Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 28
FULLTRÚAR N.A.F. í BOÐI S.Í.S. (Framhald af bls. 9) hann teldist sjálfur til kaupmanna- stéttarinnar. Hinir erlendu gestir væru slíkir öndvegishöldar meðal þjóða sinna, að þeir hlytu að vera miklir aufúsugestir hér á landi. I ræðu sinni sagði Björn Ólafsson meðal annars: „Eg lief aldrei litið á samvinnu- menn sem andstæðinga heldur sem keppinauta. Það er m. a. þess vegna, að verzlunarfrelsið er svo mikilvægt að mínum dómi. I frjálsri samkeppni getur sá aðilinn sýnt yfirburði sína, sem hefur þá. Sá sem sigrar í sam- keppninni undir slíkum kringum- stæðum er bezt að sigrinum kominn.“ Erlendu fulltrúarnir ávörpuðu hófið, einn frá hverju landi. Á eftir ræðum þeirra v'ar þjóðsöngur við- komandi lands sunginn. Eftirtaldir menn tóku til máls: N. C. Poufsen frá Danmörku, Julius Alanen frá Finnlandi, Sverre Nielsen frá Noregi, Albin Johansson frá Svíþjóð og síð- astur tók til máls sendiherra Norð- manna á íslandi Torgeir Anderssen- Rysst. Allir fulltrúarnir létu í ljósi á- nægju sína yfir því að hafa haft þetta tækifæri til að heimsækja ísland og árnuðu samvinnufélögunum og for- vígismönnum þeirra heilla í tilefni af því, að ísland var nú orðinn aðili að N. A. F. Einar Kristjánsson, óperusöngvari, söng norræn þjóðlög og óperulög. Einnig skemmti tvöfaldur kvartett undir stjórn Leifs Þórhallssonar. Þá skemmtu nokkrir menn úr glímudeild U. M. F. Reykjavíkur með því að sýna glímu, en Helgi Hjörvar lýsti glímunni. Vikivakaflokkur úr U. M. F. Reykjavíkur svndi víkivaka. Hófinu lauk laust eftir miðnætti. Á Bessastöðum og i þjóðleikhúsinu. Urn hádegi á laugardag, 24. júní, snæddu fulltrúar aðalfundar N. A. F. hádegisverð í kennslusal Samvinnu- skólans. Kl. 4.30 sama dag voru þeir í eftirmiðdagsboði hjá forsetafrúnni að Bessastöðum. Um kvöldið sáu þeir „Nýársnóttina" í boði S. í. S. í Þjóð- leikhúsinu. Að leiksýningunni lok- inni sátu þeir kvöldboð heima lijá Vilhjálmi Þór, forstjóra. 28 Norðurlandsferðin. ■ Sunnudaginn 25. júní lögðu fuil- trúarnir af stað í för til Norðurfands. Heimsóttu þeir Akureyri, Vagiaskóg og skoðuðu helztu kaupfélög og sam- vinnufyrirtæki í nágrenninu. Mánudaginn 26. júní sátu fulltrú- arnir boð K. E. A. í Vaglaskógi en á þriðjudagskvöld komu þeir flestir aftur til Reykjavíkur. Forsætisráðherra, Steingrímur Stein- þórsson, og landbúnaðar- og sam- göngumálaráðherra, Hermann Jónas- son, höfðu eftirmiðdagsdrykkju fyrir lulltrúana miðvikudaginn 28. júní. Að kvöldi sama dags héldu erlendu fulltrúarnir kveðjusamsæti að Hótel Borg. Daginn eftir lögðu sex fulltrúarnir af stað heimleiðis, en þeir, sem ekki komu hingað til lands fyrr en með Drottningunni, fóru í Geysis- og Gull- fossferð. Flestir fulltrúanna héldu heimleið- is með Gullfossi 1. júlí. RÚGBRAUDIN (Framhald af bls. 19) — Herra Erkiengill, spurði hann, eruð þér alveg sannfærður um, að metaskálar yðar séu réttar? Heilagur