Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 22
Við þetta má bæta því, að harðindi þessi náðu yfir Skagafjörð og til Eyjafjarðar a. m. k., einkum síðari hluta vetrarins. Þá herma og heimildir það, að einhverjir muni hafa fargað af fénaði sínum upp úr miðjum vetri vegna heyleysishættu, en svo hygg eg þó að ekki hafi verið austan Vatns- skarðs. Undir sumarmálin harðnaði enn veðráttan. Var þá haglaust með öllu víða um sveitir, og enginn vottur um bata. Á sumardaginn fyrsta var norðanhríð mikil með nokkru frosti. Um fyrstu sumarhelgina var mikil fannkoma. Svo hefur sagt mér minnugur maður og greinargóður, sem þá átti lieima utast í Tungusveitinni og enn er á lííi, að á sunnu- daginn þann hafi verið nokkurra stiga hiti á mæli þar, en þá hafi kyngt niður svo mikl- um snjó í logni, að fádæmum sætti. En gadd- þylja var undir. Og svo frysti að nýju. Þegar sýnilegt þótti hvað verða vildi, fóru ýmsir bændur í Skagafirði að ugga um sinn hag, og sáu heyþröng fyrir dyrum, ef gefa þyrfti inni öllum fénaði langt fram á vor. Inni í Skagafjarðardölum hafði veturinn eigi orðið eins þungur fyrir fæti og úti í sveitinni. Mun aldrei hafa tekið alveg fyrir útbeit þar. Og er liér var komið, var gnægð jarðar á innsta býlinu í Vesturdal, Þorljóts- stöðum, heyskaparlítilli og afskekktri jörð. Landrými er þar mikið, vetrarbeit góð, land- gæðum og veðursæld við brugðið. Svipað mun og hafa verið á innstu bæjum í Austur- dal. Nú tóku nokkrir bændur í Lýtingsstaða- hreppi það ráð, að gera út sendimann á fund bóndans á Þorljótsstöðum, Hjálmars Þorláks- sonar, nú í Villingadal í Eyjafirði, og biðja hann leyfis að þeir mættu reka nokkuð af sauðfé sínu á haga þangað fram, til að létta á fóðrunum heima fyrir. Hjálmar tók þeirri málaleitan vel, kvað það sjálfsagt, ef vera mætti að það yrði fénu til bjargar. Þá hafði fyrir tveimur árum verið sett brú á Vestari-Jökulsá hjá Goðdölum, en liún er mikið og illt vatnsfall á þessari leið. Um þá brúarbyggingu hafði staðið nokkur styrr, svo að hitamál virðist hafa orðið í bili. Lagðist hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps, eða megin- hluti liennar a. m. k. — en hún var skipuð mönnum fyrir utan ána — á móti bygging- unni. Höfðu þeir jafnvel látið á sér skilja, að brú þessi myndi verða Dalamönnum til minnkunnar. Þó hafðist þetta mál fram. Má lesa um þetta í grein, er séra Vilhjálm- ur Briem reit fyrir nokkrum árum í tímaritið Jörð, og hann nefnir Brúin á Vestari-Jökulsá, en hann var þá prestur að Goðdölum. Því var það, að öldungurinn Sveinn í Bjarnastaðahlíð, spurði sendimann þeirra sveitunga eitthvað á þá leið, livernig þeir hugsuðu sér að koma fénu fram yfir ána, því að væntanlega liefðu þeir ekki geð í sér til að nota brúna. Munnlegt svar barst víst ekki, en féð var rekið yfir á brúnni, enda vart um aðra leið að ræða eins og á stóð. Mun aldrei liafa verið minnzt á þetta brúar- mál síðan. Annars skal það tekið íram, að eg hef lieyrt, að andstaða hreppsnefndarinnar i þessu máli muni meir liafa byggzt á því, að lienni hafi fundizt Dalamenn sniðganga sig eitthvað, er þeir hófu það og undirbúning þess, og að það hafi verið sótt af fullmiklu kappi, en hinu, að hún hafi ekki unnt þeim að fá brúna upp, né kunnað að meta þörf hennar. Hreppurinn hafði vitanlega lítil fjárráð, en þetta var önnur mesta og dýrasta brúin, sem byggð hafði verið í Skagafirði til þessa, en fremur fámenn sveit, sem naut liennar að jafnaði. En úr því að ég minnist á brúna, þykir mér rétt að nota tækifærið til að leiðrétta eitt lítil atriði í grein séra Vilhjálms, það, er liann segir, að brú þessi muni hafa verið uppi nær áratug. Hún varð ekki nema rúm- lega 3 ára gömul, fauk í ofviðrinu mikla, 20. september árið 1900. Var liún byggð að nýju vorið eftir. Varð ég eigi annars var, en að lireppsnefndin gerði þá fulla skyldu sína og skjótt í því máli. RIÐJUDAGINN fyrsta í sumri var hrein- viðri, frost almikið og þykk fannbreiða yfir öllu. Það kvöld kom fyrsti fjárreksturinn að Þorljótsstöðum, og hinn stærsti. Áttu flest í þeim liópi þeir nágrannarnir, séra Jón Magnússon á Mælifelli, mikill búhöldur og fjármargur, síðar bóndi að Bjarnarhöfn, og Þorgrímur Bjarnason, bóndi að Starrastöðum, góður búþegn, föngulegur maður og prúður, dáinn á sjúkrahúsinu á Akureyri tveim árum síðar, eftir langa og þunga legu þar („Þor- grímur á spítalanum"). Komu þeir báðir síðar fram eftir til að líta eftir fé sínu. Nokkrir fleiri áttu og fé í þessum hópi, en færra. Ófærð mikil var þá út í héraðinu, og voru teymdir hestar á undan fram sveitina til að troða slóð fyrir féð. Hafði séra Jón lengst af farið þar fyrir með sinn hest. Þegar kom fram fyrir Jökulsá, léttist færðin nokkuð. Næstu daga komu svo enn nokkrir rekstrar. Ekki man ég, hversu margt fé var alls rekið að Þorljótsstöðum um vorið, en einhvers staðar á öðru þúsundinu var það. Aðallega var það geldfé og síðbærur. Einhverjir ráku og fé sitt á Austurdalsjarðirnar, og í Silfrastaðafjall margt, eftir því sem mig rninnir. Menn voru settir til að gæta fjárins á Þor- ljótsstöðum, fyrst tveir, en síðar fleiri. Sváfu þeir heima þar um nætur, en gengu til fjalls á hverjum degi. Var reynt að halda fénu suður í svonefndri Runu, fyrir framan Ula- gil, en það er æði langt innan við byggð, austan árinnar, en Þorljótsstaðir eru þeim megin í dalnum. Er þarna snjólétt að jafnaði og vorgott. Þar er kvistlendi nóg og annað kjarngresi. Þetta var all-erilssamt starf, og erfitt, þá Runa var gengin á enda, því að hún er löng og torfarin. Undir aðra sumarlielgina stilltust veður og tók að hlýna. Þó var batinn eigi ör fyrst í stað, en áframhaldandi. Var vorið hretviðra- laust úr þessu, og munu fjárhöld liafa orðið sæmileg. Úr miðjum maí var komin upp nokkur sauðjörð í Tungusveit. Þá var orðið snjólaust í landi Þorljótsstaða upp fyrir miðjar hlíðar. Þrátt fyrir angan jarðar þar og góðgresi, virtist margt af hinu óhagvana fé verða gripið miklu óyndi, þegar hlýnaði í veðrinu. Varð nú að vaka yfir því nótt og dag, og dugði naumast, þrátt fyrir aukinn mannafla. Var því eigi um annað að ræða en að taka það heim. Allmargt af fénu hafði leitað vestur yfir Hofsá, sem fellur eftir dalnum yfir á Lamba- tungur, en þar er gott haglendi. Nú vildi svo til, að þegar smala átti fénu til heimferðar, var áin í miklum vexti, svo að enginn kostur var að reka það í hana. Svo var einnig um Hraunþúfuá, en liún kemur suðvestan af ör- æfunum og sameinast hinni, innarlega í daln- um. Var því aðeins um eitt að velja, að reka féð inn á afrétt, þar sem komizt varð með það á snjóbrúm frá vetrinum yfir Hraun- þúfuá langt suðvestur í drögum, og hina nokkuð sunnan við upptök Vesturdals, og svo norður í Runu. Tók sú ferð 22 klukku- stundir. Ekki varð vitað til, að nokkur þeirra kinda, sem rekin var að Þorljótsstöðum, færist vegna harðréttis. En þrjár eða fjórar fórust í vatns- föllum, er þær vildu strjúka heim. Má því segja, að bændur þessir hafi sloppið vel með óttann einan og nokkurt erfiði, auk einhvers hagatolls og fyrirhafnar á Þorljótsstöðum sem þeir greiddu, og mun þó lítið eða ekkert liafa verið sett upp. HÁLF öld er nú liðin frá vori því, sem hér hefur verið lítillega sagt frá. Þó stendur það mér enn allglöggt fyrir sjónum. En ég var þá ungur drengur á Þorljótsstöð- um. Eg man liina kuldalegu komu sumarsins, heyri veðurgnýinn og finn nístandi nepjuna. Eg sé fjárhópana koma og fara, bælingslegt og blakkt á lagðinn af löngum innistöðum þegar það kom, en frjálslegt í bragði og blæ- fallegt, þegar það fór. Og ég man mennina, sem gættu þess. Þeir munu nú allir vera dánir. Margt liefur skipazt á annan veg hér á landi á þessu tímabili en þá var, og til bóta. Meðal annars geta bændur nú að mestu horft kvíðalausir til komandi vora, livert sem þau geyma gæði eða hörku í skauti sínu. Veldur því stórvirkur vélakostur til jarð- ræktar og heyjaöflunar, sem nú er fenginn en áður var óþekktur hér, svo og tilbúinn útlendur áburður. Þá eru og ýmiss konar fóðurvörur að jafnaði fáanlegar nú, sem áður voru lítt eða ekki til hér. Loks hafa bændur, víðast hvar, skipulagt svo atvinnu- mál sín, á grundvelli samtaka og samvinnu, að afkoma þeirra má teljast tryggð, þó að út af bæri með árferði. Hinu er ekki að neita, að köld vor valda enn, og munu ætíð valda ýmiss konar óþægindum og auknu erfiði í sveitum landsins. OG enn í dag verður mér litið yfir þessar sömu sveitir og dali, sem höfðu gæfuna með sér fyrir 50 árum. Nú kem ég þar að auðum fjárhúsum og enga sauðkind er að sjá þar neins staðar í högum úti. Hverju sætir þetta? Hefur veldissproti Norðra kon- ungs náð liingað og lostið byggir vorar 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.