Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 26
Útsýn yjir Genfarvatn. Málverk eftir Churchil I. Þessa mynd notaði hann á jólakort sin 1947. CHURCHILL (Framli. af bls. 5) Játa ber, að landamærin milli áhugamannsins og atvinnulistamanns- ins eru næsta óglögg og óglöggari á sviði málaralistar en annarra lista nema e. t. v. bókmenntanna. Til er sú tegund listamanna, sem kallaðir eru „neó-prímitívir“ í Englandi og Banda- ríkjunum, en „Maitre Populaire“ í Frakklandi. Þeir eru margir til í dag. Hin saklausa sjón þeirra hefur veru- legt aðdráttarafl fyrir smekk samtím- ans. HINIR NEÓ-PRÍMITÍVU lista- menn geta aldrei verið atvinnu- menn, en Clnirchill er ekki andlega skyldur þeim, ekki einu sinni fram í ættir. Hinn furðulegi hæfileiki hans til þess að finna kjarna hvers vanda- máls, sem við er að fást, hefur gert honum mögulegt að losna við undir- stöðukennslu listaskólans. Hann er fullgildur listmálari. Þar er ekkert hik og engin hálfvelgja, ekkert sem bendir til þess, að reynslu og kunnáttu skorti. Kannske heldur þykkt smurður lit- blettur á landslagsmynd gefi til kynna, að áhugasamur ferðalangur hafi verið að verki, en margir af atvinnulista- mönnum samtímans hafa fallið fyrir þeirri freistingu í fyrstu kynnum af hinu ríka sólskini Miðjarðarliafsland- anna og hinu mikla litskrúði þeirra. En enda þótt Churchill sé fullgild- ur listmálari, er hann eigi að síður mjög takmarkaður listamaður. Tak- markanir hans eru ekki á sviði kunn- áttu og hæfni, heldur skapgerðar. Eg hef kallað hann kunnáttumann á sviði listarinnar vegna þess að annað orð hæfir ekki betur því, sem eg á við, en þeir eru ekki margir kunnáttumenn- irnir á sviði listarinnar, sem kallaðir liafa verið miklir listamenn. Mætti telja þá á fingrum annarrar handar. Velásques er einn í þeim hóp, og þó hef eg aldrei getað komizt á snoðir um, hvað það er, sem gerir Velásques ódauðlegan. En segja má með sanni, að hið athugula, óendurspeglandi auga, sem nýtur hluts eða útsýnis, en nær ekki undirrótunum, sér ekki allar að- stæðurnar og nemur ekki skáldskap- inn — sé ekki það auga, sem mótar mikla list. C'~~HURCHILL er fyrsta flokks skrá- setjari frá impressjónista-skólan- um, en takmarkanir hans eru, að hann skrásetur það, sem til er. Blóma- myndir hans eru smekklegar, en vekja ekki undrun. Landslagsmyndir hans og innanhússmyndir sýna fagurt lands- lag og ríkulegan búnað. Hann hefur gott auga til að sjá fegurð, en hann get- ur ekki skapað hana. Hinir miklu meistarar impressjón- ismans gátu búið til mikla mynd af rúmstæði í kofa eða af kálhöfðum í illa hirtum garði. Aðalgallinn á lista- manninum Churchill, er túrista-aug- að. Kofinn er ekki fyrir hann, og í viss- um skilningi skipar það honum í flokk með áhugamönnunum. Atvinnumálarinn getur leyft sér að leita að fegurðinni á stöðum, sem áhugamaðurinn mundi aldrei heim- sækja í þeim tilgangi. Eg er ekki að áfellast áhugamanninn. Frístundir lians eru dýrmætar, hann er, eins og Churchill bendir á, að hvílast á hinum fegurstu stöðum í náttúrunni. Ef hann hefur kunnáttu og dug til þess að festa á léreftið nautn sína í samlífinu við náttúruna, tekst honum e. t. v. að búa til skemmtilegar og raunar mjög athyglisverðar myndir, en þær mun þó skorta innsýn í leyndardóm þeirra listamanna, sem eyða ævidögum sín- um í leit að fegurð og tign náttúrunn- ar, sem hún sýnir ekki öðrum en þeim, sem lengi leita. TrtG ER ÞEIRRAR skoðunar að P; þarna sé eitt af lögmálum þeim, sem stýra öllu mannlegu starfi. Að vissu marki getur maðurinn gert dá- samlega hluti ef hann á áhuga, dug, hæfileika, skynsemi og ákveðni. En fram yfir þetta mark kemst hann aldr- ei, nema því aðeins að hann vilji og geti notað alla þessa eiginleika allan tímann og fórni öðrum eðlilegum tak- mörkum mannlegs lífs. Aðeins slíkir menn geta tvinnað saman töfra og tækni. Churchill mun alls ekki telja, að hann geti gert slíkt með penslinum. Á sviði stjórnmálanna hefur hann aft- ur á móti gert það aftur og aftur á mestu erfiðleikatímum sögunnar. Það er ekki það, sem oftast er kallað „geni- us“, sem aðskilur áhugamanninn frá atvinnusnillingnum, heldur hið þrot- lausa starf ár og síð við ákveðið verk- efni og allan þann vanda, sem því fylgir. ('LausI. þýtt). 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.