Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 25
mannsins hefst strax og drengurinn fer að ganga. I uppvextinum er hann að stöðugri æfingu, og í bernskuleik- um sínum býr hann sig undir alvöru lífsins. En einnig þeir veiðimenn, sem búa í suður-héruðum landsins þarfnast æfingar og leikni. Þeir leggja til hafs á litlu húðkeipunum sínum og skutla seli langt undan landi. Þess vegna verða þeir að kunna þá list að hvolfa undir sér húðkeipunum, því að slíkt er ekki iðkað sem sport eða skemmt- un. Séu þeir úti í ókyrrum sjó og fái á sig brotsjó, verða þeir með eldingar- hraða að hvolfa húðkeipnum og láta báruna brotna á kjölnum, því að ella mundi hún brjóta hrygg veiðimanns- ins. VEIÐAR Á HÚÐKEIPUM eru hættulegar. Það er t. d. talinn „eðlilegur dauðdagi“, er veiðimaður ferst með húðkeip sínum. Lífsstarf þeirra er eitt hið hættulegasta á jörð- unni, og á hverju kvöldi fara konurn- ar upp í hlíðina eða upp á svolítinn hól við kofann og skyggnast út til hafs, liver og ein er að gá að, hvort hún sjái til maka síns. Þessi mynd af kvíðafull- um eiginkonum og mæðrum, sem standa þarna og bíða og bíða, kvöld eftir kvöld, verða mér alla ævi tákn- ræn mynd landsins, Grænlands, lands veiðimannsins. Alltaf verða til veiðimenn, sem vinna stórvirki, og sagnirnar eru fullar leiðbeiningum um veiðiskap og lífs- speki, sem gengur í munnmælum frá einum til annars og lifir áfram. Veiði- maðurinn er hinn raunverulegi Græn- lendingur, enn þann dag í dag. ÍSLENZKI HAFÖRNINN (Framhald af bls. 16) fugl um land allt, engar skýrslur liggja fyrir um að hann hafi þá eitt varplönd, eða gjört mikinn óskunda á veiði eða öðrum hlunnindum. Hefði slíkt komið fyrir, svo að um munaði, myndi þess einhvers staðar getið, því að þá voru slík hlunnindi landsmönnum lífsnauðsvn, til sjós og lands, og aðeins eru fá arnarhjón lif- andi á takmörkuðu svæði — þar að auki á fámennu landsvæði — þá er það vissulega langt sótt að kenna þessum fáu fuglum um eyðingu varplanda og veiðivatna. Eg held að það séu aðrar ástæður fyrir hinu gegndarlausa drápi arnarins: Kaldrifjuð drápsfýsn, arnar- græðgi og gömul hindurvitni. Heil byggðarlög eru samsek um þau lögbrot, sem framin hafa verið, og dómsvaldið hefur ekki látið á sér bæra þótt fönguðum örnum hafi verið stillt út til sýnis eða egg friðaðra fugla seld úr landi. Hins vegar geta ýmsir varið sig með því að eiturhræ séu lögleg. Peter Nilsen benti á, að hægt væri að eitra fyrir refi án þess að skaða örn- inn, með því að fela hræin í urðum og heilisskútum, þar sem fuglinn kæmist ekki að. Refir væru það þefnæmir, að þeir fyndu hræin. Þegar eitur er lagt út í eyjar eða klettastalla við nef arn- arins, þá er ekki um neitt slíkt að ræða, heldur vísvitandi útrýmingu. VIÐ HÖFUM VERIÐ rnjög mis- vitur í þessum efnum, örninn hefur nú verið friðaður i 35 ár, en jafnframt má, að því er virðist, lÖgum samkvæmt, drepa hann á eitri. Örfá- um arnarhjónum er kennt um óskunda í varplöndum og veiðivötn- um, samtímis flytjum við minnka til landsins, töpum þeim úr haldi ásamt fjölda refa. Þegar síðasti örninn verður fangels- aður og sýndur