Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 6
formanns, forstjóra og framkyæmda- stjóra einstakra deilda, eftir að allar skýrslnrnar höfðn verið fluttar. í þeim umræðum tóku eftirtaldir menn til máls, og sumir oftar en einu sinni: Halldór Ásgrímsson, ísleifur Högna- son, Jónas Baldursson, Sigfús Sigur- Iijartarson, Skúli Guðmundsson, Ev- steinn Jónsson, Vilhjálmur Þór, Finn- ur Kristjánsson, Hjörtur Hjartar, Egill Thorarensen, Eiríkur Þorsteinsson. Reikningamir. Að umræðum loknum voru eftir- taldir ársreikningar Sambandsins tekn- ir til afgreiðslu: Efnahagsreikningur, rekstursreikningur, reikningur lífeyr- issjóðsins, reikningur minningarsjóðs Hallgríms Kristinssonar og annarra samvinnumanna. Allir reikningarnir voru með áritun endurskoðenda, og voru þeir samþ. í einu hljóði. Nýtt Sambandsfélag. Kaupfélag Ólafsfjarðar hafði óskað eftir upptöku í S.Í.S. Hafði félagið áður verið deild úr K.E.A., en starfaði nú sem sjálfstætt kaupfélag. Stjórn Sambandsins mælti með inn- tökubeiðni Kaupfélags Ólafsfjarðar, og var hún samþykkt í einu hljóði. Ráðstöfun tekjuafgangs. Stjórn Sambandsins bar fram tillögu þess efnis, að tekjuafgangi ársins skyldi varið á eftirfarandi hátt: í varasjóð............ kr. 377.119.89 f stofnsjóð félaganna . — 223.386.63 Samtals kr. 600.506.52 Tillaga stjórriarinnar var samþykkt samhljóða. Framtíðarmál. [ Vilhjálmur Þór, forstjóri, skýrði frá undirbúningi stofnunar fasteignalána- félags samvinnumanna. Erá þessu er skýrt í sérstakri grein annars staðar í blaðinu. lÖnnur mál. Önnur mál, sem rædd voru á aðal- fundinum, var ullarverðið og ullar- framleiðslan, verðlagsmál, skattamál, [ smásala S.Í.Si á iðnaðarvörum, gjafa- kaupasjóður og ávarp fundarins . til Sigurðar Kristinssonar, . formanns stjórnar S.Í.S., í tilefni af sjötugsaf- : mæli hans, 2. júlí 1950. Hófið í Tjarnarkaffi. Fulltrúarnir borðuðu í Tjarnarkaffi þá dagana, sem fundurinn stóð yfir. Á miðvikudagskvöldið, 21. júní, sátu fulltrúarnir kvöldverðarboð S.Í.S. í Tjarnarkaffi. Jörundur Brynjólfsson mælti þar fyrir minni Sigurðar Krist- inssonar og lýsti ávarpi því til hans, sem aðalfundurinn hafði samþykkt þá um daginn, eftir að Sigurður hafði gengið af fundi. í hófinu hélt Jón Sigurðsson, bóndi í Yztafelli, ræðu. Talaði liann um fyrsta fund Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga og menn þá, sem hann sátu, en fundur þessi var ein af bernskuminningum Jóns, sem var 13 ára gamall, þegar fundurinn var hald- inn á æskuheimili hans. Magnús Gíslason og kona hans, frú Britta Heldt-Gíslason skemmtu með söng og hljóðfæraleik. Auk þess var almennur söngur og ræðuhöld. Kosningar. Aðalfundi Sambandsins lauk laust fyrir hádegi fimmtudaginn 22. júní. Hófst fundurinn síðasta daginn kl. 9 um morguninn. Var jrá gengið til kosninga. Þeir Eysteinn Jónsson, ráðherra, og Björn Kristjánsson, Kópaskeri, áttu að ganga úr stjórninni, en voru báðir endurkjörnir til þriggja ára. Þá kaus fundurinn 8 menn í fulí- trúaráð Samvinnutrygginga og And- vöku. Eftirtaldir menn hlutu kosn- ingu: Björn Jónsson, Seltjarnarnesi, Karl Hjálmarsson, Hvammstanga, Óskar Sæmundsson, Garðsauka, Kristján Jónsson frá Garðsstöðnm, Jón S. Baldurs, Blönduósi, Óskar Jónson, Vík, Halldór Ásgrímsson, Vopnafirði, Eiríkur Þorsteinsson, Þingeyri. Ólafur Jóhannesson, prófessor, var endurkjörinn endurskdðandi S.Í.S., og Guðbrandur Magnússon, forstjóri, endurskoðandi. í fundarlok kvaddi Sigurður Krist- insson sér hljóðs og þakkaði fundar- mönnum þann hlýhug og jtá vinsemd, sem fram hefði komið í sinn garð, í sambandi við ávarp það, sem fundur- inn hefði samþykkt að senda sér í til- efni af sjötungsafmælinu. Óskaði hann mönnum að lokum gæfu og gengis og góðrar heimferðar. Björn Hallsson að Rangá jrakkaði fundarstjóra, Jörundi Brynjólfssyni, góða og röggsamlega fundarstjórn. Fundi var slitið kl. 11.15. Á fimmtudagskvöldið fóru fundar- menn í boði S.Í.S. í Þjétðleikhúsið og sáu Nýársnóttina. Kviildið eftir fóru svo þeir þeirra, sem aðstöðu höfðu til, til Þingvalla og voru jrar viðstaddir Jónsmessuhátíð þá, sem S.Í.S. efndi til fyrir fulltrúa Nordisk Andelsfor- bund. Bók um ísland. Brezka blaðið Economist getur þess, að Allen & Unwin bókaútgáfan í Bretlandi hafi nýlega gefið út bók um ísland. Heitir bókin „Iceland, Yesterday and Today,“ og er eftir Horace Leaf. Hún er 205 bls. og kostar 15 shillinga. Blaðið er ekkert sérstaklega hrifið af bók- inni og telur stærstu galla hennar vera þá, að höfundur lýsi landinu og þjóðinni án þess að reyna að skýra ástæðurnar fyrir ýmsu af því, sem hann talar um. Þá þykir því það og galli á bókinni, að ekki skuli getið um vandamál verðbólgunnar í landinu og ekki heldur um elnalega þýðingu síldarútvegsins lyrir landsmenn. Enn einn galli, sem blaðið getur um, er sá, að ekki er talað um hina miklu Jjýðingu, sem lega landsins mundi liafa í nútímahernaði. Höfundur bókarinnar var hér á ferð sum- arið 1946 og fór jiá víðast livar um landið. Er bókin byggð á ])ví sem hann heyrði og sá á þessu ferðalagi sínu, en eintiig er ýmsum þáttum úr sögu landsins fléttað inn í frá- sögnina. Stórir menn en smáir. Ýmsir sérfræðingar liala sannað það, að flestir miklir menn hafa verið smávaxnir. Þessu til staðfestingar hafa jjeir m. a. bent á Voltaire, Galileo, Alexander mikla, Pascal, Plato, Leibnitz, Montaigne, Victor Hugo, Thiers, Horace, Aristoteles, Napoleon, Moore, Caesar, Foch, Edison, Balzac, Shake-. speare og Milton. En þeir liafa líka orðið að viðurkenna margar undantekningar: Mira- beau, Goethe, Scott, Pasteur, Lamartine, Flaubert og Beethoven voru allir stórir menn. 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.