Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 7
til aldurs komust: Þórlák, bónda, Skútustöðum, Sólveigu, húsfreyju að Grænavatni og Pál, sem nú er skrif- stofustjóri Mjólkursamlags K. Þ. Nú liefur verið rakin ætt þessara systkina, og er þar í öllum áttum þróttmikið fólk, og öruggt til athafna, en margt með afburðagáfur. Jón Hinriksson var hraðkvætt skáld, er orti mikinn fjölda ljóða og lausavísa, allt frá æsku til hárrar elli, og stóð í kveðskap sínum jafnt í fortíð og samtíð. Öll ljóð hans bera vott um mikla hagmælsku og ágæta greind og vitsmuni, en ekki er þar innblástur eða andagift stórskálds- ins, sem gefa nema fáum vísum lians langlífi. Jón í Múla, sonur hans, var raunar líka ágætt skáld, þótt ekki héldi liann kveðskap sínum á lofti, og miklu meiri arnsúg náði hann undir vængi ljóða sinna, þeirra, sem eg hef heyrt, lieldur en faðir hans. Móðurætt Sigurðar var eigi minni að andlegum og líkamlegum gjörfi- leik. Ekki þarf að lýsa Reykjahlíðar- ætt og getur hver, sem vill, rakið það kyn í gegnum bókina „Reykjahlíðar- ætt“. En minna verður á það, að mesta skáld þeirrar ættkvísfar, og djúp- hyggjumaður, er Jón á Litluströnd, Þorgils gjallandi, móðurbróðir Sig- urðar. Ekki varð dvöl Jóns Hinrikssonar löng að Hólum í Eyjafirði. Vorið eftir að Sigurður fæddist fluttist Jón með fjölskyldu sinni að Helluvaði, 1879. Erfið var þessi fyrsta ferð Sigurðar þá um vorið. Kona nokkur bar hann þá í fangi sínu yfir Vaðlaheiði alla leið milli bæja. Kona þessi festi tryggð við drenginn, og drengurinn síðan við hana, og entust þær tryggðir meðan bæði lifðu. Jón Hinriksson bjó síðan á Helluvaði til dauðadags, og síðan Sig- urgeir sonur hans. Alla daga var Jón fátækur en þó bjargálna. Börn hans hin eldri voru nú frá honum flutt. Árferði var hið versta, frumbýlisárin að Helluvaði, hin miklu harðindi, eft- 1880. Jón var hinn mesti ákafamaður og afreksmaður til verka, og ætlaðist til hins sama af öðrum. En lítt munu elztu synirnir, Sigurgeir og Sigurður, hafa þurft brýningar við, með ötulleik og áframhald til vinnu, svo sem kraft- arnir leyfðu. III Á síðasta fimmtungi 19. aldar fer andlegur vorblær um Þingeyjarsýslu. Kaupfélagið var stofnað 1882. Stofn- endur þess voru andlegir víkingar og uppreisnarmenn. — Stjórnmálamenn samtíðarinnar áttu óhægt um vik í framsókn þjóðmála. Hver djarftæk nmbótahugmynd, sem jringið bar fram var vægðarlaust niðurskorin með neit- unarvaldi dönsku ráðherranna. Stjórnmálamennirnir urðu að fara samningaleiðir, og snúa bónleiðir til búða í viðskiptum við Dani. En Þing- eyingar kusu að ráðast á annað danskt vígi, sem eigi hafði síður verið höfuð- setur áþjánar og kúgunar. Selstöðu- verzlanirnar dönsku héldu ennþá ein- okunartökum í hverju héraði. Verzl- unarstjórar þeirra voru ókrýndir kon- ungar, sem áttu sjálfdæmi í öllum við- skiptamálum, og höfðu hag hvers bónda í hendi sér. Stofnun kaupfélags- ins var djarftæk uppreisn gegn þessu aldagamla einræði. Foringjunum var þegar í uphafi Ijóst, að hér þurfti að fylkja liði með góðri skipun, fast og öruggt, ef sigur ætti að nást, og vald goðanna fornu um verðlag og við- skipti að verða