Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 2
EfnahagsörðugEeikar og félagsþroski AAÐALFUNDI Sambands ísl. samvinnu- félaga, sem haldinn var í Reykjavík í sl. mánuði — og nánar er greint frá annars stað- ar í jtessu hefti — var m. a. mikið rætt um fjárhagsmál kaupfélaganna og Sambandsins með tilliti til jteirra efnahagsörðugleika, sem þjóðin á nú við að stríða. I jtessum umræðum kom skýrt fram sú skoðun forráðamanna Sambandsins, að ríkari nauðsyn væri nú en oftast áður fyrir kaupfélögin að gæta hófs í fjárfestingu og framkvæmdafyrirætlunum og varast skuldasöfnun. Mun það nú almenn skoðun forvígismanna samvinnufélaganna, að miklu framkvæmdatímabili sé lokið í bráð- ina og komandi tímar verði bezt notaðir lil jjess að treysta jjá aðstöðu, sem sköpuð hefur verið og undirbúa næstu sóknarlotu, er aftur rofar til í efnahags- og fjármálum þjóðarinn- ar Jafnframt verði þess gætt, að forðast skuldasöfnun og rata ekki í jjær fallgryfjur, sem skuldaverzlun jafnan býr verzlunarsam- tökum almennings. Þetta er stefna jjeirra manna, sem valizt hafa til forráða í samvinnu- félögununt. Er jjetta líka stefna félagsmann- auna sjálfra? Skilja jjeir nauðsyn jjess, að á þessum vettvangi sé gætt ýtrustu hagsýui og hófsemi, eða munu jjeir gera kröfur um á- framhaldandi framkvæmdir og fjárfestingu nú um sinn og jafnvel aukna þátttöku félag- anna í áhættusömum atvinnurekstri? A jjess- um vettvangi, sent öðrum í félagsstarfinu, er mikil jjörf á skilningi og samstarfsvilja meðal forvígismanna félaganna og félagsmannanna sjálfra. Sennilega er jjess rík Jjörf að ræða þessi mál á fundum í deildunt kaupfélaganna og stofna jjannig til aukinnar samvinnu um stefnuna í næstu framtíð. Þessi nauðsyn blasir enn betur við augum, þegar litazt er um í efnahagsmálum byggðanna víðs vegar um landið. ALLT fram til þess tíma, er kaupfélögin fóru að verða áhrifamiklir aðilar í verzl- uninni á hinum ýrnsu verzlunarstöðum, var mikið los á jjví fjármagni, sem verzlunin hafði umráð yfir. Arðurinn af verzluninni við heil byggðarlög var sjaldan bundinn heima í héraði, heldur var honum ráðstafað að geðjjótta einstaklinga, sem verzlunina ráku. Alkunn eru dæmi um einstaklinga, sem hafa tekið saman pjönkur sínar eftir áratuga arðbæra verzlunarstarfsemi og atvinnurekstur í einhverju byggðarlagi, og flutt sig með gróða sinn til annarra staða, jafnvel til ann- arra landa. Með vexti kaupfélaganna og auknum umsvifum Jjeirra, varð breyting á þessu. Arðurinn af verzluninni og ýmiss kon- ar framkvæmdum, ílentist í héruðunum í skiptilegum og óskiptilegum sjóðunt kaupfé- lagsmanna. A löngu árabili hafa samvinnu- menn víða um landið lagt fyrir í kaupfélög- um sínum meginhlutann af verzlunararðin- um. Hann hefur verið jjað fjármagn, sem kaupfélögin hafa haft til umráða, til verzl- unarrekstur síns, framkvæmda sinna og at- hafna. Þannig hefur fólkið sjálft notið jjess arðs, sent verzlunin gaf og þannig hafa kaup- féliigin megnað að verða helzta undirstaða lieilbrigðra athafna í mörgum byggðarlögum. Þessi þáttaskil í meðferð fjármagnsins lrá verzluninni má glögglega sjá víðast hvar um landið, í reisulegum verzlunarbúðum kaupfé- laganna, frystihúsum þeirra, sláturhúsum, mjólkurviunslustöðvum, bryggjum, viðgerðar- verkstæðum og öðrum mannvirkjum, sem reist eru til hagsbóta fyrir fólkið á hverjum stað og til jjess ætluð að gera atvinnulífið blómlegra og afkomuna öruggari en áður var. