að farga nálega öllum örnum á þessu svœði. — Hið merka og þjóðholla starf, sem Peter Nilsen á Eyrarbakka hóf árið 1913, og barðist fyrir í 17 ár hér heima og erlendis, er nú í voða. Björn Björnsson hefur leyft mér að athuga skýrslu sína, sem væntanlega verður athuguð vandlega af réttum að- ilum, og lögð til grundvallar fyrir nýrri friðunarherferð. Hér fara á eftir nokkur atriði skýrsl- unnar, þótt ekki sé ávallt þrætt orð- rétt hans frásögn, því að nokkru leyti er farið eftir eigin athugunum, og frásögn annarra trúverðugra manna. UM 1940 VORU 7 ernir drepnir á eitri í umhverfi Dagverðarness á Skarðsströnd. Arnarhjón urpu í Frakkanesslandi á Skarðsströnd, í Arn- arkletti, um það leyti. Annar fannst dauður, ásamt lítt stálpuðum unga, við hreiðrið. Þar hefur ekki orpið örn síðan. Um 1943 fannst dauður örn í sjávarmáli á Sölvatanga, Saurbæ í Dalasýslu. Sá örn mun hafa verið skot- inn með smáriffli á Salthólmavík, er hann var að snuðra í sláturúrgangi. Þar mun hafa fallið annar af örnum þeim er urpu í Tjaldaneshhð, því að síðan hefur aðeins einn örn sést á þessum slóðum. í fyrravetur fundust tveir ernir dauðir í Frakkanesslandi, bendir margt til, að það hafi verið arnarpar sem orpið hafði í Ballarárhlíð. Þar hefur orpið örn frá ómunatíð, en hann hefur ekki sést á þeim slóðum síðan. Þrír ernir hafa fundizt dauðir í grennd við varplönd. Má telja víst, að fyrir þá hafi verið eitrað. F.inn fannst dauður á Krókfjarðareyrum og tveir sumarið 1947 í Borgarey í ísafjarðar- djúpi. Veturinn 1946 fundust 2 ernir dauð- ir á Eyrarfjalli á Skarðsströnd. Talið var að þeir hafi náð í eitur, sem lagt var fyrir refi. Þetta er í stuttu máli sorgarsaga 15

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.