Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 13
/ Thulehéraði tí Norður-GrœnlandLi býr sérstök œtlkvisl, heimskaulseskimóarnir, sem neer einvörðungu lifir á veiðiskap. — Ljósm. ]. Bang. landsmanna með vörum, sem ekki er hægt að veiða í sjónum. Þrátt fyrir það, er það samt veiðimaðurinn, sem í allra augum er hinn upprunalegi og raunverulegi Grænlendingur. öm hann hafa spunnizt fornar sagnir, og erfðavenjurnar benda til hans. Fiski- maðurinn er nýtt fyrirbrigði. Með vélbát sinn og lánardrottna er hann fulltrúi hins nýja tíma, sem stöðugt þarfnast endurnýjunar utan frá. Veiði- maðurinn minnist þeirra tíma, þegar hann einn saman aflaði fæðis, klæða og annarra lífsnauðsynja. Þau tvö sígildu veiðitæki, sem gerðu lífvænlegt í norðlægustu byggðum jarðarinnar voru hundasleðinn og húðkeipurinn. Hvort tveggja var hægt að setja saman, án þess að neitt telj- andi þyrfti af tré. Húðkeipurinn var að mestu úr húðum, og sem hunda- sleða mátti nota frosnar, samanbrotn- ar húðir, ef ekki var annað hentugra fyrir hendi. Jafnþýðingarmikið veiðitæki fyrir hina grænlenzku veiðiaðferð er skut- ullinn. Gerð skutulsins er með þeim hætti, að eftir að oddur hans er kom- inn á kaf í veiðidýrið, losnar skutuls- skaftið frá, en lína liggur milli veiði- mannsins og skutulsoddsins, sem situr fastur í dýrinu með loftfylltri blöðru, sem sumpart gerir dýrinu óhægt um að kafa lengi í einu, en sumpart sýn- ir veiðimanninum, hvar dýrið heldur sig, svo að hann getur fylgt því eftir á húðkeip sínum og verið til taks, þegar selurinn eða rostungurinn kemur upp til að anda. Því næst banar hann dýr- inu með lensu sinni. Þetta er ekki ein- asta örugg veiðiaðferð heldur einnig mjög hagnýt, þar sem dýr er aldrei sært svo, að því sé ekki jafnframt ban- að og flutt heim til matar. í Suður-Grænlandi missti hunda- sleðinn brátt þýðingu sína. Margt bendir þó til, að fyrstu Eskimóarnir, sem fluttu suður á bóginn, hafi haldið hunda nokkuð lengi, þótt þeir tækju sér bólfestu á svæði, þar sem ekki er stöðugur vetrarís, nema langt inni í fjörðum. Þetta kann sumpart að stafa af erfðavenju, súmpart af því, að þeir ferðuðust mikið frá einum srrð til ann- ars til þess að afla sér ýmissa nauð- synja. Þannig er það kunnugt, að flest- ir þessara Eskimóa fóru að minnsta kosti einu sinni á ævinni til Holstens- borg, þar sem hvalveiði var mikil og þar af leiðandi gnægð hvalskiða. Hval- skíðin voru rakin í þræði, síðan undin saman og notuð í fiskilínur. Þetta verk krafðist mikillar þolinmæði. Hvalskíði voru á þeim dögum eina efnið, sem hægt var að afla til slíkra nota og ekki leystist upp í vatni. í norðurhéruðunum lifðu Eskimó- arnir — eins og þeir raunar gera enn þann dag í dag — á veiðum. Fiskurinn hefur enn ekki náð neinni þýðingu þar norður frá. Þarna stunda menn selveiði allan ársins hring. Þar eð sjórinn er að mestu ísi lagður árið um kring, not- (Framhald á bls. 24) 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.