Samvinnan - 01.06.1949, Page 12

Samvinnan - 01.06.1949, Page 12
/ ilögun leggur veiðimaðurinn af stað þangað, sem sela er von. Farkosturinn og veiðitæki eru mótuð af harðri lifshardttu margra kynslóða. Ljósm. Jette Bang. f FYRRI TÍMUM var grænlenzki ^Tveiðimaðurinn í enn meiri metum en nú. Þegar Eskimóar héldu innreið sína í landið, komu þeir úr vesturátt og lögðu leið sína um norðlæg lands- svæði, sem lágu undir ís meiri hluta ársins, þar sem sleðahundurinn var frumskilyrði þess, að hægt væri að sækja fram meðfram ströndum lands- ins. Og þarna norðurfrá, þar sem að- eins mjótt sund skilur á milli Elles- mere-lands og Gra’nJands, er enginn fiskur. Þar er veiði sævardýra lífsbjörg manna og dráttardýra. Þar morar sjór- inn í sel og rostung, og náhveli og mjaldur bylta sér í sjónum skammt undan landi. Þarna var af nógu að taka. Sá tími kom þó um síðir, að veiði- maðurinn varð — að vísu ekki að setja ofan, því að það hefur hann ekki gert — en að minnsta kosti að viðurkenna, að fiskimaðurinn, eða sá, sem hefur staðbundið starf, er einnig maður, sem á tilkall til síns hluta af gæðum lífs- ins. Veiðimaðurinn á Grænlandi aflaði kjöts til heimilisins, en jafnframt fylgdu skinnin til klæðagerðar, sina- þráður til sauma og rostungstennur til áhaldagerðar. Hinn frumstæða veiði- mann skorti svo að segja ekkert. Og hvergi á jörðunni hefur menningin náð jafn háu stigi — bæði hvað snertir atvinnumenningu, andlegan þroska og samfélagsmenningu, þegar tekið er til- Hér birtist önnur grein í greina- floklti Peter Freuchens um Græn- land í dag. Greinar þessar og mynd- ir eru birtar hér með leyfi höfundar. lit til hinna erfiðu skilyrða, sem öll slík viðleitni var háð. í landi þar, sem enginn skógur eða jarðarávöxtur vex, með lægri meðalhita en önnur byggð ból á jörðunni, í þrotlausu stríði við höfuðskepnurnar, og með sífelldan skort vofandi yfir höfði sér. Eskimóanum hefur lærzt að leggja harðar að sér og þola meira en aðrir menn, jafnframt því sem hann hefur tamið sér undravert glaðlyndi og vin- samlegt viðhorf til lífsins og með- bræðra sinna. Og svo breiddist byggðin út í Græn- landi, með báðum ströndum til aust- urs og vesturs, jafnvel alla leið út á suðurodda landsins. En austurströnd- in varð þeim of harðbýl, þeir hurfu þaðan og létu eftir sig húsatóftir og tjaldstæði úr steinum. í hlut vestur- byggja kom að veita landnámi hvíta mannsins viðnám, þegar það hófst. — Fyrst réði Eskimóinn niðurlögum norrænu víkinganna og var síðan ein- ráður í landinu í nokkrar aldir, þar til Danir komu þangað með kristindóm og verzlun og lög, sem oft og tíðum brutu í bág við lífsviðhorf Eskimóa. En einnig þetta þoldu frumbyggjar landsins. Afleiðingin af sambúðinni í landinu varð blandaður kynstofn, sem enn í dag talar eskimóamál og lifir sumpart á vísu Eskimóa, en megnar að skapa slík verðmæti í þessu óblíða landi, sem ekki er á færi annarra. SELVEIÐIMAÐURINN hefur nú vikið til hliðar. Fiskimaðurinn hefur tekið við forustunni. Hann aflar landinu peninga, og búðirnar freista GRÆNLENZKI VEIÐIMAÐURINN Eftir PETER FREUCHEN 12

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.