Samvinnan - 01.07.1950, Blaðsíða 31
tók Gjert sig til og fór að leggja á borð. Hann fann það
ljóslega á sér, að einhver hættulegur ofsi bjó Sölva í skapi,
þótt kyrrt væri á yfirborðinu, og reyndi því að ganga
eins hljóðlega um beina og honum var framast unnt. En
einmitt þess vegna fórst honum matarlystin fremur ó-
liönduglega, svo að hærra glamraði í diskunum og öðrum
borðbúnaði en ella mundi. Hávaðinn af þessu og hræðsl-
an, sem Sölvi varð var í fari sonar síns, orkaði svo á taug-
ar lians að hann gat ekki stillt sig lengur, en spratt skyndi-
lega upp úr sæti sínu og kallaði með þrumuraust:
„Spyrð þú ekki eftir móður þinni, drengur?"
Gjert mundi undir venjulegum kringumstæðum liafa
glúpnað við svo hranalegt og óvænt ávarp, en nú var
hræðslan út af móður lians honum ríkust, svo áð liann
svaraði hiklaust eins og honum bjó helzt í brjósti:
„Jú, pabbi. Eg hef alltaf verið að því kominn að spyrja
þig hvernig mömmu líður. Kemur hún ekki bráðum? —
Vesalings mamma!" hrópaði hann snögglega upp yfir sig
og brast í grát, byrgði kollinn í olbogabót sinni á borð-
röndinni og hristist af ekka.
„Mamma kemur aftur, þegar frænka í Arnardal er orðin
frísk aftur,“ sagði hafnsögumaðurinn í huggunarrómi og
mildilega. — En skyndilega blossaði hann upp aftur: —
„Þú hefur yfir engu að væla, Gjert! — Þú getur farið til
hennar, þegar þú vilt. Strax í fyrramálið, ef þér sýnist. —
En farðu nú inn í svefnherbergið og legðu þig í rúmið
okkar.“
Drengurinn hlýddi orðalaust, en faðir hans gekk lengi
fram og aftur um gólfið í stofunni og var í mikilli geðs-
hræringu.
„Þessu hefur hún komið til leiðar hjá drengnum,“ taut-
aði hann — „hún veit, hvað hún syngur og hvað það var,
sem hún hótaði mér!“
Hann settist aftur á sængurstokkinn á lausarúminu,
sneri saman lófum með spenntum greipum og einblíndi
ofan á gólfið. Skapofsinn hamaðist í hugskoti lians. —
„En hún skal ekki beygja mig, — ekki neyða mig til
eins eða annars!“ Kertið var að því komið að brenna í
stjakanum, svo að hann kveikti á nýju og setti það í
snúðinn. Það var komið framyfir miðnætti. Hann stóð
kyrr um stund með stjakann í höndunum, en gekk svo
inn í svefnherbergið og lét flöktandi birtuna falla á Gjert,
þar sent liann lá sofandi í holu móður sinnar. Andlit
drengsins bar þess órækan vott, að hann liafði grátið sig
í svefn. Hafnsögumaðurinn stóð lengi við rúmstokk drengs-
ins. Varir hans skulfu og andlit lians var næstum því ösku-
grátt af geðshræringu. Það lá við borð, að sársaukinn
bugaði hann. Svo gekk liann aftur fram í fremra herbergið
og settist Jrar í sönru stellingum og áður.
Þegar Gjert fór á fætur um morguninn, kom hann að
föður sínum, þar sem hann lá alklaéddur á lausarúminu í
stofunni og svaf. Drengurinn fann það á sér, að hann
mundi vera nýsofnaður, en liefði annars legið andvaka alla
nóttina. Drengurinn fékk sting á hjartarstað og kenndi
innilega í brjósti um föður sinn. Hann vaknaði skömmu
síðar og leit á drenginn, sem stóð þarna og horfði á hann.
