Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 29
Frá samvinnustarfinu erlendis Gjalddagi Samvinnuiinar | var | !• júH | I í Reykjavík eru áskriftar- \ í gjöldin innheimt með póst- i i kröfu. sem innleysist ekki i í seinna en 14 dögum eftir dag- i i setningu hennar. i Úti á landi annast kaup- | í félögin, hvert á sínu félags- i i svæði, innheimtuna. § — Skilvísi er dyggð. — Tímaritið Samvinnan. riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini 111111111111111 ii iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiMiiiiiiMiiT STOFNUN SAMBANDSINS (Framhald af bls. 18) vestri. Hús þetta varð að falla sumar- ið 1949. Fúi var kominn í viðina, svo ekki varð við bjargað. En grunnur þess stendur og getur staðið og J^olað tímans tönn. Hann er hlaðinn úr hörðu blágrýti, og af liverjum steini voru meitlaðir allir vankantar. Hver steinn hvílir á öðrum tveim og styðst við þá næstu til hliðar. Þó eg hafi ekki átt sæti á fundum sambandsins, nema tveim með 48 ára millibili, hef eg starfað all mikið fvr- ir samvinnuhreyfinguna og samband ið og fylgzt með allt þetta tímabii. Eg hef séð hina fyrstu kynslóð hverfa frá starfi, flesta dána, en hina elli- móða. Eg lief séð aðra kynslóðina þreytast og grána, og hina þriðju taka við, hvað af hverju hin síðustu ár. Mönnunum, sem á hverjum tíma vinna fyrir samvinnuna, fer líkt og húsinu, þar sem sambandið var stofn- að: þeir fúna og falla. En grundvöllur samvinnunnar stendur óhaggaður. Efni hans er hið harða blágrýti hins íslenzka þjóðern- is. Samvinnan meitlar vankantana af einstaklingunum, kennir þeim að byggja hver á öðrum og styðjast hver við annan. Við óskum þess öll, að samvinnan megi rísa æ hærra og byggja æ meir á þessum grunni, með- an nokkur Islendingur rís yfir moldu. Austurríki. Samvinnumenn berjast gegn viðskipta- fjötrum. Lögin um viðskiptafjötra, er kontu til framkvæmda í Austurríki árið 1933, banna að ný fyrirtæki eða útibú frá eldri fyrirtækj- um séu stofnsett nenta að leyfi fáist til þess frá ákveðnn verzlunarráði. Ráð þetta saman- stendur liins vegar nær eingöngu af andstæð- inguni samvinnuhreyfingarinnar, svo að flest allar bciðnir félaganna um leyfi til að stofna nýjar búðir hafa verið afgreiddar með stóru „Nei.“ Það undarlega í þessu santbandi er Jtó það, að samvinnufélögin verða að taka þátt í reksturskostnaði þessa ráðs. Þau eru með lögum skylduð til að vera meðlimir ráðsins og greiða gjöld sín til Jtess. Þannig greiða þau raunverulega fé til ]>ess að lialda uppi árásum á félögin. Lögin um verzlunarfjötra eru orðin úrelt fyrir löngu, og berjast austurrískir samvinnu- menn gegn Jjeim af miklum krafti. Fyrsti á- fanginn í baráttunni var sá, að frumvarp að nýjum verzlunarlögum var lagt fyrir þingið 15. desember 1949. Var því vísað til nefndar, svo að enn er óvíst um afgreiðslu þess. Ef frumvarpið verður samþykkt, munu verzlun- arfjötrarnir afnumdir. Japan. Framleiðslufélög brenda. Allt að 33.000 framleiðslufélög bænda, rekin á samvinnu- grundvelli, hafa verið stofnuð í Japan síðan samvinnulögin komu til framkvæmda Jrar í landi árið 1947. Félagsmannatala þessara fé- laga er nú um 5.9 milljón bændur, en það lætur nærri að flest allir japanskir bændur séu í félögunum. A dögum einræðisins hafði ríkisvaldið gengizt fyrir stofnun sameignarfélaga bænda. Akvað liið opinbera alla starfsemi „sameign- arfélaganna", setti bændum ákveðið verð fyrir framleiðsluvöruna, skyldaði alla til að vera meðlimi, leyfði bændum ekki að ltafa neinn íhlutunarrétt um stjórn félaganna. Hin nýjn samvinnufélög bænda í Japan eru aftur á móti rekin á hreinum samvinnu- grundvelli, og þar af leiðandi á lýðræðis- grundvelli. Bændurnir stjórna félögunum sjálfir á grundvelli lýðræðisins. Þeir ákveða sjálfir, hvað Jieir skuli framleiða og hversu mikið og setja verðið á framleiðsluvörur sín- ar sjálfir. Vestur-Þýzkaland. Samvinnusantband Vestur-Þýzklalands í Hamborg (ZDK) hefur fyrir nokkru birt reikninga sína fyrir árið 1949. Sýna þeir m. a. að vöruvelta Sambandsins hefur aukizt um 25.4%, félagsmannatalan innan félagánna í Sambandinu um 36.2%, kaupfélagatalan um 16.4% og búðafjöldinn um 7.4% miðað við árið áður. 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.