Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 5
Sorge-áin i Frakkldndi. Málverk eftir Churchill. röð æfinga í hernaðarfræði, er autt lér- eftið enn einn orrustuvöllurinn. í gegnum alla hina stuttu en skemmtilegu ritgerð Churchills um þetta efni, skín sú skoðun hans, að hann er ekki maður, sem telur lífið svo fagurt og skemmtilegt, að liann finnur sig knúinn til þess að uppgötva jafn- ingja þess í málaralist, heldur er liann maður, sem finnst léreftið magna sig til átaka, litakassinn örva hugann og penslarnir bjóða sig fram, unz liann getur ekki staðist freistinguna að steypa sér af alhug út í baráttuna. Hann er þá eins og hershöfðingi, lnig- fanginn af nýjum stríðsleik, og orða- tiltæki hans um þessi mál lýsa lnigblæ hans, eins og liann líka mun liafa ætl- ast til að þau gerðu. Það var kona Sir Johns Lavery, sem fyrst „braut hlekkina", þegar hún kom að Churchill þar sem hann var blanda ofurlítinn bláan lit með litlum pensli, oo- „með dæmalausri varkárni“ að setja bláan blett, á stærð við matbaun, á drifhvítt léreftið. „Láttu mig fá stóra pensilinn," sagði frúin. „Rektu hann niður í terpentín- una ,veltu honum upp úr bláa og hvíta litnum, og litskrúðinu á pallettunni — og svo nokkrar stórar, harðneskjuleg- ar sveiflur og slettur — og léreftið var gjörsamlega undirokað.“ Orðavalið hér lýsir hugblænum. Léreftið er óvin- urinn. „Að mála mynd, er eins og að skipa liði til orrustu.“ Þetta er rauði þráðurinn. Og svo lýsir hann hernað- araðgerðunum, rétt eins og hann væri að svínbeygja þrjóskufullan andstæð- ing. „Gerið góða framkvæmdaáætl- un. . . . gætið þess að hafa nægilegt varalið. . .. Kannið orrustuvöllinn vel. . . . kynnið ykkur afrek meistar- anna á fyrri tíð.“ Jafnvel kenningar hans lykta af hervísindum. „Annars vegar á pallettunni er hvítt, hins vegar er svart. . . . milli þessara tveggja skýrt mörkuðu lína verður öll framkvæmd- in að vera og allur krafturinn að fara.“ ALLT ER ÞETTA í hinum sér- kennilega Churchill-stíl. Og jafn- vel þótt forlögin hefðu ákvarðað, að hann skyldi verða listamálari að ævi- starfi, mundi hann samt hafa verið málari með baráttuskapgerð, og „hobby“ hans mundu samt hafa verið valin með það fyrir augum, að þau gætu gefið honum tækifæri til þess að skipuleggja herför í huga sér, en leyfðu höndunum að annast framkvæmd ein- stakra atriða. Hann gæti hafa orðið ágætur- bill- ard-leikari, en hann mundi aldrei hafa fengið áhuga á hinum hreinu hugar- þrautum skáklistarinnar. Ekki þarf að leita að baráttuhug Churchills, hann blasir við í málverk- um hans og frásögnum, en hver eru þá afrek þessa áhugamanns á listamanns- brautinni? Á meðan almenningur blaðar í sýningarskránni og reynir að uppgötva hverjar af þeim þúsund- um mynda, sem þarna eru ti! sýnis, eru málaðar af manninum, sem örlög heillar heimsálfu hvíldu á, verður list- gagnrýnandinn að líta yfir alla sýning- una án fordóma, líta á hverja mynd, sem athygli vekur, hvort heldur sem það er fyrir það að luín er einkennileg, gáfulega samsett, skáldlega gerð, lýsir athyglisgáfu eða sýnir snilldarlega meðferð lita. Hann má ekki spyrja: Eftir hvern er þessi mynd? Heldur: Hefur þessi mynd sérstakt aðdráttarafl fyrir mig? Lýsir hún nýju yfirbragði mannlegrar reynslu? EGAR ÞESSI mælikvarði er lagð- ur á málverk Churchills kemur í ljós, að liann stenzt prófið vel, en naumast glæsilega. Ef hann hefði merkt myndir sínar með nafninu Jón Jónsson, mundi listgagnrýnandinn sarnt hafa staldrað við fyrir framan þær, og hafa skilið við þær í þeim hug- leiðingum, að þarna væru ágæt sýnis- horn ekki mjög fullkominnar listar. Hann mundi líklega telja málarann liafa kunnáttu til að bera, en ekki sér- lega hugmyndaríkan, ágætlega lærðan í faginu í einhverjum listaskóla. Tæknin meiri en í meðallagi, og sér- stök áherzla á að sýna hina eðlilegu fegurð náttúrunnar, — sólskin á kyrru vatni, fallega báta í björtum litum við bryggju í þorpi við Miðjarðarhaf, gullna stafna ítalskra kirkna og í bak- sýn fagurblá, ítölsk fjallavötn. En tími og kraftur ekki fyrir hendi Lil þess að ná til hinna dýpri kennda, sem hafa gert hina mestu listamenn ódauðlega. Gagnrýnandinn mundi telja Jón okkar duglegan og áhugasaman kunn- áttumann. Og þetta mat mundi vera rétt í flestum greinum, nema það atr- iðið, sem fjallar um lærdóm lista- mannsins í listaskóla. Gagniýnandinn gæti ekki gizkað á það, að staðreyndin er, að Churchill snerti aldrei á pensli fyrr en hann var kominn urn fertugt. (Framhald á bls. 26) 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.