Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 23
 SVIPIR SAMTÍÐARMANNA: NEHRU — talsmaður órólegrar álfu EGAR Pandit Jawaharlal Nehru, forsætis- ráðherra Indlands, heimsótti Bandaríkin á sl. liausti, minntu bandarísku blöðin á þá staðreynd, að þar færi einhver allra vinsælasti stjórnmálamaður heims, ef mælikvarði fjöld- ans væri lagður á vinsældir stjórnmálafor- ingja. Það er ekki ótítt, að milljón manna hylli Nehru í einu í heimalandi hans. Af slíku geta fáir státað, en þá er lt'ka að minn- ast þess, að Nehru er forsætisráðherra fjöl- mennustu þjóðar heims. í Indlandi býr nær því einn sjötti hluti mannkynsins. Og veru- legur hluti Jressa gífurlega mannfjölda dáist einlæglega að forsætisráðherra sínum, a. m. k. verulegur hluti Jieirra, sem vita annað og meira en Jrað, sem gerist í leirkofaþorpunum í þéttbýli Indlands. En forsætisráðherrann liefur ekki beinlínis sótzt eftir Jressari miklu lýðhylli í líkingu við suma evrópska stjórn- málaforingja. Raunverulega er fátt eitt líkt með honum og flestum þeim einstaklingum, sen, liylla hann svo ákaft, og hann er í sann- leika oft á tíðum óþolinmóður og hneyksl- aður yfir fáfræði Jreirra og stundarhrifningu. En Nehru skilur þjóðarsál Indlands betur en flestir ef ekki allir samtimamenn lians. — Gandhi einn var honurn þar fremri, meðan lians naut við. SAMT er naumast liægt að segja, að Nehru hafi lært af Gandhi að verða hálfgerður ]) jóðardýrlingur. — Forsætisráðherrann og Gandhi voru ólíkir menn, og enda þótt Nehru tæki sæti Gandhis sem hinn óumdeildi leiðtogi Indverja, varð sú Jrróun fyrir eðli- lega rás viðburðanna og hækkaði Nehru ekki í sæti frá Jrví sem áður var svo að neinu næmi. Hann var leiðtogi og átrúnaðargoð fyrir dauða Gandhis. Og þótt hann tæki við veld- issprota Gandhis, gerði Jrað hann ekki að Mahatma (stórri sál). Hann var lærisveinn Gandhis og arftaki, en ekki flytjandi kenn- inga hans eða andlegur jafningi. Hins vegar er það augljóst, að kenningar Gandhis í heild hafa haft mikií og djúptæk áhrif á Nehru og Indland í heild, en leiðsögn Nehrus er lians eigin smíð. Segja má, að hann sé brú, sem tengir saman nútímann og tíma Gandhis, sem ekki eru lengur nútímirin, heldur fortíðin og framtíðin. Nehru er sam- nefnari austurs og vesturs á Indlandi, tákn þess Indlands, sem Gandhi skóp, og salar- kynna Sameinuðu þjóðanna í Lake Success. Persónuleiki þessara tveggja leiðtoga er mjög ólíkur, eins og skoðanir þeirra á mörgunt efnum. Nehru efaðist oft um réttmæti sumra kenninga Gandhis, enda þótt hann skildi og viðurkenndi að undirstaðan var rétt. Saga Indlands í 30 ár sýnir og glögglega, að Gandhi sá lengra fram í tímann en samtíma- menn hans. Nehru bar líka djúpa virðingu fyrir hinum aldna Mahatma og skilningi hans á hinni indversku þjóðarsál. Nehru fer Jrá braut, sem Gandhi markaði í aðalatriðum. En hann hagar ferðinni eftir eigin geðþótta. Hann samhæfir hina dulúðgu heimspeki Gandhis og raunveruleika þjóð- lífsins í dag. Nehru fylgir í meginatriðum kenningum Gandhis um vopnlausa and- spyrnu, en hann er allt of mikill raunsæis- maður til þess að framfylgja henni að fullu og afnema her og flota. Þetta er framtíðar- liugsjón, en Nehru sér, að hún muni ekki komast í framkvæmd um hans daga. \ STRÍÐSÁRUNUM síðustu takli Nehru -L* ráðleggingar Gandhis um að beita ekki vopnum gegn Þjóðverjum og Japönum, fjar- stæðukenndar. Hann mundi ekki hika við að leiða Indverja út I styrjöld nú í dag, ef un væri að tefla að verja landið eða þau rétt- indi, sem Jrjóðin hefur aflað sér. Nehru hefur á tveimur árum látið indverska herinn beita vopnum til Jress að verja Jrað, sem