Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 18
Arnór Sigurjónsson, bóndi, Þverá. menn, sem einkum mótuðu og byggðu samtökin upp á hverjum stað. Mikill fjöldi mynda er í ritum þessum. Arnór Sigurjónsson ritaði árið 1944 bókina íslenzk samvinnufélög hundr- að ára. Er þar sagt frá verzJunarsam- tökum almennings í landinu og vikið að ýmsu, sem sérstakur fróðleikur er að varðandi upphaf íslenzkra sam- vinnufélaga. Saga Sambands ísl. samvinnufélaga kom út á 40 ára afmæli þess 1942. Hún er rituð af Gísla Guðmundssyni fyrrv. alþm. Er þetta vönduð bók bæði að efni og frágangi. Bókaflokkurinn „Samvinnurit“ er nú að koma út. Fyrstu 3 bindin eru þegar komin. Samvinnurit I—II er eftir Svíana Anders Örne, þekktan samvinnu- og stjórnmálamann, og Folke Fridell, sem er rithöfundur. Anders Örne. Fjalla rit þessi um lýðræði, fjármál og atvinnumál. Þriðja samvinnuritið heitir Samvinna Breta í stríði og friði. Sú hók er eftir Thorsten Odhe og í þýðingu Jóns í Yztafelli. Rit þetta er lýsing á samvinnustarfi Breta, eins og það kom höfundi fyrir sjónir í ferða- lagi um Bretlandseyjar á styrjaldarár- unum, þótt reyndar sé að ýmsu vikið í bókinni. Samvinurit IV er Handbók fyrir búðarfólk. Þessa bók tóku saman og þýddu þeir Gísli Guðmundsson og Þorvarður Árnason. Er bók þessi vafa- laust nytsöm fyrir þá er vinna af- greiðslustörf. Næst munu koma út í þessum bóka- flokki Samvinnusaga Breta og Norð- urlanda og bókin „Þeir hjálpuðu sér sjálfir". Hin fyrrnefnda er þýdd og Palrich Gallacher. samin af þeim Jóni Sigurðssyni og Gísla Guðmundssyni. Hin síðarnefnda bókin er sjálfsævisaga fyrrv. kaupfé- lagsstjóra á írlandi, Patrich Gallagher. Bókin er íslenzkuð af Gisla Guð- mundssyni. Nokkur myndarleg félagsrit eða fé- lagssögur hafa komið út á vegum ein- stakra kaupfélaga, t. d. KEA, Kaupfél. Þingeyinga og Kaupfél. N.-Þingey- inga. ÖNNUR RIT. Þá mun allmikið til af félagsritun eða blöðum hjá einstökum félögmr Frægast þeirra mun vera Ófeigur blað Kaupfélags Þingeyinga. Þó mun Gisli Guðmundsson ritstjóri. yfirleitt erfitt fyrir almenning að nálg- ast þessi félagsblöð, og er ástæða til að beina því til viðkomandi kaupfélaga og félagsmanna þeirra, að gæta þess að blöð þessi glatist ekki, eftir því sem forðast má. — Að síðustu vil eg minna á mikinn fjölda greina um samvinnu- málefni, sem er að finna í ýmsum tímaritum, vikublöðum og dagblöð- um. Slíkar greinar eru þó ekki að- gengilegar og væri athugandi að gefa þær út í einni útgáfu. Það sem hér hefur nefnt verið mun vera það helzta, sem ritað hefur verið á íslenzku um samvinnufélög. Það er ástæða til að benda á þessi rit og hvetja samvinnumenn og aðra til þess að lesa þau. Það er hverju málefni og hverri stofnun mikill styrkur, jafnvel lífs- nauðsyn, að geta sífellt endurnýjað og flutt boðskap sinn í formi ritaðs máls. (Framhald á bls. 23) Benedikt Jónsson frá Auðnum. 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.