Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 20
Frd Iíelvingrow: Háskólahverfið í Glasgoxv. KVÖLD I' SKOZKUM SKEMMTiGARÐI Eftir FINN KRISTJÁNSSON HEIMA á íslandi höfðu margir sagt mér, að Glasgow væri svört og sótug borg, og víst er það rétt, að margar eru verksmiðjurnar í þessari annarri mestu borg Bretlands. Og verksmiðjuhverfunum hlýtur jafnan að fylgja dálítill eimur af sóti og kola- reyk, en þeim fylgir líka mikil atvinna og möguleikar til bjartara lífs. Það sem mér í fyrstu þótti einkenni- legast við þessa borg, þar sem 1.500.000 Skotar eiga heima, var liinn ótölulegi grúi af skorsteinum upp úr hverju húsi. Þetta var í mínum aug- um í fyrstu eins og skógur yfir borg- inni, allt þetta mikla reykháfafargan styrkti nokkuð skoðun mína að heim- an, að þessi fjölmennasta borg Skot- lands væri svört og ljót. En þetta at- riði skulum við athuga lítið eitt nán- ar. í Skotlandi er miðstöðvarupphitun í sára fáum húsum, en það er opinn arineldur í hverju herbergi, og hver arinn hefur sinn sérstaka reykháf. Skozku arineldarnir verða mér ó- gleymanlegir; Jreir eru miðdepill heimilisfriðar og fjölskyldugleði. í húmi kvöldsins, þegar fuglarnir syngja sín síðustu næturljóð í garð- inum, situr heimilisfólkið í hálfhring umhverfis arininn; eldurinn leiftrar og bjarmarnir varpa mildum ævin- týraljóma yfir herbergið, sögur eru sagðar, og umræður fara fram um landsins gagn og nauðsynjar. Húsfreyja norður í Aberdeenhér- aðinu sagði mér, að þó að meira verk væri að hirða herbergin eftir opnu arineldana en miðstöðvarofna, þá vildi hún ekki skipta á þeim og miðstöð eða hitaveitu. Þetta Joótti mér í fyrstu ein- kennilegur hugsunarháttur, en þetta er almenn skoðun skozku húsmæðr- anna. Arineldur og heimilislíf Skot- anna er svo nátengt, að það verður að fylgjast að, eða Jaað er ekkert fjöl- skyldulíf án arineldanna, segja Skot- arnir, en Jreir eru allra manna fast- heldnastir á þjóðlegar venjur. Þeir eru harðgerðir, duglegir, og munu verja arinelda sína, og halda áfram að tendra þá, meðan skozk þjóðsál tignar og dáir hið fagra Skotland. EFTIR að hafa dvalið á Jrriðja mán- uð í sveitaþorpunum fögru í skozku Hálöndunum hefi ég kynnst vel þessu Jrjóðareinkenni skozku heim- ilanna, og nú, Jregar ég kem til Glas- gow í annað sinn ofan úr Hálönd- unum, þá finnst mér rjúkandi reyk- háfaskógurinn yfir Glasgow allt að því fallegur, Jrví að nú veit ég, að hann er tákn arineldanna, sem hafa verið tendraðir um hundruð ára. Eg er ekki á sömu skoðun og svo margir, sem segja, að Glasgow sé Ijótur bær. Ef að við förum til Reykjavíkur, og förum eingöngu um gamla bæinn og horfum á alla sundurleitu húsakumbaldana við Austurstræti, Hafnarstræti og fleiri slíkar götur, finnst okkur naumast mikil fegurð í Reykjavík. En við vit- um vel, að þetta er ekki rétt. Nýju bæjarhverfin í Reykjavík eiga nú orð- ið upp á verulega fegurð að bjóða. Þannig er líka í Glasgow. Farðu um nýju úthverfin í borginni, sjáðu ný- tízku rauðu tígulsteinshúsin, og hina dásamlega fögru garða umhverfis, þá verður þú að viðurkenna fegurð bæj- arins. RÆGUSTU skemmti- eða listi- garðarnir í Glasgow eru Evins- park og Kelvingrow. Eg hefi ákveðið að eyða einu kvöldi í Kelvingrow og athuga lífið þar. Það er fagurt sumar- kvöld, logn, hiti, og sólin varpar föl- um kvöldbjarma frá vestri. Það er laugardagskvöld og allir sporvagnarn- ir, sem ganga til Kelvingrow eru yfir- fullir. Eg sé strax að það hlýtur að verða margt um manninn í skemmti- garðinum í kvöld. Kelvingrow er við háskólahverfið. Háskólabyggingin og lestrarsafnið, Art Gallery, gnæfa þarna yfir í allri sinni voldugu, gömlu fegurð. Eg geng inn fyrir hlið Jressa mikla skemmti- garðs, ákveðinn í að eyða þessu kvöldi hér, og sjá hvernig mannshöndinni og móðir náttúru hefur tekizt að skapa borgurum nútímans raunverulegan aldingarð. Eg sé þegar í stað, að þetta sköpunarverk hefur tekizt vel. Mikil víðátta er hér af skógi vöxnu landi, og mishæðóttu. Þar eru vellir sléttir, brekkur brattar, hólar háir, steinar stórir, tjarnir og vötn og gosbrunnar. Gangstígar eru hér í ótal krókum und- ir fögrum laufkrónum, minnisvarðar eru hér víða af mörgum merkustu sonum og dætrum Skotlands. Hér eru •mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi.m* i Hér birtist þriðja og síðasta grein 1 [ Finns Kristjánssonar kaupfélags- i I stjóra um Skotland og Skota. Seg- i í ir þar frá kvöldi í Kelvingrow, | | frægasta skemmtigarði Glasgow- i Í borgar. iMMMMIMMIMIMMIMMIMMIMIMIIIIIIMMMMMIIIMIIIIMMMMIMMIIMMIIIIII* 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.