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er Jjessi þáttur starfs kaupfélaganna — festing fjár- magnsins heima í byggðunum — hin þýðing- armesta. Mun ekki of sagt, að allvíða, þar sem nú eru blómlegar byggðir, mundi horfa til landauðnar, ef fólkið hefði fram á síðustu ár átt alla afkonm sína undir geðþótta ein- staklinga, en ekki eigin manndómi og fram taki innan samvinnufélaganna. ASÍÐUSTU árum hafa kaupfélögin lialt miklar framkvæmdir með höndum. Þau hafa ekki aðeins reist ný verzlunarhús og gert aðstöðu viðskiptamanna sinna menningar- legri og betri en áður var, lieldur hafa jjau og tekið mjög virkan þátt í þeirri atviunu- legu og tæknilegu framsókn, sem átt hefur sér stað í landinu eftir stríðið. Mörg félög hafa stofnað iðnaðarfyrirtæki til hagsbóta íyrir meðlimi sína, reist sláturhús, frystihús, mjólkurvinnslustöðvar, og allmörg hafa gerzt aðilar að atvinnuframkvæmdum, sem mikla framtíðarþýðingu hafa, til dæmis með því að leggja frarn lilutafé til útgerðarfyrirtækja, hraðfrystistöðva o. s. frv. Þá hafa heildarsam- tök samvinnumanna haft miklar og margvís- legar framkvæmdir með liöndum, til hagsbóta fyrir kaupfélögin iill og meðlimi þeirra. Eru jjær framkvæmdir aljjjóð kunnar, svo sem skipakaup og siglingar til liafna umhverfis landið, stofnun samvinnuolíuverzlunar, sam- vinnuvátrygginga, iðnfyrirtækja, og svo mætti lengi telja ýmsar jjjóðnýtar framkvæmdir. Aliar Jjessar framkvæmdir hafa kostað mikið fé, og kaupfélögin liafa þannig fest miklar fúlgur á liðnum árum. Þegar stofna hefur átt eitthvert nauðsyn- legt atvinnufyrirtæki, hefur fólkinu, af eðli- legum ástæðum, verið gjarnt að líta til kaup- félaganna og óska þess, að þau leggi fram fé til jjess að hrinda málinu í framkvæmd. Stundum verulegan hluta þess, sem til þarf. Og félögin hafa lagt sig fram um að verða að liði eftir mætti. Þannig hafa þau stutt atvinnulífið, unnið að því að ný atvinnutæki kæmust á legg og gert sitt til þess að auka fjölbreytni og öryggi atvinnulílsins. Nú eru slík fyrirtæki starfandi í byggðarlögum víðs vegar um landið. Sumum hefur vegnað vel, öðrum miður, eins og gengur. En jjað er eins- með félögin og einstaklingana, fjármagn jjcirra er takmarkað, og geta þeirra að þessu levti háð því fjármagni, sem félagsmennirnir fela jjeint til varðveizlu og öruggum lána- markaði. Þegar jjetta jjverr, lokast líka mögu- leikarnir til fjárfestingar. Þannig horfir nú víða, og jjví er mikil nauðsyn fyrir félögirt að leggja ekki út í framkvæmdir, sem ekki hafa hagkvæmt lánsfé að bakhjarli. EGAR jjessi mál eru rædd við kaupfé- lagsmenn, sjá þeir Jjegar, að það er ekki að ástæðulausu, sem forráðamenn samvinnu- félaganna livetja nú til aðgæzlu og vara við skuldasöfnun. Hins vegar eru fyrir hendi { hverju byggðarlagi öfl, sem sífellt krefjast nýrra framkvæmda og meiri fjárútláta, án tillits til getu eða öryggis. Það hefur verið mikil tízka hér á landi nú um nokkurt skeið, að krefjast mikils af almannavaldinu. Ein- staklingum finnst stundum sjálfsagt, að rík- isheildin leggi frarn fjárfúlgur til þessarar eða hinnar framkvæmdarinnar, og eftir jjess- um kröfum hefur verið farið á liðnum árunt með Jjeim afleiðingum, að fjárhagur ríkisins er nú orðinn mjög bágborinn, þrátt fyrir háa skatta á þjóðina. Þessa viðhorfs verður stund- um vart gagnvart kaupfélögunum. Til eru menn, sem heimta sífellt aukin framlög frá Jjeim til ýmissa framkvæmda, án þess að taka tillit til getu þeirra og framtíðaröryggis. Það er hætta fólgin í jjessum kröfum, ekki aðeins fyrir samvinnufélögin, heldur og fyrir afkomu fólksins í héruðunum. Þessar kröfur eiga ekkert skylt við framfarir og frjálslyndi, þótt slíku sé stundum á lofti lialdið. Þær geta orðið til þess að svipta byggðarlag árangri af niargra áratuga uppbyggingarstarfi, ef að- gæzla er ekki við höfð. EFNAHAGSMÁL kaupfélaganna og þegn- anna eiga samleið. Þótt varlega verði að fara nú um sinn, er langt frá því, að fé- lögin hafi jjar með lagt árar í bát og ætli nú að halda að sér höndum. — Hvarvetna jjar sem tækifæri gefast, er unnið að fram- kvæmdum til hagsbóta fyrir samvinnumenn- ina í landinu. Má í jjví efni benda á liina stórmerku tillögu, sem samjjykkt var á síðasta aðalfundi S.Í.S., um stofnun fasteignalána- (Framhald á bls. 22). SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Flaukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni í mánuði \rgangurinn kostar kr. 25.00 44. árg. 7. hefti Júlí 1950 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.