Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 8
 Hún hafði gengið úl i fjúsið til'að mjalla ¦¦ kt'tna, eri suhiniaðurinn hafði elt hana. sákaði að festa sér vel í minni alla skil- nxálana. Harin tók eftir því, að efst á blað- inu stóð: „Leigusamningur", og á nokkr- um öðrum.stöðum var tekið fram, að fyr- íftækið. „leigði" honum hjólhestinn. Hann hafði verið ragur við að spyrja nánar um þétta atrlði, vegna þess að hann hélt að það mun,di aðeins opinbera fáfræði hans. En þó fannst honum endilega að þarna ætti að standa að hjólhesturinh væri „seldur'í,, En nú hleypti hann kjarki í sig og spurði, hvort þetta væri ekki rangt orð- að í sarhningnum. En sölumaðurinn brosti bara vingj'arnlega pg útskýrði, að svona ætti þétta að vera, af því að hér væri um áfborguriarskilmála að ræða: Yaran yæri ekki eign kaupandans, fyrr en hún væri að fullu greidd. Þangað til væri kallað að hún væri eign seljanda. En þetta væri að- eins formsatriði, sem engu máli skipti því auðvitað mundi Valdimar greiða afborg- anirnar.á tilsettum tíma og í samræmi við áamninginn. Og þegar síðasta afborgúnin væri innt af hendi, ætti hann hjólhestinn, Qg engirui annar. Þetta er allt eins og það á að vera, sagði sölumaðurinn. Og Valdimar tók skýringuna fyrir góða og gilda vöru, og var hálf leiður yfir því, að hann skyldi ekki hafa verið betur að. sér í lögmálum verzlunar og viðskipta. En þetta voru nú samt stærstu kaupin, sem hann hafði nokkru sinni gert. . .. , ..... VIKU. SÍÐAR. gat Valdimar sótt hjól- hestinn á járnbráutarstöðina. Þar beið hans stór pakki, syo vandlega frágenginn, að hann.var góða stund aS rífa pappírinn og leysa' böridin, en þá stóð líka gripurinn í'allri sirini.dýrð fyrir framan hann. Brett- iri voru ljosrauð, með silfruðum rákum. Bjallan á. stýrinu sendi fra sér hvellan hljóm. Pedalarnir glitruðu í sólinni. Fram- an á gáfflinum var plata og á hana grafið með fallegum stöfum: „Morgunstjarnan". Þetta vár, fallegur hjólhestur.. Morgun- stjörnu-nafnið fór honum vel. Valdimar íeiddi gripinn með mestu var- úð heim £ hjáleiguna. Hann hafði enn ekki lært þálist, að sitja hann eftir kúnst- arinnar reglum. Fyrst leiddi hann hestinn inn í eldiviðarskúrinn, en eftir dáhtla lirii- hugsun flutti han'n gripinn inir í forstof- una. Það var vel hugsaniegt, að einhver gripi hann í óleyfi úti í eldiviðarskúrnum. Móðirin leit yfir hann og virtist ánægð. Lakast var að hún var sjálí orðin of göm- ul til þess að sitja hann. Ef hún hefði lagt það í vana sinn að ganga með hatt~hefði hún líka getað riðið hjólhesti. En eins og allt var í pottinn búið, var það ekki hægt. Hún var bara gömul kona með klút um höfuðið og slíkar konur sátu aldrei á hjól- hesti. Það var ekki hægt að hugsa séf slíka konu koma hjólandi til kirkju. Allir mundu hlæja að henni. En þetta var samt leiðinlegt, því að fæturnir voru- teknir að láta sig og hún hafði því ekki ástæður til koma til kirkju eins oft og hana langaði til. Hvernig sem á málið var litið, var það leitt, að hún skyldi aldrei eiga eftir að setjast upp á hið nýja farartæki. Nokkrum kvöldum síðav leiddi Valdi- mar hjólhestinn út á slétta grund við skógarröndina og þar Jærði hann að hjóla. Þettií varð hann. að gera í rökkrinu. Listin var aiiðlærð. Aðalatriðið var að gleyma ekki að stíga hjólið meðan maður hafði hugann þó meira við að stýra, og svo að gleyma ekki að stýra, er maður hafði hug- ann mest við að stíga. En eftir að nokkur kvöld voru liðin, var hann, herra hjól- hestsins, og bylturnar höfðu aldrei orðið nema fáar. Þegar næsta sunnudag áræddi Valdimar að sýna sig á þjóðveginum á meðal jafn- aldranna. Hann hafði ekki sagt neitt um kaupin áður, því að það mundi aðeins hafa dregið úr undruninni hjá félögum hans. Nú vænti hann þess að nýja hjólið vekti almenna athygli. En eftir fyrstu undrun- arorðin leit ekki út fyrir að drengjunum fyndist það neitt sérstakt eða frekar um- talsvert. Þeir voru flestir gsmlir og reynd- ir