MikjáÍl svaraði honum brosandi, að þótt þær væri ekki gerðar í líkingu voga þeirra, senr fjárlánssalar í París og víxlararnir í Feneyjum nota, þá væri það engum vafa orpið, að þær væru nákvæmlega réttár. — Hvað þá! andvarpaði Nikulás Nerli náfölur, þetta hvolfþak. þessi predikunarstóll, þessi skírnarfontur, já, og spítalinn með öllum sínurn riun- um — vegur allt þetta ekki meira en eitt hálmstrá eða dúnfjöður! — Þér sjáið það, Nikulás, sagði Erki- engillinn, að enn sent komið er má syndabaggi yðar sín stórum meira á skálum mínum en byrði góðverkanna. — Eg hlýt þá að fara til helvítis, sagði víxlarinn frá Flórenz. Og tennurnar í munni hans glömr- uðu af skelfingu. — Sýnið þolinmæði, Nikulás Nerli, sýnið þolinmæði! mælti þá sá himn- eski mundangursvörður. Ekki er þessu lokið. Enn er þetta. OG SÁ margblessaði Mikjáll tók fram rúgbrauðin, sem auðmær- ingurinn hafði kvöldið áður kastað til hinna fátæku. Hann setti þau í skál góðverkanna, er samstundis seig niður á við. Hin skálin steig, unz þær stóðu báðar jafnhátt. Vogarásinn hallaðist hvorki til hægri né vinstri, og vísirinn sýndi algera jafnþyngd beggja skála. Víxlarinn trúði ekki sínum eigin augum. Sá dýrðlegi Erkiengill niælti til lians: — Þii sérð það, Nikulás Nerli, að þú ert hvorki hæfur að fara til himnaríkis né helvítis. Farðu! Snú þú aftur til Flórenz. Margfalda þú nú í borg þinni brauðin, sem þú gafst skugga nætur- innar, án þess að nokkur sæi. Þá munt þú frelsaður verða. Því að himininn mun ekki aðeins opinn standa ræn- ingjanum, sem iðrast. Miskunnsemi Guðs eru engin takmörk sett. Hún frelsar jafnvel þann, sem ríkur er. Margfalda þú því brauðin, Nikulás. Þú hefur séð hvers þau mega sín á skálum mínum. Farðu! Nikulás Nerli vaknaði aftur í rúmi sínu. Hann ákvað að fylgja ráðum Erkiengilsins og margfalda brauð fá- tækra, svo að hann mætti að lokum ganga inn í dýrð himnanna. Á þeim árum, sem liann eyddi á jarðríki eftir fyrsta andlát sitt, reynd- ist hann jafnan velgerðarmaður vol- agra og óbrigðull gjafari góðrar ölm- usu. A. J. þýddi. KONURNAR OG SAMVINNAN (Frarnhald af bls. 27) að hæglega má nota innan húss yfir vetrarmánuðina. Stólarnir eru ágætlega þægilegir með góðri sessu eða teppi. FORELDRAR OG BÖRN (Framhald af bls. 25) irnir eru nauðsyn fyrir þroska barn- anna, en eru ekki óhjákvæmileg óþægindi, sem menn verða að þola í milli þess sem skóla lýkur og háttatími barnanna gengur í garð. Er það rúmdýnan? Amerískur rúmdýnuframleiðandi tilkynnti nýlega, að hann hefði í hyggju að senda Sta- lín marskálki að gjöf eina fjaðradýnu af nýjustu og allra fullkonmustu gerð. Fram- leiðandinn útskýrði þetta uppátæki þannig: „Enda þótt líklegt sé, aö yfirgangshneigð forscetisráðherrans sé sprottin af sálfrceðileg- um ástceðum, gildari en óslétt undird'ýna er, er samt ekki útilokað að illa gerð madressa i rúmi hans hafi nokliur áhrif.“

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.