Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 14
Arnarungi i hreiðri. (Ljósm. Björn Björnsson). r A að útrýma íslen Eftir Guðimmd Eit enda tók þá að halla undan fæti hjá konungi fuglanna hér á landi. Þá hefst lokaþátturinn í raunasögu arnarins. Hvert parið af öðru er drepið á smán- arlegan hátt, með refaeitri, skotum og öðrum veiðibrellum. Örninn er rænd- ur eggjurn, þar sem hönd á festir, þau ýmist eyðilögð eða notuð sem verzlun- arvara. Menn gjörast svo siðlausir, að selja egg alfriðaðra fugla, og íslenzk yfirvöld fá kærur erlendis frá um hið grimmdarlega athæfi „eggjakaup- manna“. LT M SÍÐUSTU aldamót sáust þess ) glögg merki, að ernir fækkuðu ört á landi hér, en ekki var mönnum þá Ijóst hvert stefndi. Náttúruvinurinn og fuglafræðing- urinn Peter Nilsen, verzlunarstjói i á Eyrarbakka, benti einna fyrstur á stað- reyndirnar. Greinar sem hann skrifaði í „Suðurland“, af mikilli nærfærni og samúð með erninum, munu hafa stuðlað að friðuninni, sem Alþingi stofnaði til 10. nóvember 1913. Friðlýsingin var til fimm ára, hún hal'ði tilætluð áhrif. Fimm árum síðar voru þingmenn þó svo sinnulitlir um málið, að friðunin var ekki framlengd. Peter Nilsen tók þá aftur að biðja hinum fáu arnarhjónum lífs. 2. ágúst 1919 skrifaði hann í Morgunblaðið ágæta grein um málið. Þeir Benedikt Sveinsson, forseti Alþingis, og Sveinn Ólafsson, alþingismaður, tóku þá mál- ið að sér og örninn var friðaður á ný til 1940. Hinn ágæti fuglavinur, Peter Nil- sen, lét ekki sitja við orðin ein, hann hóf nákvæma rannsókn á lífi hinna fáu arna, er enn voru á lífi á íslandi. Merkasta ritgerð hans birtist 1921 í blaði danskra fuglafræðinga (Dansk ornithologis Forenings Tidskrift XV. III. 1921) og svo viðbót 1923. Þar er saga íslenzka hafarnarins rakin í 30 ár með dæmalausri elju og nákvæmni. Niðurstaða rannsóknanna er hörmu- leg. Árið 1890 telur hann að 41 arn- arhjón hafi orpið á íslandi, 1900 eru það 24 pör, en 1910 ekki nema 11. Ár- ið 1920 telur hann arnarhjónin aðeins 5 (í skýrslunni 3 pör, en seinna fær hann vitneskju um 2 pör). Þó telur hann að 18 ernir séu þá lifandi hér á landi. Skýrsla þessi flytur geysimikinn fróðleik um líf og hætti arnarins og svo hitt, hverniglionum sé eytt. í flest- um tilfellum er það eitrið, sem lagt er út fyrir refi, er drepur örninn. En bæði eggjataka og skotfíkn hjálpa til. Þegar skýrsla þessi birtist, setti alla fugiafræðinga og náttúruvini hljóða, bæði h 'r heima og erlendis heyrðust háværar raddir um að bjarga yrði stoíninum frá aleyðingu. — Enn skrif- aði Peter Nilsen um þetta viðkvæma efni 1926-1927 og 1930. Af þeim skrifum má ráða, að hann hefur von um að bjarga megi erninum. Hann telur 14 arnarhjón hafa orpið 1930 á Vesturlandi, en töluvert er þá af ung- erni, aðallega við Gilsfjörð og ísa- fjarðardjúp. Á Suðurlandi telur hann fátt arna, en á Norður- og Austurlandi enga. Þegar Peter Nilsen féll frá, missti örninn sinn málsvara og forvígismann, í RIÐ 1936 ferðaðist eg um Vest- firði og sveitirnar umhverfis Breiðafjörð, varð þá margs vísari um aðbúð þeirra fáu arnarhjóna, sem enn voru á lífi þar. Sá hinn klógula kon- ung loftsins bera við vorbláan him- inn ofar öllum skýjum. Sá arnarmæð- ur á hreiðri sínu úr tiltölulega lítilli Ijarlægð, hreiður ættarinnar, sem höfðu verið í notkun árþúsundum saman, ætlið eftir ættlið. Þá virtist framtíð arnarins ennþá trygg, þótt eg heyrði — undir væng — leiðinlegar sögur um glettingar við hann. Jafnvel urn Snæfellsnes og Hvalfjörð urpu ernir nú aftur óá- reittir. Hið sama ár (d936) fékk eg sannanir fyrir, að annað hinna síðustu arnar- hjóna er urpu í Árnessýslu, liafði ver- ið drepið á eitri, en maki hins arnar- ins hafði verið skotinn í Ölfusi 2 árum áður. Þessir hörmungar atburðir urðu þess valdandi, að eg skrifaði grein í „Fálkann“ um örlög arnarins. Aðal- lega þó hér á Suðurlandi, því að eg hafði fylgzt með afdrifum hinna síð- ustu fugla í átthögum mínum. — Óhrekjandi sannanir voru fyrir því, að ernirnir tveir voru drepnir með striknin-eitri, og miklar líkur að að- komuörn, sem fannst hálfdauður við 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.