Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 27
11 ii m 11111111111111 iii ■•iiiiiiim 111111111 ii iii n iiiiiiiiiiiiiniiii iii iiimiin mmiiiiiii 11111 • • i grisjuplástur og dauðhreinsuð baðmull. — Kamfórudropar, og við blóðnösum er gott að eiga blóð- stoppandi baðmull. Þá er sjálfsagt að eiga í skápnum góð skæri, flísa- töng og öryggisnælur. Með því að hafá þanngi lítið apótek í heimilinu og kunna að nota það, er hægt að komast hjá því að smá sár eða kaun verði að alvarlegum sjúkdómum og illkynj- uðum, sem oft geta orðið langvinn- ir og illir viðfangs, þegar ekkert hefur verið hirt um þau í byrjun. Um annatímann er ekki mikill tími til að leita læknis, þótt fing- urmein eða flöðusár plági ein- hvern í heimilinu, en sé heimilis- apótekið í góðu lagi, er hægt að gera við sár og halda Jreim hrein- um, þar til tírni er til að leita lækn- is. Stundum er meira að segja hægt að lækna þau til fulls heima og spara bæði sjálfum sér og læknin- um fyrirhöfn. í bæjum þar sem apótek eru, er auðvelt að ná til liinna ýmsu lyfja, en þó þykir margri bæjar- húsfreyjunni gott að hafa lyt' og umbúðir heima við. Nauðsynin er þó hvérgi nærri eins auðsæ og í hinum strjálu byggðum þar scm langt er að sækja til læknis eða í apótek. Einhverjum kann að finn- ast þetta óþarfa útgjöld, en minn- umst þess, að það getur orðið miklu dýrara að eiga ekkert heimilis-apó- tek, heldur en að eiga það. Stólar og borð í garðinum Garðstólar og borð geta varla talizt húsgögn, en það mætti kann- ske kalla þau „utanhúsgögn“? eða „garðgögn“? Sennilega er þó bezt, að nefna þessa hluti sitt í hvoru lagi, garðborð, garðstól o. s. frv. svo að komizt verði hjá að taka sér fyrrnefnd orðaskrípi í munn. Allir, sem hafa eitthvað land- rými umhverfis hús sín eða heim- ili, nota það m. a. til þess að njóta sólarinnar og góða veðursins, þeg- ar tækifæri gefast. £n það er ekki alltaf notalegt eða þægilegt að búa um sig á guðs grænni jörðinni. Þess vegna tóku hugvitssamir menn upp á því að gera sérstaka stóla, sem notaðir voru til þess að hafa úti og nota í garðinum. Síðar komu svo borð, bekkir og ótal teg- undir af stólum. Víða erlendis þar sem veðrátta er blíðari en við þekkjum, eru verzlanir og verk- smiðjur, sem framleiða og selja ein- vörðungu slíka hluti, og er fjöl- breytnin rnikil og úrvalið ótrú- lega margbreytilegt. Það er skylda okkar að nota hverja sólskinsstund, sem við kom- umst yfir og safna þannig fjörefna- forða til vetrarins. Þægilegur stóll í garðinum eða utan við dyrnar stuðlar að því að við gerurn slíkt. Þótt ekki sé nema stutt stund í sólinni er að því gagn, og það er notalegt að geta skroppið út fyrir dyrnar og sezt í góðan stól og notið veðurblíðunnar. Þurfi maður að bera stólinn með sér hverju sinni, verður minna úr slíkum setum en ella. Garðstólar eiga að vera ein- faldir og sterkir, og þarf að mála þá eða lakka vel. Það er ekki að- eins gert til fegurðarauka, heldur einnig og ekki síður vegna þess, að slíkt hlífir viðnum, liann þolir betur regn en ella og endist yfir- leitt betur. Hér birtist mynd af ágætum stólum og borði, sem allt er hin einfaldasta smíði. Bekkur inn eða „tveggja-manna-stóllinn“ er gerður úr tveim stólum, og er hægt að hafa slíka bekki eins stóra og hver vill. Þó er ekki heppilegt að setja marga stóla Jrannig saman, Jrví að þá verður þetta þung ,,mubla“ og fyrirferðamikil og ekki er víst, að allir í heimilinu vilji láta setja sig þannig ,,á sama bekk“. Þessir munir eru þannig gerðir, (Framhald d bls. 28) ■•1111111111(111 1111111111111111111111111111111111111111111111 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.