Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 9
hans til sögulegra og náttúrufræði- legra hugleiðinga og rannsóknar gerðu kennslu hans ljósa og lifandi. En mest muna nemendur þó fyrirlestra hans um bókmenntir og bókmenntasögu. Þar var innilegasta hugðarefni hans. Sigurður bjó með Málfríði á Arnar- vatni, unz hann missti hana, frá sex börnum innan við fermingu, árið 1916. Hann stóð nú uppi sem ekkju- maður, á miðjum aldri, með mörg börn og ung. Kvæði Sigurðar frá þess- um tíma sýna, hve heitt hann hefur unnað konu sinni. í ljóðum kryfur hann sjálfan sig og allt mannlífið. Hver, sem les þau kvæði, verður í senn að dást að viðkvæmni og hlýj- unni, hreinskilni við sjálfan sig og vitsmunum. Eg hygg að þá hafi farið fyrir Sigurði líkt og Agli Skallagríms- syni, er hann orti sonartorrek, að skáldskapurinn hafi orðið honum, mesta bótin við böli og harmastillir. Börn Sigurðar og Málfríðar voru fjórar dætur: Freydís, Ragna, Heiður og Huld, nú allar giftar. Synir þeirra eru tveir: Arnljótur og Sverrir, báðir ógiftir heima á Arnarvatni. Árið 1918 giftist Sigurður annað sinn Hólmfríði Pétursdóttur frá Gautlöndum er lifir mann sinn. — Hólmfríður er þjóðkunn að skörungs- skap og hefur tekið mikinn þátt í fé- lagsmálum, jafnframt stjórn sinni á barnmörgu og fjölmennu heimili. — Kvæði Sigurðar vitna um það hve hann unni henni og þakkaði. Eftir að þau höfðu verið saman eitt ár yrkir hann kvæðið „7. júlí“ ('bls. 53 í síðari ljóðabókinni). Eg vil benda á það kvæði. Þar eru þessar línur: „En eg hefi brotið minn bát. Eg á brostinn viðkvæman streng og þreyttur og reikull í ráði þrátt um rústir sjálfs mín eg geng.“ Á öðrum stað í sama kvæði segir Sigurður: „Og þá er svo inndælt að halda í hönd sem er hlý og mjúk og sterk.“ Hólmfríður og Sigurður eignuðust 5 börn, sem nú eru öll uppkomin. Tvær dætur þeirra, Málfríður og Þóra, eru giftar, en þrjú börn búa heima með móður sinni: Arnheiður, Jón og Ey- steinn. Alls bjó Sigurður að Arnarvatni í 45 ár. Hann hýsti vel jörð sína og jók að ræktun og með girðingu. Hann ól þar upp ellefu hraust og mannvænleg börn. Fátt hafði hann vandalausra vinnuhjúa, en vann hvern dag er hann var heima, að hverri önn búsins með miklu kappi og eljuþrótti. Lengstum hirti hann um fénað sjálfur með ná- kvæmri umhyggju. Þetta virðist nú raunar ærið starf hverjum meðalmanni, og nægt til þess að verða langlífur í landinu. Vel er um hag hverrar sveitar, ef hún á marga bændur, sem búa svo sem Sigurður á Arnarvatni. En þó vann Sigurður stórverk á öðrum sviðum. VI Sigurður á Arnarvatni var rnjög hlaðinn félagsstörfum. Hann var lengi í hreppsnefnd, formaður búnaðarfé- lags, fulltrúi Þingeyinga á búnaðar- þingi og fjölmörg önnur smærri störf hlóðust á hann. Mesta starfskrafta helgaði hann þó samvinnumálunum. Hann var deildarstjóri Kaupfélags Þingeyinga, sem var umfangsmikið og erfitt starf undir gamla skipulaginu. Hann var lengi formaður K. Þ. og í stjórn þess, fulltrúi á fundum S. í. S. og í stjórn Sambandsins um fjölmörg ár. Hann lét sig stjórnmál miklu varða og var nokkrum sinnum í framboði til þingmennsku hér í sýslu, en náði aldr- ei kosningu á Alþingi. Til þess skorti hann flokksfylgi. Hann skoðaði hvert mál, og tók ákvarðanir frá eigin hyggjuviti, og gat aldrei sætt sig'við að vera það brotabrot, sem ætíð gengi upp í allsherjar samnefnara nokkurs flokks, eða þá meðalmennsku, sem þarf til þess að fylgja flokki í blindri trú. Hann var oft minnihlutamaður og stundum virtist skáldið vera sterkara en hin kalda rökvísi í afstöðu hans til mála. Engan, sem vel þekkti Sigurð á Arnarvatni, getur undrað þó að hann væri eigi laginn til þess að þræða þá pólitísku refilstigu, sem liggja upp að valdastólum. Hitt er meira undrunar- efni, hve hann var oft valinn í trúnað- arstöður, þrátt fyrir sérstæðar skoðan- ir. En þar réðu hans miklu starfskraft- ar og mikla atfylgi að góðum málum. VII Samvinnumálin voru mestu hugðar- efni Sigurðar á Arnarvatni. Allt hans eðli og uppeldi hneig að því, að hann hlaut að unna því réttlæti, sem felst í framkvæmd samvinnunnar. Forvígis- menn Kaupfélagsins litu eigi á félag sitt sem einhliða tilraun til kjarabóta á þröngu svæði. Samvinnan var fyrir þeim alhliða þjóðfélagsbylting, út- rýming alls óréttar. Þessi bylting hlaut að vísu að sigra hægt og hægt, eftir því sem hún vann huga fólksins. Réttlæti samvinnunnar er í því fólgið, að ltver maður hljóti allan arð vinnu sinnar og hvorki meira né minna. Þeir vildu halda spora sjálfsbjargarhvatarinnar, en brjóta af honum brodd síngirni og drottnunarhneigðar. Þeir heimtuðu fullt lýðræði, jafnan rétt ríkra og fá- tækra. Þessi kenning skyldi fram- kvæmd á öllum sviðum, allur at- vinnurekstur, sem var einstaklingum ofurefli, skyldi færast undir merki samvinnunnar. Bókakostur var mikill um félagsfræði í bókafélaginu, og margir ungir menn þrautlásu þessi rit og heimfærðu til íslenzkra staðhátta. Sigurður var framarlega í þessum flokki. Hann var nokkra vetur feng- inn til þess að fara um landið og halda fyrirlestra um samvinnumál til fræðslu og vakningar. Á kreppuárunum milli styrjaldanna söfnuðu flestir bændur skuldum, eins og kunnugt er. Sigurður á Arnarvatni átti örðugan fjárhag og komst með há- ar skuldir undir kreppuhjálpina með lán og afskrift. En hann mun vera einn hinna sárfáu bænda, sem borgað liefur lánardrottnum aftur hvern eyrir, sem lögum samkvæmt var skrifaður af skuld hans, alveg ótilkvaddur. í þessu er mikil mannlýsing og meiri þó en liggur í augum uppi. VIII Islenzkan er rökvís og djúpúðug. Sama verknaðarorð er um það að yrkja jörð, og yrkja Ijóð. Sá yrkir, sem gjörir úr hrjóstrinu gróinn völl og grænan skóg, alveg á sama hátt og Egill orti, er hann bar úr orðhafi mærðartimbur máli laufgað. Að yrkja er að glæða líf úr kaldri mold, mynd úr óskapnaði, gefa hugsýn, er fjöldinn grillir í þoku, skýra mynd. Hér að framan er sagt frá ætt Sig- urðar, umhverfi ytri kjara, og því félagsandrúmslofti, sem hann var al- 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.