Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 23
kynngikrafti, fimbulvetur farið yfir landið og banað hverri kind? Nei, svo er ekki, enda þótt „heitur blærinn blíði“ andi ekki úti í dag. Um það leyti sem bændur höfðu komið ár sinni svo fyrir borð, að fjármissir af völdum fóðurleysis var fyrirbyggður, þá sótti þá heim ill vá og áður óþekkt hér, sem þeir ekki fengu varizt. Hinn ægilegi sauðfjársjúkdómur, mæðiveikin, hefur vaðið yfir sveitirnar eina af annarri, og enginn fengið-rönd við reist, þrátt fyrir ýmsar varnartilraunir og mikinn kostnað. Undan henni verður ekki flúið með féð, hvorki inn til dala né annað. Fóður skiptir þar engu máli. Eitt, og aðeins eitt er talið að geti heft för veikinnar til fulls og útrýmt henni: Alger niðurskurður fjárins. Og það var framkvæmt í þessum umtöluðu sveitum á sl. hausti. Svo kaldrænt getur rás viðburðanna stund- um skipt sköpum á 50 ára fresti. Vonandi bera íslenzkir bændur gæfu til að sigrast að fullu og öllu á þessum geigvænlega faraldri, eins og þeir unnu bug á fóðurskort- inum fyrrum. Þá munu hraustar og fríðar hjarðir aftur breiða sig um og prýða hlíðar og haga þessa lands. Á fyrsta sumardag 1949. Þormóður Sveinsson. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA 60 ÁRA (Framhald af bls. 20) Hér var ekki aðeins um að tefla hags- munalegt atriði, heldur hreina siða- bót, reglulega ræktun hugarfarsins. Verzlunarsamtök almennings beittu sér fyrir flokkun og aðgreirtingu vara eftir gæðum áratugum áður en nokk- ur ákvæði um slíka hluti voru tekin í lög. — í samningi, sem stjórn Grafar- óssfélagsins gerir við Sigmund Pálsson, verzlunarstjóra, 1875, er tekið fram, m. a., að hann skuli „ekki blanda sam- an góðum og slæmum vörum“. Enn- fremur skal hann sjá um, að þær (vör- urnar) mæti góðri meðferð á verzlun- arstaðnum." — í erindisbréfi, sem stjórn sama félags sendi öllum um- boðsmönnum — þ. e. deildarstjórum — félagsins, eru mjög nákvæm fyrir- mæli um það, hvernig flokka beri og aðgreina alla þá ull, er félaginu er ætl- að að taka við. Og svo heldur þessu jafnan fram. Markaðshross voru flokk- uð eftir stærð og útliti. Sauðir voru flokkaðir eftir vænleika. Og þó var síður en svo auðgert að taka upp þenn- an hátt og halda honum. Olli þar mestu um, að keppinautarnir, kaup- menn, hirtu ekki ætíð um að verð- leggja vöruna eftir gæðum. Kemur þetta skemmtilega fram í fundargerð frá aðalfundi Kaupfél. Skagf. frá 1891. Þar segir svo, undir 10. lið: „Ennfremur kom sami maður með tillögu um að afnema 1/5 verðmun þann, sem gerður hefur verið á hverju pundi í sauðum félagsins, og voru langar og alvarlegar umræður um mál- ið. Fundarmenn voru að vísu allir sannnála um það, að verðmunurinn væri í sjálfu sér sanngjarn, en vegna hinnar vitlausu aðferðar kaupmanna á fjármörkuðum í því falli, hve lítinn verðmun þeir gera á vænu fé og rýru, voru nokkrir fundarmenn fastlega á því, að fyrrnefndur fimmtungs verð- mnnur mundi draga stórum úr fjárlof- orðum, en aðrir voru gagnstæðrar skoðunar um mál þetta. Var svo loks gengið til atkvæða og tillagan felld með 4 atkv -gegn 3.