Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 9
Finnsku fulltrtnirnir, Jalmari Laakso, t. v., og Julius Alanen t. Ii.
Norsku fulltrúarnir: Rolf Semmingsen, frú Nielssen og S. Nielssen.
Leiðtogar samvinnumála á Norðurlöndum í boði SlS
EINS og skýrt er frá á öðrum stað
í blaðinu komu 29 gestir til ís-
lands í tilefni af því, að aðalfundur
Nordisk Andelsforbund var haldinn
á íslandi, 24. júní s. 1.
Tíu þessara gesta komu það
snemma til Islands, að þeir gátu ver-
ið viðstaddir fundarsetningu á aðal-
fundi S. í. S. 20. júrtí s.l. Voru það
þau Albin Johansson og frú Linnéa
Johansson (Svíþjóð), Sverre Nielssen
og Rolf Semmingsen frá Noregi; Jul-
ius Alanen og frú og Jalmari Laakso
frá Finnlandi; Hjalmar Degerstedt,
Hugo Edstam og John Gillberg frá
Svíþjóð.
Fyrstu gestirnir komu liingað til
lands 10. júní s. 1. Voru það þau Al-
bin Johansson og frú lians. Komu þau
með sænska óperufiokknum, sem
sýndi „Brúðkaup Fígarós" við miklar
vinsældir í Þjóðleikhúsinu, en svo
sem kunnugt er, er Albin Johansson
formaður sænsku óperunnar.
Næsti hópurinn kom með flugvél
A. O. A., þriðjudaginn 20. júní. Einn
fulltrúanna kom 21. júní, en flestir
kornu með „Drottningunni“ að
morgni þess 24. júní.
Forráðamenn S. I. S. tóku á móti
gestunum og efndu til sérstakra
skemmtana og skemmtiferða fyrir þá.
Þriðjudaginn 20. júní, eftir að full-
trúarnir höfðu verið viðstaddir fund-
arsetningu aðalfundar S. í. S., var
þeim boðið að skoða Reykjavík og
nágrenni. Sáu þeir m. a. háskólann,
stýrimannaskólann, safn Einars Jóns-
sonar, hitaveituna og vatnsborunina
í Mosfellssveit.
Daginn eftir fóru gestirnir í Gull-
foss- og Geysisferð.
Staðnæmst var við Kerið í Gríms-
nesi, borðað að Laugarvatni og síðan
farið að Gullfossi og Geysi.
Jónsmessuhátið að Þingvöllum.
Föstudaginn 23. júní efndi Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga til
Jónsmessuhátíðar fyrir gestina að
Þingvöllum. Ríkisstjórninni og full-
trúum erlendra ríkja var einnig boð-
ið, svo og þeirn fulltrúum aðalfundar
S. í. S., sem gátu því við komið að
l'ara í ferðina.
Lagt var af stað á Þingvöll frá Hó-
tel Borg kl. 5 e. h. Þegar til Þingvalla
kom var gengið á Lögberg, en þar
flutti Kristján Ekljárn, þjóðminja-
vörður, erindi um Þingvöll og Lög-
berg. Albin Johansson, formaður N.
A. F., ávarpaði viðstadda að ræðu
þjóðminjavarðar lokinni, árnaði ís-
lendingum heilla og lét hrópa ferfalt
húrra fyrir Islandi.
Að þessu loknu var gengið niður
að Valhöll, en þar hófst hóf það, sem
S. í. S. efndi til í tilefni af komu
gestanna.
Vilhjálmur Þór, forstjóri, var veizlu-
stjóri og bauð viðstadda velkomna
með snjöllu ávarpi. Benti hann m. a.
á, að þar sem samvinnan væri, þar
væri líka friður og framfarir. Gat
hann þess, að hin norræna samvinna,
sem tekizt hefði með starfrækslu N.
A. F. væri einhver raunsæjasta nor-
ræn samvinna, sem til væri. Sömu-
leiðis gat liann þess, að íslendingum
væri gestakoman vegna aðalfundar
N. A. F. svo kærkomin, að íslenzkir
samvinnumenn hefðu viljað bjóða
fulltrúana velkomna á Þingyöllum,
helgasta stað þjóðarinnar.
Margar fleiri ræður voru fluttar
undir borðum. Hermann Jónasson,
landbúnaðarráðherra, talaði næst á
eftir forstjóra. Sagði hann m. a. „Fyr-
ir mér er samvinnan heilt þjóðfélags-
kerfi, þegar hún er færð til sinnar
ftdlkomnunar.“ Þá gat hann þess og,
að sér fyndist kvæði Jónasar Hall-
grímssonar um Alþing vera á ýmsan
hátt táknrænt fyrir samvinnuna.
Ráðherrann sagði einnig, að alls
staðar þar, sem samvinnan hefði feng-
ið að vaxa frjáls, hefði hún haft stöð-
uga sigra.
Björn Ólafsson, viðskiptamálaráð-
herra, ávarpaði hófið næst á eftir
landbúnaðaiTáðherra. Gat hann þess,
að sér væri sérstök ánægja að sitja
þetta hóf með innlendum og erlend-
um samvinnufrömuðum, enda þótt
(Framhald á bls. 28)
9