Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 17
Samvinnubókmenntir AÐ SEM AF ER þessari öld hefur á hverju ári verið meira og minna ritað um málefni samvinnumanna. ís- lenzkar samvinnubókmenntir geta þó vart talizt miklar að vöxtum né fjöl- breytni ,ef þær eru bornar saman við slíkar bókmenntir í ýmsum öðrum löndum, t. d. Norðurlöndum og Eng- landi, enda tæplega við því að búast, jafnvel þótt bókaútgáfa og hvers kon- ar ritmennska hér á landi sé risavaxin samanborin við önnur lönd í hlutfalli við fólksfjölda. Samt eiga samvinnu- menn hér á landi dýra fjársjóði, þar sem eru þessar bókmenntir. Þær geta veitt þekkingu og áhuga á samvinnu- stefnunni í ríkari mæli en flest annað. Samvinnumenn vinna því mikið fræðslu- og útbreiðslustarf með því að eignast þessi rit, eftir því sem við má koma, lesa þau sjálfir og lána öðrum. Þetta á að vera metnaðarmál þeirra. TÍMARITIÐ. Tíimarit kaupfélaganna, sem nú heitir Samvinnan, hefur komið út síð- an 1917. í því er að finna margt það bezta og merkasta, sem á voru máli hefur verið ritað um samvinnumál- efni. Eldra kaupfélagstímarit er þó til frá árunum 1896 og 1897; sitt heftíð frá hvoru ári. Að því riti stóðu að mestu sömu menn, sem mest kvað að við útgáfu yngra ritsins. Sigurður lóíisson, Yztafelli. Jónas Jónsson skólastjöri. Tímarit kaupfélaganna hefur nú komið út óslitið í 41 ár. Tiltölulega mjög fáir menn munu eiga það í heilu lagi. Mörg hefti ritsins eru nú löngu uppseld, og þarf að vinda bráðan bug að því, að hægt verði að fullnægja þeirri eftirspurn, sem nú er eftir ein- stökum heftum og ritinu í heild. Það er langt mál ritað í Samvinnuna frá upphafi, bæði um andleg efni og veraldleg. Málefni samvinnustefn- unnar og önnur félagsmál skipa þar mest rúm. Allt frá tölulegum ársskýrsl- um kaupfélaganna og ýmiss konar um- ræðna um „praktiska" hluti og til há- fleygra og lærðra ritgerða um félagsleg vandamál er að finna í ritinu. Rabb um daginn og veginn, um listir og um vísindi eiga þar sitt rúm o. fl. o. fl., sem ekki verður talið hér. Ritstjóri eldra tímaritsins (1896— 1897) var Pétur Jónsson á Gautlönd- um. Með honum störfuðu mikið þeir Sigurður Jónsson í Yztafelli, er síðar (frá 1907) varð afkasta- og atkvæða- mikill ritstjóri ritsins, og Benedikt Jónsson á Auðnum, sem ritaði margar fræðigreinar um félagsmál, einkum um samvinnustefnuna. Þessir menn setja svip sinn á marga árganga tíma- ritsins. Jónas Jónsson tók við ritstjórn eftir Sigurð Jónsson. Var hann ritsniliing- ur, sem kunnugt er, og mikilvirkur. Bar hann um Iangt skeið hita og þunga dagsins á ritvellinum í sókn og vörn fyrir samvinnuféiögin. Höfundar að greinum og ritgerðum í tímaritinu eru margir. Það væri verðugt að geta þeirra sem flestra, en það myndi langt mál. Mannjöfnuð má eigi telja þótt sumra sé getið en ann- arra ekki. En það ætti að vera til áherzlu og áminningar um samvinnu- bókmenntir að geta nokkurra framúr- skarandi höfunda úr tímaritinu og nokkurra annarra ritsmíða um sam- vinnumál og höfunda þeirra. BÆKUR. Sænski samvinnurithöfundurinn Thorsten Odhe, núverandi fram- kvæmdastjóri Alþjóðasambands sam- vinnumanna, kom til ísiands árið 1936 og ritaði bók um ísl md og ís- lenzka samvinnuhreyfingu, eins og honum kom það fyrir sjónir. Bókin heitir á sænsku: Det moderna Island och dess kooperation. Jón Sigurðsson í Yztafelli þýddi þessa bók, og er hún bundin í sama bindi og bók eftir Jón- as Jónsson, er nefnist íslenzkir sam- vinnumenn. Jónas rekur í þeirri bók nokkuð sögu íslenzku samvinnuhreyf- ingarinnar og getur sérstaklega um þá Jón Sigurðsson i Yztafelli. 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.