hann taldi skýlaus réttindi lands síns. Hér var að visu um minni háttar aðgerðir að ræða, en samt sýna þær, að Nehru hefur samhæft kenningar Gandhis við raunveruleika dagsins. Nehru er sterkur fylgismaður kenninga Gandhis um réttindi þjóðernisminnihluta. Þessar kenn- ingar kostuðu Gandhi lífið, og þær hafa skap- að Neliru marga óvini meðal heittrúarmanna ýmissa trúarflokka í landi hans. Hann fylgir líka kenningum Gandhis í því efni að reyna að halda Indlandi utan „kalda stríðsins", sem nú geysar í milli austurs og vesturs. Sumir ásaka hann fyrir að aka seglum eftir vindi, og vera tungumjúkur við báða aðila, en hvor- ugum trúr. Réttmætara er að segja, að hann fylgi þeirri stefnu, er hann telur rétta, Jreirri stefnu, sem að hans áliti leiðir til réttlætis í heiminum og friðar. Hann trúir því, eins og Gandhi, að sú stund rnuni koma, að Indland verði mikilsmetið stórveldi á samkundum jijóðanna í friðarheimi framtíðarinnar. NEHRU er afkomandi Brahma-trúar- manna frá Kashmir og ber titilinn Pandit, sem þýðir liinn lærði. Nehru er upp- vaxinn í forréttindastétt Hindúa, en í sjálfs- ævisögu hans kemur glöggt fram, að enda þótt hann sé mjög stoltur af sögu þjóðar sinnar og menningararli hennar, ber hann litla virðingu fyrir ýmsum trúarkreddum, sem að hans áliti hafa haldið Jrjóðinni í kyrr- stöðu á liðnum öldurn. En þótt ætt Nehrus og uppvöxtur standi í rótgróinni indverskri mold, hafa vestræn áhrif skilið eftir djúp spor í ævi hans. Hann er brezkur háskólaborgari, ágætur tungumálamaður, viðlesinn í stjórn- málavisindum og heimspeki. Til þess hafði hnnn nægan tíma á löngum árum í fangelsum Bteta á Indlandi. ÞEGAR íerill Nehrus sem forsætisráðherra Indlands er skoðaður, sést glöggt, að á þessum árum hefur meginstarf hans verið að leiða Indland heilu og höldnu yfir brotsjóa alþjóðasamskipta á Jressu tímabili, jafnframt því, sem hann helur haldið áfram að vinna að þeim hugðarefnum sínum, sent fyrr á ár- um settu gleggstan svip á störf hans: Asía fyrir Asíumenn og mannréttindi fyrir alla, af hvaða trúflokki eða hörundslit sent Jteir eru, alls staðar á jörðinni. Markmið hans virðast einnig augljós: Að bæta lífskjör al- mennings í Indlandi stórlega, og skipa Ind- landi veglegan sess meðal sjálfstæðra ríkja heims. Enginn, sem þekkir Nehru, segir am- eriskur blaðamaður, sent um hann ritar ný- lega, efast um, að viðleitui hans til þess að efla álit Indlands út á við er sprottin af löng- un til þess að útbreiða meðal þjóðanna bræðralagshugsjón þá, sem var undirstaða fornrar indverskrar menningar, J)á hugsjón, sem hlaut nýjan kraft með lífi og starfi Gandhis á síðari árum. Vissulega er heim- inum þörf á að kynnast slíkri hugsjón miklu betur. Þess vegna m. a. vekur riidd Nehrus — þessa talsmanns órólegustu álfu heims — aukna at- hygli á alþjóðajringum og meðal almennings í mörgum löndum. Efnahagsstefna Noregs. Nýlega lýsti Einar Gerhardsen, forsætisráð- herra Noregs, stefnu stjórnar sinnar í efna- liagsmálum. Er hún í 9 aðalatriðum, en þau eru: 1) Aukin framleiðsla. 2) Áherzla liigð á fjárfestingar, sem stuðla að útflutningshagn- aði og innflutningssparnaði. 3) Næg atvinna fyrir alla. 4) Afnám uppbótagreiðslna til þess að takmarka eftirspurnina eftir innfluttum vórum. 5) Engar kauphækkanir leyfðar, svo að framleiðslukostnaður htekki ekki. 6) Tak- mörkun bankaútlána til þess að draga úr ó- eðlilegum fjárfestingum og fyrirbyggja auk- inr: innflutning. 7) Verðlags- og ágóðaeftirlit. 8) Lækkuð framlög til vígbúnaðar. 9) Sérstak- ar ráðstafanir gerðar til þess að hvetja fólk til sparnaðar. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.