Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 18
Erindrekar S. í. S. fyrr og síðar Stofnun Sambandsins Eftir Jón Sigurðsson í Yztafelli TILVILJUN RÆÐUR ÞVÍ, að eg tala hér af hápalli þessar- ar samkomu. Eg er hér staðgengill Karls alþingismanns Kristjánssonar, bæði á fundinum og í því málefni, sem hér á að verða í kvöld yfir veig- um og veizlukosti. Kynleg atvik gefa mér sjállsagt umræðuefni. Eg var „heimamaður“, áheyrandi og áhorf- andi á fyrsta fundi Sambandsins í húsi föður míns. Þá var eg þrettán vetra. En síðan líða 48 ár, þar til nú, svo að eg lít aldrei augum þær merki- legu samkomur, sem nefndar hafa ver- ið „sambandsfundir". Mér er Jjessi fyrsti sambandsfundur í mjög glöggu barns minni. Á þeim árum vildi eg jafnan vera sem næst föður mínum, eigi síður, þó gesti bæri að garði. Þar fékk eg stundum svalað fróðleiksþrá unglingsins, eins vel og Jdó skóli væri boðinn. Allmargt var þarna manna, til skrafs og til að fylgjast með málum, en bækur telja aðeins sex lögmæta fundarmenn, kjörna af þremur kaup- félögum. Þessir sex menn verða að teljast stofnendur sambandsins. Þess- ir menn standa mér allir glöggt fyrir hugskotssjónum. Eg man þá frá þess- um fundi, en síðar liafði eg af {Deim mikil kynni, sem fullorðinn maður. Þeir skulu nú taldir: 1. Frá Kaupfél. Norður-Þingeyinga var mættur sem fulltrúi Ártii Krist- í kvöldboði því, er stjórn Sam- i i bands íslenzkra samvinnuíélaga j i hélt aðalfundarfulltrúum í Reykja- i I vík, 21. júní s. 1., flutti Jón Sigurðs- [ í son í Yztafelli ræðu um stofnun i j Sambandsins. lón segir í bréfi j i til Samvinnunnar: Ræðan var | j mælt af munni fram sem „skála- j | ræða," flutt af gleðiblæ líðandi í í stundar, en rituð nú niður, eftir j i minni, viku síðar, og alls ekki = I nákvæmlega hið sama og sagt j i var, þó engu muni skeika um f j meginefni. — j Tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiii»»«* jánsson bóndi og hreppstjóri að Lóni í Kelduhverfi. Hann stóð nú á fimm- tugu, en liafði verið tuttugu árum áð- ur á stofnfundi fyrsta kaupfélagsins, K. Þ. Síðan varð liann áhrifamaður í Kaupfél. Norður-Þingeyinga. Árni var í hærra lagi að vexti, beinvaxinn og limaður vel, fríður sýnum, prúð- ur, gleðimaður og liáttvís. Engi var hann málrófsmaður á mannfundum, en hélt þó fast sínu máli, við hvern, sem skipti. Rithönd hans var fræg að fegurð og skýrleika, og orðhagur þótti hann í riti. 2. Fyrsti fulltrúi Kaupfélags Þing- eyinga var Steingrimur Jónsson frá Gautlöndum, þá sýslumaður á Húsa- vík. Steingrímur sýslumaður var fríður sýnum og liinn fyrirmannlegasti, og aðsópsmikill, hvikur á fæti og í hugs- un, ágætur ræðumaður, skarpur í máli og rökvís. Hann er nú einn á lífi þessara sex stofnenda. Þess vildi eg óska Sambandinu, að Steingrími mætti endast líf og heilsa til þess að mæta sem heiðursgestur á fimmtug- asta aðalfundi þess 1952. 3. Annar fulltrúi K. Þ. var formað- ur þess, Pétur Jónsson, bóndi og al- þingismaður á Gautlöndum. Hann var röskur meðalmaður á hæð. Á þess- um árum bar hann jarpt alskegg, er fór mjög vel. Úr svip lians lýsti jafn- an hlýja og mildi, og róleg íhugun, sem mat hvert mál með nákvæmri samvizkusemi. Pétur var ekki jafn skarpur ræðumaður sem Steingrímur bróðir hans. En hann vann því betur traust manna og vináttu, sem menn höfðu hans meiri kynni. 4. Þriðji fulltrúi K. Þ. var faðir minn, Sigurður Jónsson bóndi á Yzta- felli. Hann er mér of náinn til þess eg treystist að lýsa honum. En eg flyt hér vísu úr palladómum um kaup- félagsíundarmenn, sem kveðnir voru nokkrum árum síðar: „Situr innst í K. Þ. kór, kominn mjög að elli, BalcLvin Þ. Kristjánsson t. v., Jón Sigurðsson i Yztafelli t. h. brjóstamikill, brúnastór bóndi á Yztafelli." 5. Fulltrúinn frá Kaupfélagi Sval- barðseyrar var formaður þess, Frið- björn Bjarnarson, bóndi og hrepp- stjóri að Grýtubakka. Hann var með- almaður að hæð, en mjög þéttvaxinn, fjörmaður mikill og áhugasamur, hvikur og léttur gleðimaður og hrók- ur alls fagnaðar. 6. Annar fulltrúi K. Sv. var Helgi Laxdal, bóndi að Tungu á Svalbarðs- strönd. Hann var búnaðarfrömuður og sveitarhöfðingi, fremur lágur vexti, en þrekinn. Hann var fríður maður, nokkuð breiðleitur, og skegg- prúður. Málfar hans var mjög meitl- að og skarpt, setningarnar eins og sundur höggnar, hann talaði skýrt og vann meir með atfylgi en mælsku. BÆRINN að Yztafelli, J^ar sem sambandið var stofnað, stendur í fremur J^röngum dal. Hlíðarnar eru algrónar. Niður fjallið móti bænum rennur á í klettagili, með mörgum, hvítum, drynjandi fossum, sem bkisa við bænum. Þennan febrúardag voru heiðarnar alsnjóa og fossarnir þöguíir undir klakabrynju. Stofnfundur sambandsins var liald- inn í allstótu, tvílyftu timburhúsi, sem byggt var rétt eftir 1890. Fundar- stofan var í suðvesturhorni, allstór og vel björt, með gluggum móti suðri og (Framhald á bls. 29) 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.