Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 9
Aöur en hann fór heitn, hafði hann kysst hana. Klaufalega að visu, en koss var það þó. hann hitti hana fyrst. Hún hafði mikinn og dökkan hárlubba, sem náði niður á herðarnar, augun voru dökkbrún og það logaði bál í þeim. í fyrsta sinn, er hann hitti hana, hafði hann fengið undarlegan sting í brjóstið. Vitaskuld hafði hann áður kynnzt ungum stúlkum, en þó var þessi kunningsskapur alveg ný lífsreynsla. Eftir síðasta dansinn á danspallinum, hafði hann fylgt henni heim. Hún átti auð- vitað hjól eins og hann. Það mátti því með sanni segja, að það var heppni að hann skyldi hafa komizt yfir „Morgunstjöm- una“, því að annars hefði hann ekki haft nein tök á því að fylgja henni heim. Katrín var bóndadóttir. Hann fór með henni inn í bæ, og upp á loftið fyrir ofan eldhúsið, og áður en hann sneri þaðan aftur, hafði hann kysst hana. Að vísu að- eins einu smni, og hálf-klaufalega, en koss var það nú samt. Og næst, er tækifæri gafst, gerði hann það almennilega. Honum leizt vel á Katrínu á vissan hátt, og hann gat ekki látið vera að hugsa um hana á daginn, þegar hann var að rista torf. Þá varð hann aftur var við sviðann í brjóstinu, en hon- um fylgdi jafnan einhver ólýsanleg gleði. Það var tuttugu kílómetra leið heim til hennar, en hann taldi það ekki eftir sér að hjóla þennan spotta þrisvar í viku til þess að finna hana. Hvert miðvikudags-, laug- ardags- og sunnudagskvöld, hittust þau. Það var sannarleg heppni, að hann hafði ráð á hjólinu. Hvernig hefði hann annars átt að hitta hana svona oft? Já, það hefði margt farið öðruvísi, ef hann hefði ekki haft hjólið góða.... Katrín og hjólhesturinn — það var ekki lítil guðsgjöf til handa átján ára unglingi á einu sumri. Miðvikudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld.... En á laugardagskvöld skeði sá sorglegi atburður, sem lengi skildi eftir spor í huga hans. Valdimar hafði heyrt, að ungur maður í þorpinu nálægt bæ Katrínar, gengi með grasið í skónum á eftir henni. Hann hafði líka skilið það, að hann var litinn hálf- gerðu homauga þegar hann kom hjólandi á Morgunstjömunni sinni. Hann hafði heyrt heitingum fleygt, en hafði kært sig kollóttan. Þeir máttu svo sem reyna að slá hann niður, ef þeir hefðu kjark til. Hverju máli skipti það, hvort hann var lífs eða liðinn, ef Katrín var ævinlega glöð? Raunar var málið ekki svona alvarlegt. En þegar hann kom frá Katrínu þetta laugardagskvöld og hljóp léttilega á bak reiðskjótanum, gerði hann hörmulega uppgötvun: Hjólin voru loftlaus og felgj- urnar námu við harðan veginn. Hann fór af baki og sá, að búið var að skera gúmmí- ið sundur á mörgum stöðum. Þetta hafði þeim tekizt að gera honum til miska. En við þessu var ekkert að gera, eins og á stóð, en hjólið bar hann ekki heim þetta kvöld. Hann varð að ganga alla leiðina og leiða hjólið. Það voru langir og þreytandi kílómetrar. En samt var honum undar- lega létt fyrir brjóstinu. Þetta hafði hann þá orðið að þola vegna Katrínar, og víst var það gaman, þrátt fyrir allt. Það var ekki hægt að gera við skemmd- irnar. Valdimar varð að panta nýjar slöng- ur og ný dekk. Fjórtán dagar liðu áður en hann gat