Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1949, Qupperneq 3

Samvinnan - 01.06.1949, Qupperneq 3
„Vetrarsálskin" — málverk eftir Churchill á konunglegu, brezku listasýningunni i ár. CHURCHILL - LISTAMAÐUR Stntt álitsgerð eftir ERIC NEWTON Hinn frægi brezki stjómmálamaður, Winston S. Churchill er ágætur list- málari. Nýlega flutti ameríska stór- blaðið New York Times skemmti- lega grein um listamanninn Churc- hill ,eftir Eric Newton, listagagnrýn- anda brezka blaðsins The Sunday Times. Höfundurinn og hið ameríska blað hafa góðfúslega leyft Samvinn- unni að þýða greinina og flytja hana hér. New York Times lánaði jafn- framt Ijósmyndir af listamanninum og nokkrum verkum hans. í SÝNINGU konunglega brezka ± \ listasafnsins í ár gat að líta þrjú málverk eftir Winston Churchill. — Vitaskuld veitti almenningur þessum myndum alveg sérstaka ath)gli. Sams konar atlrygli beindist að Paderewski þegar hann varð forseti Póllands. Þar var ekki um það að ræða að mikill píanósnillingur gerðist mikill stjórn- málamaður. Og hvað við kemur Churchill, þá er heldur ekki um það að ræða að mikill stjórnmálamaður sé jafnframt mikill listamaður. Ef mynd- ir hans hefðu verið ákaflega frumstæð- ar og barnalegar (en það eru þær ekki) mundu þær líklega hafa vakið enn meiri athygli. Það, sem um er að ræða, er sú staðreynd, að Churchill skuli yf- irleitt geta sett mynd á léreft. Hin fræga setning dr. Johnsons, um kven- prédikara, er raunar hnitmiðaðasta lýsingin á fólki, sem fæst við eitthvað utan síns viðurkennda verkahrings: „Kona, sem prédikar, er eins og hund- ur, sem gengur á afturfótunum. — Það er naumast liægt að kalla það vel gert, en undrunarefnið er, að það skuli yfir- leitt vera gert.“ En myndir Churchills eru vel gerð- ar, enda þótt það sé naumast þess vegna, sem almenningur veitir þeim svo mikla athygli. Ef Truman forseti 3

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.