Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.06.1949, Blaðsíða 24
GR3SNLENZKI VEIÐIMADURINN , (Framhalcl af bls. 13) færa menn sér það, að selurinn neyð- ist til að koma öðru hvoru upp í vakir til að anda. Veiðimaðurinn bíður þol- inmóður við vökina. Það er oft níst- andi kuldi, en hann þorir ekki að hræra ,legg né lið. Það gæti marrað í snjónum, og selurinn heyrt það niður í sjóinn. Þá leggur hann taíarlaust á flótta, og þá liefst ný og löng bið. Hver selur kemur upp í margar vakir eða öndunarop til skiptis og hvert öndunarop er einnig notað aE fleiri en einum sel. Hvernig þeir finna opin í myrkri er ráðgáta. Öndunaropin eru mjög lítil um sig að ofan, en víkka eft- ir því sem neðar dregur, svo að selur- inn getur rekið höfuðið upp í gegnum opið og fengið sér ferskt loft. Þegar veiðimaðurinn verður var við selinn niðri í opinu, verður hann að gæta þess að greiða höggið, þegar selurinn er nákvæmlega undir sjálfu opinu. Hann rekur þá skutulinn niður um opið í blindni og hæfir liöfuð selsins og deyðir hann oft í sjálfu högginu. (Selir eru mjög viðkvæmir fyrir höf- uðhöggum og falla oft í svima við lít- ilfjörleg högg). Sé um stærri sel að ræða, reynir oft mikið á vciðimann- inn, og sigurinn getur orðið langsótt- ur. Selveiði við öndunarop reynir ekki einungis á þolinmæðina, það krefst æf- ingar og leikni að greiða höggið rétt og á réttu augnabliki. Einungis þeir selir, sem búnir eru sterkum klóm, eru færir um að halda öndunaropunum opnum, því að þcir verða stöðugt að krafsa og klóra í hol- urnar, svo að þær frjósi ekki saman eða verði of litlar. Þeir selir, sem engar klær hafa, verða að halda sig við opinn sjó. Til þeirra teljast rostungarnir. En í þess stað eru þessir stóru selir svo höfuð- sterkir, að þeir geta brotið ís neðan frá með liöfðinu, sem er svo sterkur, að fullorðinn maður getur ekið hann á hundasleða sínum. Þetta notfæra menn sér við rostungsveiðar á ís. ROSTUNGURINN lifir á skeldýr- um, sem hann grefur upp úr sjávarbotninum með höggtönnum sínum. Hann plægir upp botninn, og kemur þá upp leir og skeljar. Þetta tekur hann milli hreyfanna og syndir upp á við. Svo fer hann að nudda skeljunum milli „lófanna“ svo að þær brotna, og steinar, skeljabrot og leir sökkva aftur til botns. En sjálfur skel- fiskurinn sekkur mjög hægt eða ekki. Rostungurinn getur á sinn hátt skilið hismið þannig frá kjarnanum. Menn hafa aldrei fundið skeljabrot í rost- ungsmaga, en það er vísindamönnum mikið undrunarefni. En þar eð rostungurinn þarfnast skeldýra, verður hann að halda sig þar, sem ekki er of mikið dýpi, og það er sjaldan langt undan landi. Á veturna, þegar stórstraumsflóð eða óveður brýt- ur upp ísinn, bíður veiðimaðurinn ró- legur þar til lægir á ný. Þá leggst á einni nóttu mannheldur ís. Þegar svo rostungurinn leitar upp og keyrir höf- uðið upp í gegnum ísinn tii þess að anda, ldeypur veiðimaðurinn til og rekur skutulinn í hálsinn að aftan eða liina þykku efrivör rostungsins. Þá er vandinn að missa ekki rostunginn aft- ur. Þá verður að reka járnflein niður í ísinn, sem veiðilínunni er brugðið um. Rostungurinn er rammur að afli. Komi það fyrir, að rostungurinn hafi haldið sig of lengi inni í einhverj- um firðinum, og ísinn sé orðinn svo þykkur, að hann megni að brjóta hann með höfðinu, þá verður hann að klifra upp á ísinn og leggja leið sína út eftir, þar til liann kemur í opinn sjó. Þá gefst tækifæri, sem veiðimaðurinn vill ógjarnan láta ganga sér úr greipum. Slíkan „ferðalang" er auðvelt að yfir- buga. Og svo er annar stórviðburður, sem veiðimanninn dreymir um árum sam- an. Og það er, ef svo ber til, að þykkan ís hefur skyndilega lagt svo langt til liafs, að rnikill fjöldi náhvela og mjaldra hafi lokast inni. Þá berjast dýrin hvert við annað um öndunaropin. Þau geta ekki skriðið upp á ísinn, en berjast upp á líf og dauða um lífsloftið. Og séu Eskimó- arnir í nánd, þá gefst þeim auðfengin veiði. Hin ógæfusömu dýr sýna þá hvorki ótta né veita mótspyrnu, öl 1 þeirra viðleitni snýst um það að fá loft í lungun. Grænlenzki veiðimaðurinn verður að vera fljótur að bera sig um. Hvort sem um er að ræða bát eða sleða, þá verður hann að geta komizt þangað, sem veiðidýrin lialda sig. Þess vegna hefur danska stjórnin allt fram á síð- ustu daga lagt mikla áherzlu á að dreifa landsfólkinu sem mest. Á Grænlandi eru því um 170 verzlunar- staðir til þess, að þéttbýlið verði ekki of mikið á fáeinum stöðum, og geri það að verkum, að of erfitt verði að ná til veiðidýranna. Nú er þetta að breytast. Nú minnk- ar veiðin ár frá ári, og veiðimaðurinn gerist fiskimaður. Þetta fylgir þéttbýl- inu. En framvegis munu samt vaxa upp menn, sem í öllu eðli sínu og inn- ræti eru veiðimenn, og það mun ævin- lega verða heimkynni fyrir slíka menn á Grænlandi. Hitt er misskilningur, ef menn halda, að grænlenzki veiðimaðurinn yfirleitt búi í snjóhúsum á veturna. Um 300 manns á Grænlandi nota snjó- hús. Telji maður svo frá konur og börn, því að ekki byggja þau snjóhús, þá eru m. ö. o. ekki nema nálægt 80 menn á Grænlandi, sem kunna að byggja þessar hentugu vistarverur, sem er auðvelt að koma upp, hlýjar og úr ódýrasta byggingarefni í heimi. Það er norður við Thule, sem hinir eiginlegu Eskimóar búa nú, það er að segja þeir, sem stunda veiðar að forn- um hætti, á húðkeip á sumrin, á ís á veturna. Þar með telst bjarndýraveiði, sem ekki er hægt að stunda að gagni nema með notkun hundasleða. Jafn- vel refir, sem mikið er af á þessum slóðum, verða ekki veiddir nema með hundasleðum, og þarf að sækja veið- ina langar leiðir. Það þarf einnig mikla æfingu og lagni til að setja snör- ur svo að vel fari. Menntun veiði- Ljósmyndir í þessu hefti: Forsíðumyndin, af Churchill, lánuð af New York Times Photos. Sömu- leiðis myndirnar í greininni: Churc- hill listamaður. Myndir með grein Peters Freuchen, frá Grænlandi, eru eftir danska ljósmyndarann Jette Bang. Myndir af haferni og arnar- ungum eftir Björn Björnsson á Norð- firði. Mynd af Sigurði á Arnarvatni er eftir Guðna Þórðarson. Aðrar myndir lánaðar af ýmsum aðilum. 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.