Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 21
HARÐA VORIÐ 1399 Eftir Þormóð Sveinsson FRÁ upphafi vega hefur bændastétt þessa lands átt afkomu sína mjög undir liinu Iiviklynda og kuldalmeigfta íslenzka veffur- fari. Heyjaöílun og nýting þess hefur verið háð grassprettu og tölu þurrkadaga þess tíma- bils, er sláttur hefur staðið yfir. En um ann- að fóður fyrir búpening bænda en hey var naumast að ræða hér til síðustu áratuga. En heyfengur sumarsins var skilyrði til að geta mætt hörðum vetri, svo að eigi gengi á íénaðinn. En slíkir vetur og vandræðavor gerðu aldrei boð á undan sér fremur en góðærin. Með þeirri aðstöðu og tækjum til heyja- öflunar sem voru til og þekktust hér á landi allt fram yfir síðustu aldamót, var þcss ekki að vænta, að bændur gætu almennt eignazt þær birgðir, sem nægja myndu til að tryggja búpeningi þeirra þurftarfóður um langan jarðbanna-vetur. Þeir, sem nú eru komnir á eíra aldur vita af eigin raun, að orfið og hrífan voru seinvirk tæki á móts við þann vélakost, sem flestir bændur hafa nú orðið yfir að ráða til þessa. En þessi tvö verkfæri voru eiginlega hin einu, sem notuð voru til heylosunar og verkunar þess hér á landi um 9 alda skeið. Jarðrækt var þá og enn skammt á veg kom- in hér. Meginþorri túna þýfð að meira eða minna leyti, og lítil um sig, og gáfu óvíðast af sér nema nokkurn hluta þeirra heyja, sem þurfti til að tryggja nægan fóðurforða. Varð því að afla heyjanna á óræktuðu landi, engj- um, sem voru misjafnar að gæðum og gras- vexti, allt frá verstu flæðiengjum til rótlausra forarflóa í lágsveitum eða á heiðum uppi, frá eggsléttum grundum til kargamóa, frá sam- felldum, greiðfærum sundum og ásum til sundurslitinna grasbolla í bröttum fjallshlíð- um, þar sem vart varð komið hestum við sums staðar. Slíkar voru íslenzkar engjar, Jaað land, sem bændastéttin hefur orðið að yrja utan túns á liðnum öldum og fram undir vora daga, og verður enn að gera sums staðar að einhverju leyti. Þetta hefur nú í seinni tíð af sumum verið nefnt rányrkja, stundum með kald- hæðniskennd nokkurri, svo ómaklegt sem það er og vanhugsað, að því leyti sem því er beint til bænda liðinna alda a. m. k. Af hinu stórmerka heimildarriti, Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, má nokkuð ráða, hvernig ástandið var og að- stæður í þessum efnum f upphafi 18. aldar. Þar er hvarvetna getið bústofns bænda og eins, hve mikið fóðrast kann á þeim heyjum, sem fáanleg voru af jörðinni, væntanlega miðað við meðalár, hvað grassprettu snertir og gjafaþörf. Búin eru víðast fremur lítil, og það svo, að víða sýnist fjárstofninn ekki Iiafa mátt niinni vera til að geta lifað af. En undantekningarlítið er þó talið, að heyfeng- urinn nægi ekki ncma handa nokkrum liluta lians. Hinu er „vogað á útigang" er tíðast sagt. Lægi beinast við að draga af þessu þá ályktun, að lítt búandi hafi verið á mörgum jörðum hér á landi þá, þar sem ekki var hægt að afla nægilegs fóðurs fyrir lágmarksbústofn i mcðalári. En liér mun ekki vera hlutlaus frásögn. Eg þekki persónulega ýmsar sæmi- legar engjajarðir, sem þarna eru sagðar nær engjalausar, og sums staðar eru taldir þar ó- kostir jarðar, sem ekki eru til þar nú og hafa ta past getað verið þar þá, t. d. skriðuföll og hættur fyrir búpening. Þetta er að vísu nokk- ur lýti á ritinu. En ástæðan virðist auðæ. Á larigflestum jörðunum sátu leiguliðar, og hafa þeir sennilega að jafnaði lýst þeim fyrir skrásetjurunum. Og leiguliðarnir hafa enga hneigð haft til að segja kosti jarðanna sem þeir voru, hvað þá meiri, heldur hið gagn- stæða, af ótta við hækkað eftirgjald ella. Og eigendur ja'rðanna hafa væntanlega heldur enga hvöt fundið hjá sér til að lofa þær, því að það gat þýtt aukna tíund