Samvinnan - 01.06.1949, Side 8

Samvinnan - 01.06.1949, Side 8
þess að skilið verði hvernig skáldið og samvinnufrömuðurinn Sigurður Jóns- son mótaðist í æsku. Annars vegar var hið skilyrðislausa skylduboð vinnunnar, sem hlýta þurfti til þess að fátæk og barnmörg fjölskylda gæti verið óliáð og bjarg- álna, hin þungu harðindaár frá 1880— 1900. Verzlun var þá óhagstæð og verk- menning engin og allir búnaðarhættir fornir. Hins vegar var hinn bjarti og hlýi, andlegi vorblær, sem um héraðið fór. Þrátt fyrir þröngan efnahag fannst Þingeyingum þeir vera sigurvegarar, eftir 1890. Þeir trúðu á mátt sinn og megin, trúðu því að samvinna og lýð- ræði mætti bæta öll mannanna mein. Engum datt annað í hug en að and- legur foringi yrði að vinna að líkam- legri brauðönn engu ódeigari en aðrir, allt að 16 tíma á sólarhring. Félags- starfið, vinnuna, fyrir hugsjón sína varð að vinna þar að auki, og auðvitað án alls endurgjalds. Það bar sín laun í sjálfu sér. IV Með þetta uppeldi og andlegt vega- nesti lagði Sigurður Jónsson að heim- an til Möðruvallaskóla, 19 ára gamall, haustið 1897. Kvæði, sem hann orti á leiðinni til skólans sýnir, að liann var raunar þá þegar fullþroska maður. Tvö ráð gaf faðir hans í veganesti: Að halda settar heimilisreglur, vera löghlýðinn borgari skólans, og lækka ekki úr sæti. Þá var nemendum raðað í sæti eftir prófeinkunum og sátu þeir næst kennara, sem hæsta einkunn höfðu. Ráð föðurins var mælt af vits- munum, og ef dýpra er hugað voru þetta lífsreglurnar, sem voru megin- stofninn í lífi Sigurðar og hans jafn- aldra. Þeir stunduðu búskap sinn af lífsönn og trúmennsku hins löghlýðna borgara, en voru einnig á verði, með djörfung Ófeigs í Skörðum, að leyfa engum Guðmundi ríka rúm í virðing- arsessi bóndans. Möðruvallaskólinn hafði starfað frá því um 1880 og var nú orðinn fast mótuð menningarstofnun, sem hafði menntað valið lið bændanna af Norð- ur- og Austurlandi, meir en hálfan annan áratug. Frá skólanum hafði komið mikill fjöldi ágætra starfs- manna, sem mikils gætti í öllum stétt- um, þegar tekið er tillit til þess hve skólinn var oft fásóttur. Sigurður tók hið hæsta sæti og hélt því. Hann taldi að vistin á Möðruvöllum hefði orðið sér að ómetanlegu gagni. Hann dáðist mest að Hjaltalín skólastjóra. Þar fann hann forníslenzkan þrótt, slípaðan af brezkri nútímamenningu, drengskap mikinn og mannvit, sem stjórnaði án orða eða skipana. Hann var matráðs- maður síðari veturinn og átti anna- samt mjög við það starf ásamt náminu, en hlaut þó engin laun fyrir, heldur dálítinn aukakostnað. Dagsfæðið varð tæpa 40 aura, auk matreiðslu og þjón- ustu, sem var 30.00 krónur yfir vetur- inn. Eyðsla eða kostnaður Sigurðar varð 144.00 krónur fyrri veturinn, en hinn síðari 170.00 krónur og þótti þó ekki sparlega lifað. Sigurður kom heim frá skólanum með 90 króna skuld, sem á þeim tímum var allmikið fé, sem hann greiddi þó fljótlega. — Kauplaust varð hann að vinna hjá föður sínum þessi árin, og hafa aðra útvegi um skólakostnaðinn, og nærri lá að hann yrði að hverfa frá skólanum rétt fyrir prófið seinna vorið, vegna harðinda heima og