Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 28
' — &■: \ ."$${ 5 , v ;..-v. •• ■ • gf. ■.■;■ r* vl'kV* :’vý^ ': •■■ s ÍSBS3&&3S OETJUM SVO, að til væri einhver fagur- ^ keri og bókmenntavinur, sem aldrei hefði heyrt getið um Ernest Hemingway, segir ameríski rithöfundurinn Granville Hicks, í nýlegri grein um skáldið. En hann bætir við: Vitaskuld er slíkur maður ekki til í reyndinni, en við getum búið hann til í huga okkar. Hann hefur eytt þrjátíu ár- unum síðustu einn síns liðs á suðurhafs- eyju, eða hann steig á stokk og strengdi þess heit á unga aldri að lesa ekkert orð af því, sem prentað væri á þessari öld, fyrr en hún væri hálfnuð. Og á þessu ári hefst hann svo handa um að kynna sér bók- menntir samtímans, og hann byrjar á því að lesa bókmenntagagnrýnina í september 1950. Innan fárra daga hefur hann lesið fjölda af ritdómum um bók, sem heitir „Across the River and Into the Trees“, eft- ir mann, sem heitir Ernest Hemingway. Suðurhafseyjumaðurinn okkár sér strax, að Hemingway þessi hlýtur að vera fræg- ur rithöfundur. Hann ræður það af því að umgetningarnar um bók hans skipa heið- urssess í bókmenntatímaritum og blöðum báðum megih Atlantshafsins. En samt er svo að sjá, sem gagnrýnendurnir séu ekk- ert hrifnir af þessari síðustu bók, er þeir hafa í milli handanna. Einn eða tveir lofa hana, þrír eða fjórir sjá ýmislegt gott við bókina en þó fleira athugavert, en lang- flestir fordæma bókina, og kunningi okkar hyggur óhætt að trúa meirihlutanum- og hánn segir við sjálfan sig: „Jæja þá,. þessi Hemingway er mikiH ri’thöfundur, en hann hefur að þessu sinni skrifað ómerkilega ,bók. Það var leiðinlegt.“ Hins vegar verð- úr þess ekki vart, áð þjeir ritdómarál'/sem verst hafa talað um bókina, séu neitt sorg- bitnir, þvert á móti. Sumir virðast skemmta sér konunglega yfi'r því og télja þáð happ, að hásætið sé hrunið, að sá, sem talinn var gnæfa yfir hina, er nú kominn níður á jafnsléttu og reyndist þá ekki nfema meðalmaður. Eg tek það ekki nærri mér, sagði Hemingway í viðtali við amert ■iskt blað, er þaSspurði hann hvort.honúm; fflli ekki ilja þessi söngur gaghrýnehd-., .! ánna. Og harin bætti við: Eg les-hvpfhep ' er ekki það, sem 'þeir skrifa.. Enginn. veít, hvort hann hefur efnt þfeft'á. Heit. ;Éxi íhitt muna menn, að þetta er ekki' fyþsta' um- ferðin í hnefaleiknum Hérriirigway gegn bókagagnrýripndunúm, heldur .ellefta eða tólfta lotan. Gagnrýnendurnir hafa aldrei verið mjúkhentir við Hemingway og hann fiefur aldrei virzt taka minnsta tillit til . ábendinga þeirra. Samt er hann í dag mest umtalaði rithöfundurinn í mörgum Keimsálfum, en hvort hann er jafnframt mesti rithöfundurinn, eða nokkurs staðar nálægt þeirii tindi, er atriði, sem engir tveir menn eru sammála um. HljESSI UMDEILDA bók Hemingways er ■“■ lítil skáldságái' hin fyrsta er hann hef- ur gefið út síðan 1940. Onnur ritverk hans eru: „Three Stories arid Ten Poems“, 1923, „In Our Time“, 1924, „The Torrents of Spring11, 1926, „The Sun Also Rises“, 1926, Svipir samtíðarmánna: HEMINGWAY skrifar um stríð og dauða 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.