Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 4
ætti að leika „Gamla Nóa“ með einum fingri á píanó á hljómleikum, mundu þúsundir manna koma til þess að hlýða á hann. En listgagnrýnandinn verður að dæma verkin út frá öðrum sjónar- miðum, enda þótt honum kunni að finnast til um frægð málarans á öðrum vettvangi. Þegar stjórnmálamaðurinn gerist listamaður, verður listgagnrýn- andinn að reyna að gleyma stjórnmála- manninum og meta listamanninn af verkum sínum. CHURCHILL hefur sjálfur gert sér það ómak, að meta listahæfileika sína. I ritgerð sinni ,,Að mála í frí- stundum", setur hann fram sjónarmið áhugamannsins og tvinnar þar saman skýrleik í Iiugsun og auðmýkt fyrir list- inni, sem mundi þykja undravert ef ntenn minntust þess ekki jafnframt, að þessi furðulegi maður er líka mikill hugsuður, lifandi rithöfundur og fæddur námsmaður. Og það er þessi síðast taldi hæfileiki, sem veldur því, að það er þess vert að hlýða á kenning- ar hans um málaralist. Fjöldi alvarlega hugsandi rnanna er þess mjög fús að setjast á skólabekk og læra, en hinn fæddi námsmaður er sá, sem frá upphafi gerir sér grein fyrir kjarna þess, sem liann er að læra, skil- ur, við hvern vanda er að fást, jafnvel þótt honum auðnist ekki að leysa þann vanda og gerir sér þess fulla grein, hversu fjarlægt takmarkið er og hversu erfitt er að nálgast það. Aðeins slíkur maður getur öðlast þá auðmýkt and- ans, sem gerir athugasemdir áhuga- mannsins um fagrar listir þess virði, að listgagnrýndandinn verður að hlusta á þær. Það er ekki nema sanngjarnt gagn- vart Churchill að benda á, að í ritgerð sinni leggur hann ekki aðaláherzlu á að hugleiða tilgang málaralistar. Efni ritgerðarinnar er sagt berum orð- um í heiti hennar. Að mála er í hans augum aðferð til þess að komast í „sálarlegt jafnvægi". Það er ekki tak- mark, heldur leið að takmarki. „Mál- aralistin,“ segir hann í grein sinni, „kom mér til hjálpar á miklum þreng- ingatímum." Ástæðan til þess, að hann fann í málaralistinni fróun og hvíld frá áhyggjum og önn hversdagsins, er sú, að hún fær nemandanum í hendur hollt erfiði við verkefni, sem er ólíkt öðru frístundaföndri, eins og t. d. smíðum og múrsteinahleðslu — og jafnvel bóklestri — að því leyti, að það veitir skapandi ímyndunarafli frjálst flug. EN CHURCHILL er ekki þannig gerður, að taka ástfóstri við mál- aralistina aðeins til þess að fá andlega hvíld til bráðabirgða. Hvort heldur, sem hann lítur á málaralistina, sem skemmtilegt frístundaföndur eða sem „nýtt og magnþrungið form fyrir áhuga og starf,“ getur hann ekki ann- að en nálgast verkefnið með öllum mætti gáfna sinna og skapandi liugar. Ef hann ætlar að læra að mála, þá vill hann verða eins góður málari og mögulegt er að verða fyrir mann, sem hvorki getur né vill helga málaralist- inni líf sitt. Hinn kunni baráttuhugur hans hefur dugað honum vel, einnig á þessum vettvangi. í augum Churchills, sem lítur á allt lífið eins og samfellda Listmálarinn Churchill að starfi. Myndin er frá Florida i janúar 1947. 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.