örðugleika. Bús- önnin og heimilið fannst honum alla daga verða að sitja fyrir dýrkun menntagyðjunnar. Það, sem hér er sagt um vist Sigurð- ar á Möðruvöllum, er tekið eftir minn- ingum hans sjálfs. Eg hef sett hér tölur sem sýna örðugleika þess tíma, og verð- ur að gæta þess hve verðgildi peninga var þá mikið og örðugt að afla fjár. Til samanburðar má geta þess, að þre- vetran sauð keypti Sigurður af bónda nokkrum og fékk bóndinn alls fyrir sauðinn rúmar 6 krónur, eftir gang- verði þess tíma. Veturinn efLir að skólaverunni lauk dvaldi Sigurður austur á Seyðisfirði. Þar orti hann kvæðið „Blessuð sértu sveitin mín“. Þá mátti segja að Sigurð- ur vaknaði einn morgun og fyndi sig frægan. Nafn hans varð á hvers manns vörum. Mörg okkar beztu ættjarðarljóða eru ort við marflata og neflausa ásýnd Sjá- lands hins danska, fyllstu andstæðu ís- lenzkrar náttúru. Sigurður var alinn við víðsýni, hins mikla fjallahrings. Dýrðaróðinn um sveit sína yrkir hann innibyrgður svo sem mest má vera, milli brattra fjalla, á Seyðisfirði, þar sem sólin er falin mánuðum saman. Ástarorðin í kvæðinu til sveitarinn- ar, eru heldur engin fánýt mælgi eða gárunga lijal. Innileg, ósvikin tilfinn- ing liggur á bak við, heitur undir- straumur bar það þegar uppi og gerði það að eign hvers manns, sem unni sínum áttliögum. Þessi hiti mun gera kvæðið ódauðlegt meðan átthaga- tryggð er til í landinu. Og kvæðinu réði sá Iiugur, sem réði allri lífsstefnu skáldsins. Þótt gull og grænir skógar auðs og frægðar gætu verið í boði fann hann að lífið var lítilsvirði, nema að hann fengi að vera bóndi í Mývatns- sveit, lifandi þáttur sjálfrar móður náttúru. V Arnarvatn er ein af stærstu jörðun- um við Mývatn, þar hefur lengstum verið fleirbýli. Árið 1868 flutti Sigurð- ur Magnússon að Arnarvatni. Kona hans var Guðfinna Sigurðardóttir, þau áttu fimm dætur, sem komust til aldurs. Þrjár þeirra giftust sonum Jóns Hinrikssonar á Helluvaði. Guð- finna varð kona Stefáns á Öndólfsstöð- um, Sólveig giftist Sigurgeir á Hellu- vaði, en 1903 giftist Sigurður Málfríði Sigurðardóttur á Arnarvatni og hóf þar búskap með tengdaföður sínum, fyrst á litlum hluta jarðar og með lítið bú. Fyrstu búskaparárin hélt hann unajingaskóla á vetrum, að Skútustöð- O O um, með búskap sínum. Ekki munu laun hans við kennslu þó hafa verið svo mikil að til fjár væri að seilast eða atvinnubóta. Hitt var sönnu nær, að með kennslunni fullnægði hann innri þörf, að þjóna menntagyðjunni á virk- an liátt. Nemendur Sig. minnast þess hve hann var góður kennari. Hann var í eðli sínu leitandi fræðimaður. Hann hafði jafnan unun af því að grafa í sögu lands síns, og héraðs, og af atlnig- un náttúrunnar. Þeir sem nutu sam- fylgdar Sigurðar urðu þessa varir. Hann sá sögustaðinn, ekki aðeins eins og hann blasti við sjónum, heldur gat hann brugðið upp fyrir samferða- manni myndum horfinna alda. Hann sá ána, dalina og fjöllin, ekki aðeins með sínu glögga skyni á náttúrufeg- urð, heldur beindist hugur .hans að því hvern veg töfrasmíðar landslags- ins hefðu til orðið. Þessi fræðahneigð 8

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.