í hjólhesta-„bransanum" og ekki leið á löngu áður en þeir fóru að láta faglegar athugasemdir berast Valdimar til eyrna. Þeir litu náttúrlega á merkið. Jú„ Morg- unstjarnan" var svo sem þokkalegur hjól- hestur, en þó var „Fálkinn" betri, svo að maður talaði nú ekki um „Norðurljósið". Morgunstjarnan hafði að vísu „new de- parture" frflijól, og það var auðvitað kost- ur, en annars var rapid-gerðin af fríhjóli talin betri. Það var bezta gerðin, enda áttu allir drengirnir nú orðið slíkan fyrirmynd- ar útbúnað. Nú, og svo voru það „dekkin". Dunlop — jæja, það var nú svo og svo. Þau voru þykk og sterk, það Varð ekki af þeim skafið, en það hafði sýnt sig, að þau áttu það til að rifna upp við felgjuna. Og þarna var meira að segja komin sprunga, ávenjulegum stað! Maður þurfti alltaf að vera aðgætinn, hvaða „dekk" fylgdu hjól- unum. Annars mundi „Morgunstjarnan" auðvitað duga eitt eða tvö sumur... . Valdimar varð dálítið órótt í brjóstinu, að félagar hans skyldu þekkja svo marga galla á Morgunstjörnunni hans. Hann ákvað að fara alveg sérstaklega vel og var- lega með hjólið. Hann hjólaði yfirleitt hæg^t og várlega. og gætti þess vandlega, að fægja þáð og pússa í hvert'sinn, er hann hafði notað það. Raunar var þetta sjálfsagt, því að hann var hér með grip í milli hand- anna, sem hann átti ekki enn sem komioj var. Enn hafði hann aðeins greitt fyrstu afborgunina. Hann skoðaði hjólbarðana með athygli og nokkrum kvíða, því að hann bjóst við að finna stórar rifur. Eng- inn gæti hafa farið betur með eigin grip en Valdimar fór með hjólhestinn. Það var í sumarbyrjun, sem hjólhestur- inn kom í hjáleiguna, og nú fóru dýrlegir mánuðir í hönd. Hann ferðaðist til sumar- fagnaða á fjarlægum stöðum, nærri þvf um hverja helgi. Móðir hans fann sig knúða til þess að nefna það við hann, að hann væri á góðum vegi með að verða hálfgerður spjátrungur. Hann væri hætt- ur að hugsa um nokkuð annað en skemmta sér. Til kirkju hefði hann aðeins farið einu sinni síðan hann fékk hjólhestinn. Líklega' hefði hún átt að hugsa sig betur um, áður en hún skrifaði undir samninginn góða um kaupin. En í augum Valdimars var veröldin nú helmingi stærri og dásamlegri en fyrr og, hann iðraðist einskis. Hann komst í kunn- ingsskap við stúlkur, upplifði hið stóra gevintýri átján ára manns. Fimmtíu kíló- metrar voru ekki mikil vegalengd á hjóli. Það leið ekki á löngu þangað til hann gat farið 10 kílómetra á 25 mínútum, ef veg- urinn var góður. Veröldin var í sannleika, miklu stærri en áður fyrir hann. Það var sumar og hjól Morgunstjörn- unnar komust í snertingu við þjóðveginn. Nú var af sú tíð, er hanri horf ði löngunar- augum á eftir félögum sínum, er þeir hurfu í fjarskann. Hann geystist áfram, og jakkinn hans flaksaðist í golunni. Valdi- mar var herra á sínum eigin hjólhesti. En á mánudagsmorgna byrjaði hversdagsleik- inn í torfristunni. Valdimar risti torf og það var erfið vinna. Torfið var seigt og illt viðfangs og rótartægjur og sprotar héldu því rígföstu við jörðina, og þungt var að fleygja gegnvotum torfunum til hliðar. Til torfristu dugðu engir nema hinir hraust-r ustu menn. Valdimar var stór og sterkleg- ur, en hann var óharðnaður og óundir- búinn svo miklu erfiði. Eftir dagsverkið rölti hann jafnan heim, úrvinda af þreytu. En þá hafði hann nokkuð að hlakka tilj sem hvatti hann og hressti á alla lund., Það var hjólhesturinn. Hann þrælaði tií þess að eignast hjólhestinn til fulls. Oft flaug honum í hug, að þessa og hina torf- una risti hann bara til þess að geta eignast hjólið. Og þegar eg hef rist metrálengjuj hef eg eignast 5 aura afborgun á hjólinu! Það borgaði sig, þrátt fyrir allt, að rista torf. Og það var svo dásamlegur léttir að, hugsa um það á þennan hátt. ÞAÐ VAR ÞETTA SUMAR, sem Valdi- mar kynntist Katrínu. Ef hann hefði ekki átt hjólhestinn, hefði hann heldur. aldrei komizt á sumarfagnaðinn, þar sem 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.