“ Þessi fundarbókun er bvsna eftir- tektarverð, og fer þó fjarri því, að hún sé einstök í sinni röð. Má finna þess fjölmörg dæmi í fundargerðarbókum K. S. ,að bæði fulltrúafundir og stjórn félagsins hefur frá upphafi lagt á það megináherzlu, að efla vöruvöndun í hvívetna. Hafa kaupfélögin haft um það forgöngu um land allt, og K. S. enginn eftirbátur verið í þeim efnum — sem og betur fer. ENN ER ÓTALIÐ ÞAÐ, sem á mestu veltur fyrir allan félags- skap, hveiTar tegundar, sem er, að vel fari úr hendi. Það er framkvæmda- stjórnin. — Því fer að sjálfsögðu fjarri, að eg sé nógu gamall til þess að geta af persónulegri þekkingu, dæmt um hæfni og verðleika þeirra manna, er verið hafa framkvæmdastjórar Kaup- félags Skagfirðinga frá upphafi — og raunar eru ekki ýkja margir. En það hygg eg víst, að fullyrða megi, að allir hafi þeir rækt starf sitt af mikilli alúð og einlægum vilja til að vinna bæði félagi og félagsmönnum allt það gagn, er þeir máttu. En þó að margra mætra drengja sé að minnast, þegar borin er í huga saga Kaupfélags Skagfirðinga og litið er um öxl yfir farinn veg, hygg eg að eigi sé ofmælt, að einn sé sá maður, er þar ber hæst: sr. Sigfús Jónsson. Hann tók við stjórn félagsins er það stóð höllum fæti á erfiðum tímum. Hann reisti það við, gerði það að traustu fyrirtæki, helgaði því krafta sína alla og óskipta. Eg veit að vísu, að hann stóð ekki einn. Hann átti jafnan nokkra örugga samherja. Og þótt kaldan blési stund- um, átti hann, sem betur fór, vaxandi skilningi, veldvild og maklegu trausti héraðsbúa að mæta. Fyrir það, ekki hvað sízt, auðnaðist honum að leiða félagið traustri og geiglausri mundu fram á leið til mikils gengis og þroska. Engum manni, einum, á Kaupfélag Skagfirðinga meiri þakkir að gjalda, en sr. Sigfúsi Jónssyni. Afmælisbarnið, sem fæddist fyrir 60 árum, hefur raunnið sitt bernskuskeið, sigrast á öllum barnasjúkdómum og komizt til verulegs þroska. En leiðin fram á við er löng, og braut þroskans á sér naumast nokkurt endimark. Eg á ekki aðra ósk betri né heitari Kaup- félagi Skagfirðinga til handa, nú, á þessu 60 ára afmæli, en að ferill þess á ókomnum árum megi stöðugt stefna fram á leið, í áttina til æ meiri full- komnunar og heilbrigðari þroska, fólkinu í þessu fagra héraði til æ meiri blessunar og sívaxandi hagsældar. Gisli Magnússon. SAMVINNUBÓKMENNTIR (Framhald af bls. 18) Jafnvel á þessari öld hvers konar tækni og möguleika til þess að koma á fram- færi skoðunum sínum og áhugamál- um, þá situr enn í hásæti hið ritaða mál, bókmenntirnar. Samvinnuhreyfingin byggir tilveru sína á skynsemi og þekkingu almenn- ings. An þeirrar undirstöðu stæðist hún eigi deginum lengur. Hvers konar stöðvun í andlegum og félagslegum efnum innan samvinnuhreyfingarinn- ar er hættumerki. Það mun fátt betur til þess fallið að bægja þess konar vá- gestum frá dyrum hennar en einmitt lestur góðra bókmennta um samvinnu- málefni og önnur félagsmál. Það er því ekki aðalatriði, hvort útgáfa slíkra bóka ber sig fjárhagslega eða ekki, heldur hitt, að hún geti skapað aukinn áhuga og aukna þekkingu á starfi og hugsjónum samvinnustefnunnar. Það er mjög þýðingarmikið að samvinnu- menn geri sér þetta vel ljóst. Vilhj. Árnason. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.