Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 26
KONURNAR OG SAMVINNAN ■ iminiiiiin Ritstjóri: ANNA S. SNORRADÓTTIR iiiiiiiiiiiiiiiinimt •iiiiiiiiiiiiiiii Hvað getum við gert? ÞEGAR BRAUTRYÐJEND- UR samvinnustefnunnar opn- uðu fyrstu kaupfélagsbúð sína, fyrir meir en hundrað árum síðan, áttu þeir mikinn fjölda óvildar- manna, sem reyndu að gera þeim erfitt fyrir á margan hátt. Þeir gerðu það, sem þeir gátu til að spilla fyrir og telja mönnum trú um, að slíkt fyrirtæki væri aðeins fljótræði nokkurra verkamanna, sem brátt myndi hrynja í rúst. En hinn þrautpíndi almenningur tók fegins hendi, hvaða breytingu, sem var, og trúði því, við opnun kaup- félagsbúðarinnar, að nú væri fund- in upp hin rétta aðferð til dreif- ingar og sölu varanna. Almenning- ur lét því ekki blekkjast af liróp- um óvildarmannanna, heldur hóf verzlun við hina litlu og fátæklegu húð. SAGAN SEGIR, að það hafi ver- ið kona, sem fyrst varð til þess að verzla í kaupfélagsbúðinni. Það er eflaust engin tilviljun að svo skyldi verða. Hver hlaut ekki að finna sárast og átakanlegast til þess, þegar svarf að heimilinu, annar en einmitt konan? Hún hlaut að verða manna mest var við hin eymdarlegu kjör. Það var hlut- skipti hennar að reyna að reisa lieimili af vanefnum á öllum svið- um. Og hver fann sárar til þess en hún, þegar fyrirvinna fjölskyld- unnar var beittur órétti. Það er því sjáilfsagt engin tilviljun, að það skyldi verða kona, sem reið á vaðið með viðskipti við hina fá- tæklegu verzlun, né heldur mun það hafa verið tilviljun ein, að konur víða um heim gerðust, þeg- ar frá öndverðu, mjög handgengn- ar samvinnufélagsskapnum. Óvild- armennirnir fengu þar ekki við ráðið. Konurnar hófu félagsskap og starf, bæði í sjálfstæðum félög- um og einnig við hlið karlmanna í kaupfélögunum sjálfum. Um miðja nítjándu öld var réttur kvenna á öllum sviðum mjög fyrir horð borinn. Það kom því í hlut liinna fyrstu kvenfélaga samvinnu- kvenna að berjast fyrir réttinda- málum kvenna almennt. Eftir því, sem tímar liðu og jafnréttið jókst, fóru þessi félög að fást við margvís- leg verkefni, sem öll miðuðu þó að sama takmarki, sem sé, að bæta hag kvenna og heimilanna, fræða kon- ur og mennta þjóðfélagslega og breiða út þekkingu á samvinnu- samtökunum. Það er athyglisvert fyrir nútíma konur að leiða hug- ann að því, að við stofnun hins fyrsta kaupfélags skyldu vera á- kvæði, sem segja fyrir um það, að konur skuli hafa þar jafnan rétt á við karla. Á Englandi hefir það æ síðan verið þannig, að konur hafa staðið jafnfætis körlum í störfum kaupfélaganna, og það er ekki sjaldan, að konur séu þar í meiri- liluta í stjórnum kaupfélaga og öðrum trúnaðarstörfum. En ensk- ar samvinnukonur hafa líka gert mikið til þess að mennta sig til slíkra starfa, og þar hafa kvenna- gildin verið góður skóli. Konunni á ekki að fela slík trúnaðarstörf í ltendur bara af því að hún er kona. Hún verður að vera vel hæf, og vel að sér í samvinnu- og þjóðfélags- málum. HYAÐ GETUM VIÐ GERT, íslenzkar 'konur, sem áhuga höfum á samvinnumálum? Hér eru engin sarntök urn málefni heimilanna og samvinnufélaganna önnur en kaupfélögin sjálf. Það, sent konur geta og eiga að gera til þess að verða jafnvígar karlmönn- unum á þessu sviði er, að lesa og fræðast um samvinnumál bæði hérlend og erlend. Slíkt gefur góða undirstöðu. Margar góðar bækur eru til og má minna á Samvinnu- ritin, sem komið hafa út undan- farin ár hjá Norðra. Margt fleira er hægt að gera. Það er-hægt að gerast meðlimur í kaupfélagi og 26 sýna félaginu hollustu í verzlun. Það er hægt að sækja aðalfundi fé- lagsins og vinna að því, að hæfar konur verði kosnir fulltrúar á aðal- fundi í fulltrúaráð og önnur trún- aðarstörf. Nú kann einhver að segja: Hvers vegna? Er ekki nóg að karlmenn- irnir séu að vasast í þessum mál- um? Það er rétt, svo langt sem það nær. Þegar talað er um rneiri þátt- töku af hálfu kvenna er ekki átt við að konurnar eigi að taka völd- in. Þær eiga aftur á móti að geta tekið sæti við hlið karlmannarmr og unnið með þeim. Þegar um er að ræða samtök eins og samvinnn- félagsskapinn hlýtur það að vera öllum ljóst, að það er rétt og eðli- legt að þar séu bæði kynin að starfi lilið við hlið. Stöðu sinnar vegna í þjóðfélaginu, hlýtur konan að geta sett fram sjónarmið heimilis- ins betur heldur en karlmaðurinn, en málefnum heimilanna og þeirra, sem þar alast upp og eiga að erfa landið, má aldrei gleyma. Við hljótum að ná meiri og betri árangri ef við vinnum saman. Heimilis-Apótek í flestum heimilum er til hefti- plástur og joð einhvers staðar í skúffu eða skáp, sem gripið er til, ef einhver hruflar sig eða sker. Þar, sem börn eða unglingar í heimil- inu eru skátar, er venjulega til á- gætur meðala-kassi eða skápur með ýmsum lyfjum og áhöldum. En það eru líka mörg heimili, sem ekkert slíkt hafa heima við, og hefir það oft komið sér illa, sér- staklega þegar langt er að sækja til læknis eða lyfsala. Það er hægt að bæta úr þessu með því að koma sér upp litlum skáp, eins og hér sést á myndinni og kaupa síðan eftirtalin lyf, næst þegar farið er í kaupstaðinn; þetta er það helzta: Sárabindi, dauðhreinsuð grisja. — Annað hvort dauðhreinsað súlfa- duft til að strá í sár eða sárasmyrsl, t. d. vítisteins- eða súlfasmyrsl. — Joðáburður. — Heftiplástur eða 11111111111111111 lll••l•llll•lllllll•llllllllllll 1*11111 11111111111 11111111111111111111111111

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.