Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 15
JJtúrdúr frá efninu Smásaga eftir FRIÐJÓN STEFÁNSSON IÐ GENGUM samstiga eftir liol- óttri götunni, báðir með ákveðið markmið fyrir augum. Drengurinn stóð hjá húshorni og horfði á eftir okkur, rjóður og álku- legur drengur. Eg hafði veitt honum nána athygli, þegar við fórum fram hjá honum, eins og eg hefði aldrei séð hann fyrr. Ósköp hvað sumir drengir geta ver- ið skítugir. Jafnvel svo skítugir, að maður getur allt í einu farið að taka eftir því og furða sig á því, þótt maður hafi umgengizt þá daglega og oftsinnis skipað þeim með illu að þvo af sér „drulluna“. Og það var meira en að hann væri skítugur. Hann var eitthvað svo aum- ingjalegur þarna sem liann stóð og hengdi hausinn eins og sligaður gam- alklár. Eg vissi ekki hvert hann gat sótt þetta slyttulega, mannleysislega fas. Hefði þó máske mátt gerzt um það vita, með því að eg var faðir lians. En eg hafði ekki áttað mig á því fyrr, að liann væri svona. Ósjaldan hafði eg öfundað hann, þegar mér virtist liann bera áhyggju- leysið og þjáningarleysið utan á sér. Áreiðanlega miklu auðveldara að vera strákur en fullorðinn maður, held eg. Máske ekki kristilegt eða fallegt að öfunda strákinn sinn. En við skulum nú alveg sleppa því. En í kvöld öfundaði eg ekki þennan dreng. Einkennilegt, en í kvöld kom það skyndilega yfir mig eins og opin- berun, að þessi drengur væri alls ekki öfundsverður. Hún er ekki alltaf slæm við hann, hún Gréta, konan mín. En stundum gengur skapvonzka hennar fram úr öllu hófi. Hún verður illskeytt og fólsk. Eg ætti að þekkja hana eftir tólf ára sambúð. Það er auðvitað allt í landi, hvað mig áhrærir. Eg er nú einu sinni eg, ha, ha. . . . „Heldurðu við hljótum ekki að fá flöskuna á þrjátíu og fimm kall?“ spurði samferðamaður minn. Eg heyrði rödd hans eins og úr fjarska og svaraði á meðan eg hélt áfram að hugsa: „Jú, ætli það ekki.“ Já, eg hafði allt í einu farið að kenna í brjósti um drenginn. Hann hafði stolið poka með þurrkuðum ávöxtum frá konunni á efri hæðinni. Svo sem auðvitað, að það myndi komast upp.... „Við vorum helvítis asnar að taka ekki með okkur einn eða tvo pakka af kaffi til að blíðka þá,“ sagði félagi minn. Hann hélt sig við efnið. En markmið leiðarinnar hafði í bili horfið sýnum mínum, eða var geymt einhvers staðar í hugarfylgsnunum, því að eg svaraði honum aðeins áhuga- lausu jái og hélt áfram að hugsa. Eg mundi greinilega orðin, sem hún sagði við lrann: „Skammastu þín ekki, helvítis ódámurinn þinn, að ganga um og stela! Það ætlar svo sem að koma fram í þér sama ótugtareðlið og í föður þínum!“ Mér fannst það í meira lagi frunta- legt af henni að segja þetta. Hún var þó altént móðir hans. Það náði ekki nokkurri átt að tala svona við hann, andskotinn hafi jrað. Samt hafði eg ekki skammað hana. Fékk mig ekki til J>ess. Nei, eg er áreiðanlega allt of sanngjarn, eins og sést bezt á því að mér finnst stundum hún hafi ein- hverja afsökun, af Jrví að hún er drykkjumannskona. Kann að vera erf- itt hlutskipti, get eg viðurkennt með sjálfum mér, en eg gef skít í allar sið- ferðis- og afvötnunarprédikanir. Ein- hvern veginn hef eg aldrei öfundað hana, og það mætti nú skrifa mér það til tekna, ha, ha. ... „Það er nú bara, að kokkfjandinn sé ekki í landi,“ heyrði eg kunningja minn segja. Skrítið, að þetta sem hún sagði, skyldi fá svo mikið á drengskrattann, að hann gekk steinþegjandi burtu. Hann er þó oftast vanur að rífa kjaft við hana. Og það var eins og hann drægist áfram undir þungri byrði.... „Djöfullinn liafi það, sem nokkurt orð dregst úr þér,“ sagði félagi minn og var orðinn gramur. „Ef þú ætlar að verða eins og rekinn upp í eitthvert déskotans hrútshorn, þá — þá skal eg láta þig vita, að eg fæ mér heldur ein- hvern annan róna til að vera með.“ Þá vaknaði eg til raunveruleikans, þess raunveruleika, að þarna rétt fram undan okkur lá þýzki togarinn, þar sem við ætluðum að kaupa brennivín- ið. Og eg var með fimmtíu krónur í vasanum. „Ha, ha. Vertu kátur vinur, eg var bara að hugsa. Annars sé eg ekki betur en þetta sé allt í reglu. Eg er með fimmtíukall í vasanum, þú með fjöru- tíu. Mér er skítsama, hvort þeir vilja fá Jnrjátíu og fimm kall eða fjörutíu fyrir bokkuna, við eigum nóg fyrir tveimur í báðum tilfellum. Allt í þessu fína lagi.“ „Já, nú líkar mér við Jrig, þegar þú rígheldur ekki kjafti, eins og eg væri að leiða þig til slátrunar.“ „Ekki veit eg hvor okkar yrði mælsk- (Framhald á bls. 22). 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.