öllum landslýð, þá er of seint að iðrast. Verði eiturhræ lögð á víðavang næstu áratugi og þagað yfir eyðingu arnarins, skotum og eggjaráni, þá mun þess ekki langt að bíða, að síðasti örn- inn falli. Þá hefur þeim stofni verið útrýmt á íslandi, eins og Geirfuglinum, fálkinn yrði þá næsta fórnardýrið, eða him- briminn. Við sjáum ekki framar hinn tígulega fugl svífa ofar skýjum, hnita hringa í ríki vindanna. Við veiðivötnin sjáum við ekki lengur „klógula erni yfir veiði hlakka“. — Litlu, sokkóttu arnarung- arnir, með tignarsvipinn, prýða ekki arnarsetrin. Við íslendingar státum þá aðeins af örnefnum og nokkrum ritjulegum, hamflettum arnarræflum, eða þá ein- ungis ljósmynd, eins og sjá má af Geirfugli á náttúrugripasafninu í Reykjavík. í STUTTU MÁLI Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga verður haldinn í Reykjavík dagana 5. og 6. júlí nxstk. Verður ýtarlega skýrt frá fund- inum í næsta hefti Samvinnunnar. Sænska samvinnusambandið, Kooperativa Förbundet, á 50 ára afmæli um þessar mundir. Var þess minnzt með veg- legum hátíðahöldum í Stokkhólmi dagana 19., 20. og 21. júní. Fjölmörgum samvinnu- samböndum heimsins liafði verið boðað að senda fulltrúa til hátíðahaldanna. Af hálfu Sambands íslenzkra samvinnufélaga fóru þeir Vilhjálmur Þór, forstjóri, og Þorsteinn Jóns- son, kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði til Stokk- hólms sem gestir K. F. Sænska samvinnu- sambandið er eitt hið mesta öndvegisfyrir- tæki samvinnumanna. Starfsemi þess er fjöl- breytt og fullkomin, það hefur um langan aldur rutt nýjar brautir fyrir samvinnustarfið og verið til fyrirmyndar um skipulag og starfsaðferðir fyrir samvinnufyrirtæki um víða veröld. Þessa ágxta samvinnusambands verður væntanlega minnzt nánar í næsta hefti Samvinnunnar í tilefni af þessum merku tímamótum. Þing brezku samvinnufélaganna var háð í bænum Scarborough dagana 2.— 5. maí síðastl. Var þar mikið fjölmenni sam- ankomið. Á þessu þingi var mjög rætt um samvinnuna milli samvinnumanna og brezka jafnaðarmannaflokksins, og kom fram mikil andstaða gegn fyrirætlunum brezku stjórnar- intiar um enn aukna þjóðnýtingu. Með auk- inni útfærslu ríkisrekstursins í Bretlandi stefnir að fullum skilnaði milli jafnaðar- manna og samvinnumanna. Á þingi Verka- mannaflokksins, sem haldið var í Blackpool snemma í júní, gagnrýndu samvinnumenn einnig harðlega fyrirætlanir stjórnarinnar um þjóðnýtingu og lýstu andstöðu samvinnu- félagsskaparins vicð þær. í grein í febrúar- hefti Samvinnunnar var nánar rætt um þessi mál. Samvinnan er 28 síður að þessu sinni í stað 32, og stafar þetta af því, að meiri pappír var ekki fyrir hendi. Gengur sífellt erfiðlega að fá nægilegan pappír til ritsins. Enda þótt svo hafi farið nú, vantar samt ekkert á fullt blað- síðutal þess hluta árangsins, sem kominn er. Apríl—maí hefti, ásamt fylgiriti, var 68 síður, eða 4 síðum stærra en venjulega. Væntanlega getur júlíheftið komið út á réttum tíma og í fullri stærð, þar sem pappír til ritsins er væntanlegur til landsins í þeim mánuði. 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.