fyrir þá. En hvað sem þessu líður, mun það mála sannast, að á fjölmörgum bújörðum þessa lands var, allt til síðustu áratuga, ekki hægt að afla nægilegra heyja handa áhöfninni, ef harðindi fóru í hönd, með þeim mannafla, scm fáanlegur var, búin gátu borið og jörðin lét í té, svo að ekki hefur verið komizt hjá að „voga á útigang" einhverju. Hins vegar munu alltaf hafa verið uppi menn, sem svo komu fótum fyrir sig í þess- um efnum, að þeir stóðu af sér allar eld- raunir frosts og fankynngis. Hinir voru þó miklu fleiri, sem þoldu harðan vctur, en ekki hart vor á eftir að jafnaði. Loks voru svo alltaf einhverjir, sem ekki þoldu meira en meðalvetur. Þá má og taka tillit til þcss, að vetrarbeit var mjög misjöfn á hinum ýmsu jörðum. Sums staðar tók fljótlega fyrir hana, að meira eða minna leyti, ef vetur fór yfir meðallag, annars staðar ekki nema í aftaka harðindum. Þeim, sem á þeim jörðum sátu — en þar voru oft minni heyöflunarskilyrði en á hinum — var vorkunn, þó að þeir treystu nokkuð á út- beitina, og það því fremur, sem íslenzkir bændur á öllum tímum hefðu væntanlega flestir getað tekið undir þau orð, sem einn landbúnaðarráðunautur vor reit nýlega: „Ekkert er búfénu betra en útivistin." Og það verður ekki hrakið, að stundum voru það bændurnir á heyjalitlu útbeitarjörðun- Fátt mun íslenzkum bændum hafa legið þyngra á hjarta en ó- vissan um það, hvernig vorið mundi verða, segir Þormóður Sveinsson í þessari fróðlegu og athyglisverðu grein. ÞesSÍ ó- vissa varpar skugga á líf bónd- ans enn í dag, en þó er aðstaða lians nú til að mæta erfiðleikun- um miklum mun bétri en fór- feðranna. Hér er rifjuð upp saga harða vorsins 1899, er lck mik* inn hluta Norðurlands hart. Er fróðlegt að bcra þá sögu saman við harða vorið 1949, sem nú er nýafstaðið. um, sem björguðu fénaði sínum lcngur í ó- liappaárum en hinir. Sú frásögn, sem liér fer á eftir, sýnir það. ■ ') .■ i íí.... I^ÁTT mun íslenzkum bændum hafa legið Jryngra á hjarta en óvissan um [rað, hvern- ig vorið mundi verða. Fór Jrað að vonum, og er í nokkru samræmi við það, sem fyrr er sagt. Það var lantandi tilhugsun, að geta átt von á hörkuveðráttu að liðnum fóðurfrekum vetri, Jregar öll hey voru um það bil á énda gefin, utan ef til vill Jrau, sein nautpeningn- um voru nauðsynleg, og lítillar hjálpar var að vænta eða engrar. / f En Jjví miður varð þessi kvíði stúndum að ísköldum veruleika. Eg hygg, að ekkert það, scm veðurfar hefur valdið á liðnum tlmúm, liafi þjakað bændur og dregið dáð úr þeim eins og vorharðindin. Það var hægt að þola skammdegishríðar og þorrabylji með jafnað- argeði. Það var hægt að taka hörkufrosti og jafnvel liafjtökum að vetrinum með ró. En þegar klakabrynja vetrarins huldi allar laútir og leiti, svo að livergi var strá að finna, frost- nepja og liríðarhamur bægðu öllum yl á brolt og birgðu fyrir sólu, eltir að veturinn liafði kvatt á almanaksvísu, ]>á var mönnUm yfirleitt ekki rótt í geði. Og ]>á var gripið til J>eirra úrræða, sem vænlegust voru, ]>ótt eigi væru góð. — En stundum voru J>au engin. Yrði það efalaust ógeðfclld harmsaga, ef sögð væri, og J>ó aðeins tekið það, sem bezt verður vitað um og lieimildir lirökkva til. VETURINN 1898-99 var í harðará lagi norðanlands. Lagðist hann snemma að, þó eigi með miklum þunga framan af, en síauknum. Voru þá „umhleypingar og fann- fcrgi, og stóð svo til nýárs“. Eftir áramótin „var fannkoma mikil og hagleysur". Um sumarmál „voru menn mjög svo að þrotum komnir með hey víðasthvar í norðvesturhér- uðum landsins. Hafði þá verið innistaða 1 fullar 22 vikur. Einna harðast urðu Hrútfirð- ingar og Strandamenn úti. Ráku þeir fénað á beit suður í Borgarfjörð." (Skírnir.) 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.