Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 4
Aðkeyptar vörur . . . kr. 119.9 millj. Innl. afurðir ..... — 63.5 — Eigin framleiðsla . . — 14.4 — Samtals kr. 197.8 millj. Árið 1949 keypti Sambandið vörur frá 21 landi en seldi vörur til 14 landa. Áherzla var lögð á að afgreiða vörur beint frá útlöndum til kaupfélaganna, eins og áður höfðu verið gefin fyrir- heit um. Voru þessar vörur því seldar með umboðslaunum en ekki frá heild- sölunni í Reykjavík. Munu kaupfélög- in hafa haft af þessu töluvert hagræði. Slíkar afgreiðslur námu um 47 millj. vonir um starf hennar í framtíðinni. Ullarþvottastöð Gefjunar hefði tekið til starfa á árinu, lokið liefði verið undirbúningi að stofnun vinnufata- gerðar, keyptar voru vélar til að prjóna dúka (prjónasilki) í kvenundir- föt, góð raun hafði orðið af starfrækslu fóðurblöndunarstöðvarinnar. Ullarverksmiðjan Gefjun fram- leiddi úr 176.655 kg af ull. Skinna- verksmiðjan Iðunn afullaði 20.670 gærur og sútaði samtals 35.508 skinn og húðir. Skódeildin framleiddi 41.428 pör af alls konar skórn, karla, kvenna og barna. Forstjóri gat þess, að skipaútgerð Sambandsins hefði vaxið. Arnarfell hefði komið til landsins í byrjun nóv- ember og komið 21 sinni á 17 íslenzkar hafnir. Skilaði skipið rúmlega 25 þús. króna tekjuafgangi þann stutta tíma, sem það var rekið á árinu. Hvassafell hafði 78 viðkomur á 33 íslenzkum höfnum. Gekk rekstur þess mjög vel. Skilaði það rúmlega 300 þús. króna tekjuafgangi áður en afskriftir voru færðar. Sambandið hafði samtals 27 leigu- skip til einnar eða fleiri ferða. Höfðu Jrau 69 viðkomur á 31 íslenzkri höfn. Vilhjálmur Þór gat þess í ræðu sinni, að illa horfði nú með kaup frystiskips Jress, sem Sambandið hafði samið um smíði á í Svíþjóð á sínum tíma með leyfi yfirvaldanna. Yfir- færsla fengist ekki til greiðslu skipsins, og hefði stjórn S.Í.S. því ákveðið að reyna að nota sér lánstraust Sambands- Fulltrúar Suntilendinga á aðalfundi S.Í.S. 1950. að afgreiðsla öll gæti gengið sem greið- legast. Það hefði þó verið ákveðið að láta staðar numið f þessu efni í bili vegna fyrirsjáanlegrar vörutregðu, hækkaðs reksturskostnaðar og aukinn- ar dýrtíðar. Forstjóri sagði, að sala innlendra af- urða hefði gengið vel og hefði meiri- hluti þeirra selzt á árinu. Heildarsala ársins á innlendum afurðum var 73.7 milljón krónur, en það er 13.6 millj. krónum minna en í fyrra. Stafar þessi lækkun m. a. af Jdví, að afskipun á gærum dróst fram á árið 1950. Freð- kjöt til sölumeðferðar hjá S.Í.S. var um 5 milljónum króna verðminna en árið áður, en freðfiskur 5.5 milljón krónum verðmeiri. Heildarvöruvelta Sambandsins árið 1949 var 197.8 milljón krónur. Árið áður hafði lnin hins vegar verið 195.0 milljón kr. Þessi heildarumsetning skiptist þannig á milli sölu aðkeyptra vara, innlendra afurða og eigin fram- leiðslu: króna árið 1949, og er það 20% meira en árið 1948. Þá gat hann þess og, að S.Í.S. hefði tekið aðeins helming af lögleyfðri heildsöluálagningu á vöru- sölu til Sambandsfélaganna. Forstjóri gat Jiess, að skrifstofur er- lendis hefði verið þær sömu og áður, og sömu menn veitt öllum, nema New York skrifstofunni, forstöðu. Leifur Bjarnason, sem verið hafði starfsmað- ur New York skrifstofu síðastliðin 9 ár, og veitt henni forstöðu síðustu 4 árin, hefði komið heim og tekið við framkvæmdastjórn véladeildar. í hans stað hefði Agnar Tryggvason, fyrrver- andi framkvæmdastjóri véladeildar, farið til Bandaríkjanna. Vilhjálmur Þór skýrði frá því, að iðnframleiðsla Sambandsins hefði aukizt um 1.7 millj. kr. miðað við árið áður, og mætti gera sér góðar Austfirzku fulltruarnir á aðalfundi S.Í.S. 1950.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.