Samvinnan - 01.07.1950, Qupperneq 7
Samþykktir aðalfundar S.I.S. 1950
Stofnun fasteignalánafélags, afnám verzlunarhafta, breyting útsvarslaga, ávarp til
Sigurðar Kristinssonar, hcekkun ullarverðsins
í AÐALFUNDI S. í. S. komu fram
margar tillögur, og urðu miklar
umræður um þær. Margar merkilegar
samþykktir voru gerðar ög verður hér
greint frá hinum h'elztu þeirra:
FASTEIGNALÁN AFÉLAG.
Vilhjálmur Þór, forstjóri, kvaddi sér
hljóðs undir dagskrárliðnum „fram-
tíðarmál" og skýrði frá því, að sam-
bandsstjórn hefði að undanförnu at-
hugað möguleikana á því að koma á
stofn fasteignalánafélagi samvinnu-
manna. Væri þetta hugsað þannig, að
S. í. S., Samvinnutryggingar og líf-
tryggingarfélagið Andvaka stofnuðu
fasteignalánafélag sameiginlega. Þessu
félagi yrði ætlað það hlutverk að lána
einstaklingum, sem kaupa íbúðir eða
byggja, ákveðna fjárupphæð afborg-
unarlaust t. d. í 20 ár. Skilyrði fyrir
lánveitingunni yrði það, að viðkom-
andi kaupi sér líftryggingu í And-
vöku. Lántakandi greiði aðeins vexti
af láninu, engar afborganir, og standi
í skilurn með iðgjöld sín til Andvöku.
Að lánstímanum og tryggingartíma-
bilinu ioknu greiði líftryggingafélag-
ið Andvaka fasteignalánafélaginu líf-
trygginguna út, og á þá hinn tryggði
hús sitt skuldlaust. Falli hinn tryggði
frá á tímabilinu, fellur líftryggingin
til útborgunar til fasteignalánafélags-
ins og erfingjar hins tryggða eignast
húsið eða íbúðina skuldlaust.
Um þetta merka mál var eftirfar-
andi samþykkt gerð á aðalfundi S. í.
S. (Hún var síðar gerð á aðalfundum
Samvinnutrygginga og Andvöku með
tilheyrandi breytingum):
yLðalfundur Sambands islenzkra
samvinnufclaga samþykkir, að S. I.
S. gerizt, ásamt Samvinnutrygging-
um og liftryggingarfélaginu And-
vöku g/t, aðili að stofnun, sem láni
peninga til bygginga eða kaupa á
huseignum gegn tryggingu i eign-
unum og þeim skilmálum öðrum,
sem stjórn stofnunarmnar ákveður
á hverjum timq. Aðalfundurinn fel-
ur stjórn Sambands islenzkra sam-
vinnufélaga að setja stofnuninni
samþykktir og:. kjósa stjórn henn-
ar.“
AFNÁM VERZLUNARHAFTA:—
Töluverðar umræður urðu um
skömmtunarmál, viðskiptahömlur og
verðlagsmál. Komu fram nokkrar
tillögur um þessi efni, en samkomu-
lag varð um eina tillögu, sem greip
inn á efni flestra tillagnanna, sem
fram komu. Tillaga þessi, sem sam-
þykkt var samhljóða, var á þessa leið:
,yundurinn felur stjórn S. í. S.
að taka til rœkilegrar athugunar,
hið allra fyrsta, hvort eigi muni
framkvœmanlegt og heppilegt. að
þegar á þessu ári verði aflétt þeim
hömlum, sem nú eru á viðskipta-
frelsi landsmanna, og komist sam-
bandsstjórn að þeirri niðurstöðu,
að svo sé, felur fundurinn stjórn-
inni að gjöra kröfur til Alþingis og
rikisstjórnarinnar um afnám við-
skiptahaftanna og opinberra af-
skipta af verðlagsmálum.“
Við umræðurnar um þessi mál var
m. a. bent á, að með stofnun greiðslu-
jöfnunarráðs Evrópu mundu e. t. v.
skapast skilyrði fyrir því, að ríkisfarg-
aninu yrði með öllu létt af verzlun-
inni. Væri þetta mikið hagsmunamál,
sem vinna bæri að. í þessu sambandi
sagði Vilhjálmur Þór, t. d.:
„Það er heppilegast, að hér verði
frjáls verzlun og engin verzlunar-
höft. Að því ber að keppa. í frjálsri
samkeppni við kaupmenn geta
samvinnufélögin bezt sýnt yfir-
burði sina.“
SKATTAMÁLIN.
Töluverðar umræður urðu um
skattafnál á aðalfundinum. Kom þar
greinilega fram, að hin svokölluðu
skattfríðindi kaupfélaganna eru lít-
ið annað en pappírsgagn. Voru menn
yfirleitt sammála um, að mjög erfitt
reyndist nú að koma fyrir sig sjóðum,
varasjóðum og framkvæmdasjóðum,
vegna þess að skattaákvæðin væru svp
þung, að lítið verður eftir til þess að
leggja í óskipta sjóði.
Þá var og bent á, að sí og æ hömr-
uðu andstæðingarnir á skattfríðind-
um samvlinnufélaganna. Sannleikur-
inn væri sá, að þessi skattfríðindi
væru lítið annað en áróðursefnið
gegn samvinnufélögunum.
í þessu máli lagði Vilhjálmur Þór
frarn svohljóðandi tíllögu, sém sam-
þykkt var samhljóða, með viðauka:
„Aðalfundur telur brýna nauð-
syn til, að skatta- og útsvarslögun-
um verði breytt verulega, sérstak-
lega með tilliti til möguleika á
myndun óskiptiiegra trygginga-
sjóða. Felur fundurinn stjórn S. í.
S. að láta fara fram gagngera athug-
un á núverandi skattalögum og
gera tillögur um æskilegar breyt-
ingar á þeim.“
Og viðaukinn hljóðaði svo:
„Enda verði tillögurnar lagðar
fyrir fulltrúafund S. í. S.“ . . .
ÁVARP TIL SIGURÐAR
KRISTINSSONAR.
Aðalfundur S. í. S. samþykkti að
hylla Sigurð Kristinsson, formann
S. í. S., í tilefni af sjötugsafmæli hans
2. júlí 1950, með því að senda hon-
um eftirfarandi ávarp fundarins,
skrautritað, með undirskrift allra
fulltrúanna:
„Aðalfundur Sambands islenzkra
samvinnufélaga, haldinn i Reykja-
vik dagana 20.—22. júni 1950, óskar
samhuga að votta þér — Sigurður
Kristinsson, forstjóri —, á sjötugs-
afmæli þinu 2. júlí, alúðarfyllstu
þakkir fyrir hið mikla og dygga
starf, er þú hefur afrekað i þágu
samvinnustefnunnar á Islandi.
Sérstaklega vill fundurinn minn-
(Framhald á bls.,25)
7