bmgðið sér á bak á Morgun- stjörnunni á ný. Og þá sneri hann stýris- gafflinum í átt til bæjarins hennar Katrín- ar. Hún og aðeins hún átti hug hans allan. Brátt bar hjólið hann að gerðinu, sem var umhverfis bæinn. Hann gekk heim og barði ósköp varlega á gluggann í herbergi hennar, eins og hann hafði svo oft gert áður. En hún kom ekki út, eins og hún var vön að gera. Og brátt skildi hann, hvað tafði hana. Upp við húshornið stóð hjól. Þar hafði hann verið vanur að geyma sitt hjól. En nú stóð þar karlmannshjól, sem einhver annar átti. Þá var ekki um annað að ræða, en snúa við og halda heim. En hann syrgði lengi stúlkima með dökkbrúnu augirn, sem brunnu af innri eldi. ¥jAÐ HAFÐI VERIÐ votviðrasamt þetta sumar og haust. Torfið komst ekki í hús, því að það þornaði aldrei. Gamla torfið beið, og á meðan var ekki hægt að rista meira. Einn morguninn sagði torfeig- andinn, að hann hefði ekki meira að starfa fyrir hann á þessu hausti. Þeir gætu rætt saman aftur er voraði. Þá mætti at- huga málið. Valdimar var at- vinnulaus allan sept- ember og október leið líka án þess að hann hefði nokkuð fyrir stafni. Að vísu hafði hann einu og öðru að sinna heima við, en kontantarnir komu ekki þaðan. Han neignaðist enga aura lengur og hann V \ sá engin úrræði að borga af hjólhestinum. Orvæntingin bjó um sig í brjóstinu, en hann sagði ekkert við móður sína. Sá dag- ur mundi koma, að hún fengi að vita sannleikann, og hann mundi koma nógu snemma. Svo kom nóvember, og nú skuldaði hann þriggja mánaða afborgun. Kvöld nokkurt kom sölumaðurinn, sem hafði selt honum hjólið, heim á hjáleiguna. Hann brosti, en þó ekki eins vingjarnlega og fyrrum, þeg- ar kaupin voru gerð. Jæja, sagði hann — alvarlegur, já næstum strangur, á svip, — þrjátíu króna afborgun var fallin í gjald- daga. Gat Valdimar innt hana af hendi nú í kvöld? Ef ekki — ja — varan var eign seljandans en ekki kaupandans, þangað til hún var að fullu greidd. Samkvæmt samningnum átti fyrirtækið því hjólhest- inn. Það var óumdeilanlegt. Samningnum? Leigusamningnum — jú það var rétt. Valdimar mundi vel, hvað þar hafði verið skrifað, enda þótt hann hefði reynt að gleyma því í seinni tíð. Samningur var samningur, og þessi var undirskrifaður og löglegur, og við þessu var ekkert að gera. —En eg er þó búinn að borga fjörutíu krónur upp í hjólið, sagði Valdimar, svona til þess að segja eitthvað. En hafði hann ekki fengið að nota hjólið í allt sumar? Fjörutíu krónur voru ekki mikil upphæð fyrir slíka þjónustu. Líklega hefur hjólið eitthvað látið á sjá eftir alla þessa notkun? —Já, en eg er rétt búinn að kaupa dekk og slöngur fyrir 25 krónur, hugsaði Valdi- mar. En hann sagði ekki orð. Svo tók maðurinn hjólhestinn, sem bar nafn Morgunstjömunnar, og hélt á brott frá hjáleigunni. Valdimar stóð á hlaðinu og horfði á eftir honum, þangað til hann hvarf í bugðunni, í milli trjánna uppi á hæðinni. Þetta voru fyrstu stóru verzlunarvið- skiptin hans í þessum heimi. Þau höfðu ekki farið eins vel úr hendi og hann hafði í fyrstu ætlað, en hann ákvað að iðrast einskis allt um það. Sumarið hafði líka verið nokkurs virði. (Lausl. þýtt). 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.