Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 27
('Framhald). „Hvað hefi eg brotið af mér gagnvart honum?“ spurði hún sjálfa sig í sálarangist, og um leið gróf hún andlitið í rúmfötunum í ráðaleysi og lnigsturlan. — „Hvað hefi eg unnið til saka?“ hljómaði aftur og aftur í hugskoti hennar, unz sú hugsun, sem hún ávallt fram að þessu hafði vísað á bug, rann upp fyrir henni með fullri vissu: „Hann trúir mér ekki,“ — hvíslaði hún að sjálfri sér í örvæntingu. „Hann rengir mig og tortryggir!“ — Og hún sveigði langa, fagra hálsinn og hneigði hugstola Iokkakoll- inn á armlegg sér, eins og hennar eigið barn mundi hafa gert, þegar það gréti ákaft. En henni auðnaðist ekki að gráta, lieldur starði hún þurrum, örvæntingarfullum aug- um á sína eigin lífsgæfu, sem henni fannst vera að farast og glatast með öllu í þessu reginhafi ástæðulausrar og sjúk- legrar tortryggni. Allt í einu gaf hugarsjónum hennar sýn yfir hið víðlenda og skuggalega ríki efasemda hans og ímyndana; og hún eygði þar engin takmörk, aðeins botn- laust hyldýpi efans og tortryggninnar, þar sem ást Sölva á henni sjálfri var að sökkva og glatast með öllu. Hún heyrði ekki lengur hávaðann uppi á skipsþiljunum, né heldur brakið og brestina í byrðing og böndum skút- unnar allt umhverfis hana. Hún veitti því ekki framar neina eftirtekt, að veður fór enn harðnandi, og skipið valt æ ákafar í sjórótinu, svo að hún varð að halda sér dauða- haldi í rúmstokkinn, ef hún átti ekki að slöngvast viðnáms- laust fram og aftur um káetugólfið eins og dautt og vilja- laust rekald. Öll orka sálar hennar beindist þessa stundina að eina og sama takmarkinu: Hún yrði að bjarga ást Sölva, hvað sem það kostaði. Allt stolt hennar og þvermóðska var horfin með öllu, og hún tók hiklaust alla sökina á sínar eigin, ungu herðar: — Víst hafði hún hikað og dregið það alltof lengi að viðurkenna og játa fyrir sjálfri sér og ölhim öðrum þá staðreynd, að hún hafði elskað hann — og hann einan — frá því að hún sá hann í fyrsta sinn. Og hik hennar og undandráttur hafði vissulega valdið því, að hann var orðinn svona tortrygginn í hennar garð og gat ekki framar borið til hennar fullt og óskorað traust. Víst var það aðeins eðlileg og réttmæt hegning, sem bitnaði nú á henni, því að hún hafði sjálf séð, hversu hann hafði barizt gegn tor- tryggni sinni af öllum mætti — og beðið ósigur. Einlæg, hiklaus og ótvíræð ást hans og traust hans í hennar garð hafði aldrei getað skilið hik hennar og undandrátt. Og nú hafði þessi léttúð hennar og tvíhyggja valdið því, að hann var í rauninni orðinn sálsjúkur, að vissu leyti, hennar vegna. En sannarlega var hún fús til að færa hverja þá fórn, sem af henni yrði krafizt, til þess að bæta það, sem hún hafði af sér brotið í hans garð — að henni fannst augljóst þessa stundina. Og eðlishvöt hennar vísaði henni þegar í stað á hið mikla og óskeikula heilsulyf, sem hún gæti borið á öll sár hans, svo að þau tækju þegar að gróa, og hyrfu síðar meir fyrir fullt og allt: — Hún skyldi upp frá þessu ávallt sýna honum fullt og óskorað traust á hverju sem gengi — sams konar traust, heilt og kvíðalaust, eins og barnið, sem lá þarna í sælum og óttalausum svefni, bæri til hennar sjálfrar — móðurinnar, sem að efaðist ekki andar- tak um, að fær væri til þess að vernda sig og leiða sig óhult í höfn, hvernig sem veður og vindur hamaðist, og hversu hátt sem öldurnar risu og veltu skipinu sem óþyrmilegast á sollnu úthafi lífs og dauða. Þessi hugsun og óbifanleg ákvörðun veitti henni þegar í stað fulla hugsvölun, — eins og logn eftir æðisgengið ó- veður. Með rólegt og æðrulaust bros á vörum og hljóðlátan frið í sálu sinni, tók hún að afklæðast og lagðist óttalaus og vonglöð í káeturúmið við hlið Gjerts litla. Meðan þessu fór fram undir þiljum skipsins, hafði Sölvi barizt sinni hljóðu baráttu við tvær höfuðskepnur, vind og sjó, — en þó einkum við óveðrið, sem næddi um hans eigin viðkvæmu og sjúku sál. — Varðmaðurinn þóttist einhverju sinni um kvöldið hafa komið auga á vitaljós, er blikað hefði andartak fyrir augum hans úti í náttmyrkrinu og sjódrifinu. Ef svo væri, að þetta reyndist rétt, hlutu þeir að vera komnir nær Jótlandssíðu en Sölvi hafði búizt við. Til þess að ganga úr skugga um þetta, þurfti hann að ná í sjónauka sinn, en hann lá niður í káetunni. En skipstjór- inn kunni ekki við að sendaneinn skipsmanna þangað nið- ur að sækja hann, en á hinn bóginn fékk hann sig ekki til þess að fara sjálfur niður til Elísabetar. Hann fann það gjörla á sér, að menn hans gerðust æ kvíðvænni og áhyggju- fyllri yfir því, hversu djarft hann tefldi á tæpasta vaðið að knýja gömlu og hrörlegu skútuna gegn'vindi og veðri í niðamyrkrinu og æðilcgu sjórótinu, enda gaf óspart á, svo að brotsjóirnir dundu æ oftar yfir þilfarið með ægi- legum krafti. En lengi vel skálmaði þessi fífldjarfi skip- stjórnarmaður þó eirðarlaus fram og aftur um þilfarið, áður en hann dirfðist að fara niður í sína eigin káetu til þess að sækja þangað nauðsynlegan hlut, sem honurn lá á að nota til þess að átta sig til fulls á því, hvar þeir voru staddir þessa óveðursnótt. En loks varð þessu þó ekki frest- að lengur, og hann hleypti í sig kjarki og skundaði niður veltandi skipsstigann. (Framhald) 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.