Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 6
I Sigurður á Arnarvatni er dáinn, rösklega sjötugur að aldri. Okkur Þingeyinga setur hljóða. Við höfum í hálfa öld geymt í huga hina sömu mynd hans: Mynd mannsins, sem læt- ur hug sinn aldrei eldast. Léttur í spori, reifur til starfs á hverjum vett- vangi var hann til hinztu daga. Að miðju síðasta sumri kom hann fram sem glæsilegur fulltrúi þingeyskra bænda við vígslu hinnar nýju brúar á Jökulsá á Fjöllum, og flutti þar mik- inn kvæðabálk, snjallan og magn- þrunginn. Það voru sigurljóð manns- andans yfir andstæðum náttúruöflum, sigurljóð hins nýja tíma, yfir and- streymi og örðugleikum horfinna alda. II Ættmenni Sigurðar Jónssonar á Arnarvatni hafa margir vakið á sér at- hygli út yfir heimahaga og átt drjúgan þátt í að skapa þau sérkenni Þingey- inga, sem hafa verið á orði síðustu hálfa öld. Hér skal stuttlega frá ætt hans greint: Faðir Sigurðar var Jón skáld Hin- riksson. Ætt hans er mér ekki kunn, en að miklu mun hún vera úr vestur- sýslurn Norðurlands. — Svo frábrugðið var yfirbragð Jóns, fólki hér um slóðir, að sagnir hafa gengið um það, að hann ætti að vera af erlendum uppruna, helzt frönskum eða ítölskum. Fyrir þessu er enginn stafur, en þetta sýnir aðeins að eitthvað fannst mönnum fjarrænt og suðrænt við manninn. En í Mývatnssveit var hann uppalinn frá fyrstu bernsku og í fátækt og um- komuleysi margra vista og misjafnra, og festi þó þá tryggð við fjallabyggð- ina, að hann nam eigi annars staðar yndi. Ef litið er yfir hinn afarlanga starfs- dag Jóns Hinrikssonar má segja að saman hafa farið gæfa og gjörfileiki. Hann fékk ungur hið ágætasta gjaforð, Friðrikku dóttur Helga á Skútustöð- um og Helgu Sigmundsdóttur frá Vindbelg. Þau festu byggð að Stöng á Mývatnsheiði 1857, þar sem aldrei hafði áður byggð verið, heldur selstaða Gautlanda, á Stöng hefur jafnan verið byggð síðan. Börn þeirra voru, þau sem ættir eru komnar frá: Jón alþing- ismaður, kenndur við Múla, Stefán bóndi á Öndólfsstöðuin, enn á lífi, Sigríður húsfreyja á Halldórsstöðum í Reykjadal og Hólmfríður húsfreyja, Brekknakoti í Reykjahverfi. Friðrikka andaðist að Stöng og festi Jón þá eigi lengur yndi á heiðinni. — Önnnr kona Jóns Hinrikssonar varð einnig skammlíf og lifa engir niðjar þeirra. í þriðja sinn giftist Jón Sigríði Jónsd. frá Geirast. aðlangfeðratali. Það er kunnur ættleggur. Af honum var blindi Jón á Mýlaugsstöðum, er manna bezt kunni frá að segja. Föður- amma Sigríðar var Sigurðardóttir frá Gautlöndum, hálfsystir Jóns Sigurðs- sonar alþingismanns. Þessi ættliður er frá Mýri í Bárðardal, og þar var skyld- leiki Sigurðar á Arnarvatni og Krist- jáns fjallaskálds. Móðir Sigi'íðar var Guðrún sú, sem Ólafsdóttir var köll- uð framan af æfi sinni, en sr. Jón Reykjahlíðarættfaðir sagði sitt barn er hann lét af prestskap, og var þetta að vísu almanna vitorð áður. Guðrún Ól- afsdóttir þótti hinn mesti skörungur, stórgreind og vinsæl, og eigi minni fyrir sér en hin mörgu, víðkunnu hálf- systkini hennar. Sonur Guðrúnar og síðara manns hennar var Jón Stefáns- son, hreppstjóri á Litluströnd, er tók sér rithöfundarnafnið Þorgils gjall- andi. Jón var því móðurbróðir hinna yngri barna Jóns Hinrikssonar. Elztur þeirra var Sigurgeir síðar bóndi að Helluvaði, fæddur 1876. Næstur að aldri var Sigurður, sem hér segir frá, fæddur að Hólum í Eyjafirði 28. ágúst 1878. Þrjú börn önnur áttu þau, sem SIGURÐUR Á ARNARVÁTNI Æviminning skálds og bónda Eftir JÓN SIGURÐSSON í Yztafelli Sigurður Jónsson við skrifborð silt heima á Árnarvatni. Ljósm. Guðni Pórðarson 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.