endurheimt í sveitirn- ar. Forysta selstöðuverzlunarinnar á Húsavík var í höndum mikilhæfs manns, sem var harður og óvæginn, en þó vitur og drengur góður. Sókn bændanna hlaut að verða heit og djörf, lieið og hrein. Hér var settur hnefinn í borðið, að dæmi Ófeigs, en hér var þó allt byggt upp af algerðu lýðræði. Skipan kaupfélagsins var merkilega samþýdd íslenzkum, sögulegum að- stæðum, goðorðaskipan hins forna þjóðveldis var fyrirmynd í aðra rönd- ina, en meginkjarninn var þó lýðræð- ishugsjón 19. aldar eins og hún barst þá sigrandi um öll Vesturlönd. Fyrir Þingeyingum var þessi hugsjón eigi fagurt hjal um frelsi og ættjarðarástást á þessum tímum, heldur harðsnúinn persónuleg barátta, er snerti hag hvers manns, sigurglatt starf, ekki einstakra foringja, heldur allra, fátækra sem ríkra. Meðan menntamennirnir ortu fögur ljóð og þingskörungarnir háðu árangurslaus hjaðningavíg við Dani, sigraði hin einhuga fylking Þingey- inga, ekki með áhlaupi, heldur með fastri, daglegri sókn, þannig, að um aldamótin var kaupfélagið orðið stór- veldi, sem lét til sín taka á öllum svið- um, en selstöðuverzlunin máttlaus skuggi sjálfrar sín. Jafnhliða kaupfélaginu reis upp margs konar félagsskapur: Búnaðarfé- lög, æskulýðsfélag og lestrarfélög. Þjóðliðið var lokað félag áhugamanna, sem liafði fasta skipan og þó með nokk- urri leynd, beitti sér opinberlega í stjórnmálum, en lét sér þó ekkert mannlegt óviðkomandi. Fjöldi ungra manna lærði að lesa og skilja bækur á Norðurlandamálum, bókafélagið „Ófeigur í Skörðum og félagar hans“ öfluðu úrvalsbóka á þeim málum, bæði þýddra og frumsamdra. Það mátti heita að heimsbókmenntirnar opnuðust alþýðu, hin beztu tímarit Norðurlanda gengu manna á milli, og gáfaðir menn urðu gagnsnortnir af andlegum hræringum úti í löndum. Sumir töluðu um trúleysi Þingey- inga á þessum árum. Eg get varla hugsað mér meiri fjarstæðu. Að vísu höfnuðu sumir þeirra með fullri ein- urð ýmsum kennisetningum hins stranga „rétttrúnaðar" og öll helgi- slepja var þeim fjarlæg. En þeir lifðu í heitri, skoðandi og leitandi trú á and- leg verðmæti. Framþróunarkenningin var þeirra bjarti lífsdraumur, ekki sem köld efnishyggja, heldur sem fagur og alvís tilgangur lífsins, guðleg forsjón, er stefndi hærra, hærra. Frelsi, jafnrétti og bræðralag, var sú Jn'enning, sem mótaði alla félagsstarf- semina. Það var krafizt mikils af hverj- um einstökum. Þeir, sem uxu upp í Jiessum nýgræðingi félagslífsins, hlutu að verða allt aðrir menn en langfeður þeirra, sem höfðu orðið öldum saman að taka þegjandi við skörðum hlut frá valdhöfunum. Sigurður Jónsson var alinn upp á Helluvaði, næsta bæ við Gautlönd, til tvítugsaldurs. En á Gautlöndum var í tíð Jóns Sigurðssonar og Péturs sonar hans annað heimili kaupfélagsins. Þar sátu formennirnir, Joar voru stjórnar- fundir haldnir og reikningar félagsins gerðir. Frændur Sigurðar og nánustu vandamenn voru eldheitir samvinnu- menn og lýðræðissinnar. Má þar nefna föður hans Jón Hinriksson, Jón bróðir hans „í Múla“ og móðurbróðir hans Jón á Litluströnd. Tvennt verður að hafa í huga til 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.