Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 16
Arnarungi. (Ljósm. Djörn Björnsson). arnarins á Vesturlandi. Hinna tígu- legu fugla, sem féllu fyrir eitri og skot- um. En þar með er sagan ekki öll, því að ýmsir menn, þarna vestra, hafa framið smánarleg afbrot gagnvart kon- ungi fuglanna — sem er merki Vest- fjarða í skjaldarmerki landsins — og er alfriðaður allan tíma ársins. Fyrir fáum árum var steypt undan erni í Miðhúsaeyjum í Reykhólasveit. Árin 1946 og 1947 var steypt undan erni í hólma í Gilsfirði. Sömu örlög biðu arnarhjóna við Grundarvatn á Reykjarnessfjalli og Kleyfum í Gils- firði. Telur Björn Björnsson, að hreiðrið að Kleyfum hafi verið eina arnarhreiðrið á þeim slóðum, er í var orpið síðastliðið sumar, en á þessu svæði voru fyrir 6 árum 10 arnarhreið- ur. Á þessu svæði er nú aðeins vitað um 3 erni, tvo í Nípuhlíð og einn í Tjaldaneshlíð. EINS QG ÁÐUR var um getið ferð- aðist Björn Björnsson um allt þetta svæði, á þeim tíma, sem örninn verpir. Allir, sem þekkja háttu arnar- ins, vita hvað hann er fastheldinn á hreiður sitt, bregður sér hvorki við sár eða bana, þegar hann er að verja það. Eins og sjá má á yfirliti þessu, er það ekki tæmandi um Vestfjarðakjálkann, en það talar skýru máli: Af 10 varp- stöðum á vestursvæðinu er aðeins einn í notkun og hann sennilega eyðilagður í fyrrasumar. Vitnast hefur um dráp á 17 örnum, og koma þar vafalaust ekki öll kurl til grafar. Steypt hefur verið undan 6 arnar- lijónum, tvívegis úr einu hreiðri. Á Borgarfjarðarsvæðinu hafa orpið tvö arnarhjón, annað hreiðrið hefur verið í Hafnarfjalli, Melasveit, það er í þjóðleið nú orðið, enda fékk það ekki að vera í friði. I fyrra urpu ernir þarna í Hafnarfjalli. Björn Bjarnarson sd í hreiðrinu 1 stálpaðan unga og náði af honum afbragðs myndum og kvik- mynd, sem er óviðjafnanlega fögur. Báðir ernirnir voru þá að vakta hreiðr- ið. Síðar um sumarið kom Björn aftur að hreiðrinu, þá fann hann tómt skot- hylki við klettinn, sem hreiðrið er á, aðeins annar örninn var þá að vakta hreiðrið og ungann. Þarna mun hafa gjörst enn ein harmsagan. Skotvargur ræðst að arn- arhjónum, sem eru að verja unga sinn, með þeim ásetningi að bana foreldrun- um, en láta ungann svelta til bana. Af þeim dæmum, sem hafa verið nefnd, er auðsætt, að örninn er nú í enn meiri hættu heldur en 1913, þegar Peter Nilsen hóf friðunarstarf sitt. Árangur af starfi hans, og góðum skilningi Alþingis á málunum, virtust um tíma hafa viðunandi árangur. Ern- inum var að fjölga jafnt og þétt, og landsmenn glöddust yfir þeim árangri. Fylgst var með þessum aðgerðum bæði í Skandinavíu og Englandi, þarsemhér var um að ræða eitt liið síðasta vígi hafarnarins. Menn þeir, sem framið hafa ódæð- in gegn hinu fáskrúðuga dýralífi landsins: eitrað, skotið og steypt und- an ernum, hinum prúðasta fugli, sem þeim var trúað fyrir að vernda, þeir verða varla sóttir til saka, en þeir verða að gjöra það upp við samvizku sína, hvort ástœður voru til þessa verka. Heyrt hef eg slíkar raddir: Örn- inn spillir varpi, örninn tekur lömb, örninn veiðir vatnafisk og rauðmaga. Jafnvel að börnin séu hrædd við Össu gömlu. Þetta eru tilliástæður, hrafn- inn er álitinn allt að því heilagur fugl, þótt hann fremji alla þessa „glæpi“. Síðan eg fór að fylgjast með sögu arnarins hef eg aðeins heyrt getið um tvö tilfelli af lambsráni arnarins, ann- að var vafasamt, að líkindum var lamb- ið dautt þegar öminn tók það. í varp- löndum er erninum oft kennt um skaða þann, sem svartba.'.ur og hrafn valda. Ef örn verpir í eyjum, þar sem æð- arvarp er fyrir, getur verið ástæða að bægja honum frá. Það má gjöra á ann- an liátt en með eitri eða að skjóta hann, t. d. með því að varna honum hreiðursins snemma sumars, áður en hann hefur orpið. UM FISKITÖKU arnarins er það að segja, að ekki ætti hann að éta neinn út á húsganginn. Fiskur er að- alfæða arnarins oar ná:st í slík fön? hreifir örnin nekki við annarri fæðu. Örninn er ekki hrœjugl, þótL hann éti eitraða fugla, eða kindaskrokka. Kjöt, sem eitrað er með striknini rotnar ekki. Þá erum við komin að því atriði, sem mest valdið hefur eyðingu arnar- ins, eitrinu. Það er smánarlegt að drepa dýr á eitri, ekkert sem réttlætir það. Sá óhappamaður, sem kom eitur- byrluninni af stað, hugðist gjöreyða refnum og öðrum lirædýrum. Þessar tilraunir hafa nú staðið í mannsaldur, og þó nokkuð lengur, en ekki sést neinn verulegur árangur. Aðeins hrœ- dýrin hafa eyðst, en biturinn hrein- ræktast, gamlir refir snerta ekki eitur- hræ. Eitrið hefur aftur á móti eytt ernin- um og fækkað fálkanum — fyrir 14 ár- um fundust 5 fálkar dauðir við eitur- skrokk á Mosfellsheiði! —• Það er tími til kominn að banna með lögum að leggja út eitur. Þessi eituröld er smánarblettur á þjóð vorri. Þeir sem séð hafa dýr með strikninkrampa, geta borið um hversu hræðilegar kvalir fylgja. Hið ömurlega dauðastríð getur tekið langan tíma, ef eitrið er orðið dauft, stundum dragast skepnurnar áfram dögum saman hálf- lamaðar. Jafnvel refir heyra undir dýravernd- un. Hið nýstofnaða lýðveldi verður að þvo af sér þennan eitur-smánarblett. Það er auk heldur lítilsvirðing fóstur- jarðarinnar að fleygja eiturhræjum um víkur og heiðar. Áður fyrr var örninn algengur varp- (Framhald á bls. 25) 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.