Fyrst í stað var sem hann áttaði sig ekki fullkomlega, en
síðan sagði hann blíðlega:
„Eg lofaði þér því í gær, drengur minn, að þú skyldir
fá að fara inn í Arnardal til móður þinnar. Hana langar
sjálfsagt til að sjá þig.“
„Ef mamma er ekki veik, vil eg helzt vera kyrr hérna
hjá þér, pabbi, — þangað til þú ferð sjálfur að finna
hana. Hinrik litli er Joar hjá henni, og þá er víst bezt,
að ég sé hér hjá þér.“
„Jæja, drengur minn, — svo að Jrað vilt þú lielzt." Faðir
lians sagði Jretta í lágum rómi og horfði hugsandi á dreng-
inn um stund. En allt í einu var sem liann tæki óhaggan-
lega ákvörðun, og hann bætti við í Jreim tón, sem ekki
Jrolir nokkur andmæli:
„En nú vil eg, að þú farir þangað, Gjert!“ — Mamma
bjó sig ekki út til neinnar langdvalar, Jregar hún fór Jsang-
að og tók því lítið með sér. Þú ættir að finna sparikjól-
inn hennar og annað það, sem þú veizt að hún muni
Jrurfa. — Það getur liðið langur tími, Jrangað til------
þangað til frænku liennar batnar.“
Meðan Gjert fann þessa liluti og kom Jieim fyrir i
ferðatösku sinni, var faðir hans á ferli niður í vörinni,
setti litlu skektuna fram og lagði sjálfur árarnar á pollana.
Þegar drengurinn sneri af stað til lands, klappaði hann
honum á kinnina og sagði dálítið beisklega:
„Berðu móður Jiinni kveðju mína og segðu henni, að
ég komi á miðvikudaginn, eins og um var talað. — Farðu
nú varlega, drengur minn. Það er með vilja, að ég hef
ekki sett neinn seglbúnað í bátinn.“
Hann stóð lengi á ströndinni og horfði á eftir syni sín-
um, sem reri í áttina til lands. Síðan gekk hann upp á
sjónarhólinn, Jiar sem hann skálmaði fram og aftur langa
liríð, með hendur á baki, eins og hann var vanur. Síðan
gekk hann Iieim, J:>ar sem hann gat hugsað með meiri
ró en áður urn það, sem gerzt hafði. Hann áttaði sig þó
enn engan veginn til fulls á breytingu þeirri, sem orðið
hafði á Elísabet. Honum var ljóst, að senna sú, er þau
höfðu átt saman, áður en hann fór síðast að heiman, gat
ekki ráðið neinum úrslitum í þessu efni. Slíkt hafði komið
svo oft fyrir áður, án þess að til nokkurra breytinga hefði
dregið á milli þeirra af þeim sökum, Jiegar frá leið. Nei,
eitthvað nýtt, sem hann þekkti ekki enn, hlaut að liafa
gerzt, og líklega eftir að hún hafði komið til bæjarins.
Það rifjaðist upp fyrir honum í Jressu sambandi, að Elísa-
bet hafði minnzt eitthvað á það, að frú Beck myndi ekki
vera gæfusöm í hjónabandi sínu. Já, Jrað var augljóst, að
hún liafði þá átt tal við frú Beck. Hin forna vinkona
hennar lilaut að hafa haft þessi álirif á hana!
„Víst á ég því heimili margt upp að unna!“ tautaði
liann háðslega og reiður. — „Það er eins og allt, sem á
móti blæs í mínu lífi, eigi þangað rætur að rekja!“
„Þetta liefur henni þó verið í huga öll þessi ár, þótt
hún hafi ekki látið það opinskátt fyrr en nú, en Jragað og
þótzt lúta í lægra haldi. En þarna inni í bænum hefur
hún talið sig vissa að ganga með sigur af hólmi í viður-
eigninni við hafnsögumanninn illræmda, þegar hún hefði
þau öll með sér, frænku sína, Beckfólkið og alla aðra!
En eftir á að hyggja: — Hvernig hafði samskiptum
Elísabetar og Beckfjölskyldunnnar verið háttað forðum
daga? Hann hafði aldrei talið sig hafa kornizt fullkomlega
til botns í þessari ráðgátu. — Hún krafðist þess aðeins, að
(Framhald.)
31