Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 29
„Men without Women“, 1927, „A farewell to Arms“, 1929, „Death in the Afternoon“, 1932, „Winner Take Nothing“, 1933, „The Green Hills of Africa“, 1935, „To Have and Have Not“, 1937, „The Fifth Column", 1938, og „For Whom the Bell Tolls“, 1940, Þessi umdeildi skáldsnillingur er fæddur í smábæ í Illinois-fylki í Bandaríkjunum árið 1898 og hann er því 52 ára gamall. Hann stundaði nám við menntaskóla og lauk því, en hélt ekki lengra á skólabraut- inni. Hann hóf að starfa við blaðamennsku, fór til Frakklands sem starfsmaður Rauða- krossins aðeins 19 ára gamall og ári síðar særðist hann illa á ítalíu, í fyrri heims- styrjöldinni. Eftir að styrjöldinni lauk dvaldi hann langvistum í Evrópu og kom ekki heim til Bandaríkjanna nema til skammrar dvalar í senn. í milli þess sem hann skrifaði skáldsögur sínar, ferðaðist hann til Afríku, skaut ljón og tígrisdýr og veiddi stórfiska í vötnum og ám. Heming- way spáði snemma annarri heimsstyrjöld- inni og hann tók þátt í borgarastríðinu á Spáni með herjum lýðveldisstjórnarinnar, og hann var með herjum Bandamanna, er gengu á land á Frakklandsströnd undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Hið ytra hefur líf hans því verið viðburðaríkt, eins og sögur hans. Og þessi ytri ævisaga er líka nátengd þeim boðskap, sem sögur hans flytja, sem er og verið hefur um- deildur. í einum ritdómi um nýjustu bók Hemingways er bent á, að megin boðskap- ur skáldskapar hans sé, þrátt fyrir þá á- herzlu, sem hann leggur á hugrekki, lífs- hættu og lífsánægju, fyrst og fremst sið- fræðilegs eðlis. Þetta mun mega segja að eigi ekki síður við um „Across the River and Into the Trees“ en aðrar bækur hans. Dauðinn hefur alltaf verið eitt af helztu viðfangsefnum skáldsins. Hann á sameig- inlega með mörgum öðrum, sem hafa sið- fræðilegan boðskap að flytja, þá trú, að þeir, sem lifa vel, deyji vel. En enginn lif- ir vel í bókstaflegri merkingu, og aðal- söguhetjan í bók hans verður að meta það, sem mistekizt hefur, og reyna að lifa eins vel þann tíma, sem eftir er og honum er framast unnt. Um þetta efni fjallar sag- an. Og þar sem söguhetjan er líka her- maður, fjallar hún einnig um stríð og dauða. RAUNVERULEG þýðing stríðsins í aug- um þessarar söguhetju — og senni- lega í augum Hemingways sjálfs líka — er ekki það takmark, sem sagt er að stríð- ið sé háð til að ná. Hann hefur engan á- huga fyrir því. Heldur ekki verður hún skýrð með þeim tækjum, sem notuð eru, þótt hann hafi verulegan áhuga fyrir þeim. Þýðing þess er blátt áfram fólgin í því að vinna sitt starf, þrátt fyrir alla stjórn- málamenn og brögð þeirra, alla herfræð- inga og herforingja og allt þeirra fylgilið, og í því að standa óboginn í baki við erf- iðustu skilyrði, sem lífið getur á mann lagt. Stríð er líf í skugga dauðans og hörm- unganna. Það er grafskrift ástandsins í mannheimi. Þýðing stríðsins er hin sama cg lífsins, ekki aðeins í augum hermanns- ins, heldur líka í augum raunveruleikans. Þetta er ekki sú lífsskoðun, sem vekur bjartsýni, en þetta er lífsskoðun, sem ekki er auðvelt að gleyma. Og þannig er líka maðurinn sjálfur. Hemingway er ekki sá maður, sem auðveldast er að gleyma, segir Granville Hicks í fyrmefndri grein, og það mun sannast á flestum, sem lesa bæk- ur hans. Boðskapur hans er e. t. v. ekki bjartur, en gefa þeir tímar, sem hann lif- ir á, tilefni til mikillar bjartsýni á hlut- verki mannsins, eðli hans og þrá? Á förnum vegi I1KKI ráðum við því, livaða vara er fram- J leidd og boðin til sölu. Það er allt í hendi verksmiðjanna og verzlananna, við höfum Jtar ekkert að segja. Þannig hljóðar oft svarið, 'ef maður ræðir um vörugæðin við ncytendur. En er þetta síðasta orðið um þessi mál? Ráða neytendur í raun og veru engu um það, hvort varan, sem þeim er boðin, er góð eða léleg? Nú er alloft kvartað yfir því, að vörugæði séu lakari en fyrr, og á það ekki sízt við um þá vöru, sem framleidd er í landinu sjálfu. Þetta er því atriði, sem gott er fyrir neytendur að glöggva sig á. ISÍÐASTA hefti var lítillega rætt urn gibs- vörur þær, sem fólki eru boðnar fyrir hver jól. Þetta er varningur, sem nær aldrei sást á stríðsárunum, meðan vöruframboð var nóg og ýmiss konar erlendar vörur til jóla- gjafa og heimilisprýði vora jafnan á boð- stólum. Ekki minnist ég þess heldur að hafa séð varning þennati í búðargluggum og hi 11 - um á fyrirstríðsárunum. Nú síðustu 2—3 árin hefur hann aftur á móti fyllt búðarhillur í öllum landsfjórðungum. Ástæðan er vitaskuld sú, að peningar í umferð eru meiri en vörur til að kaupa, skortur er á flestum varningi til gjafa og heimilisprýði. Fólk slæðist til þess að kaupa það, sem því er boðið, án þess að gera sér grein fyrir ltinu raunverulega verðmæti. Um þessar gibsvörur er j)að að segja, að jrær eru yfirleitt einskis nýtar og mundu aldrei hafa verið boðnar, ef jjetta ó- venjulega ástand í verzlunarmálunum hefði ekki ríkt í landinu. Það er því eflirspurn ncytenda og fúsleiki jreirra að fleygja pen- ingum fyrir þessa vöru, sem hefur komið fót- unum undir jressa framleiðslu. Ef fólk hefði gáð að sér og haldið að sér hendinni með kaup, hefði jressi góugróður aldrei náð nein- um þroska, neytendur hefðu sparað sér þau útgjöldin og heimilinu hefði verið forðað frá hinum óeigulega og smekklausa varningi. Þetta atriði sýnir mæta vel, að neytendur hafa það æði oft í hendi sér, hvort varan, sem þeim er boðin, er léleg eða góð, hvort kapp er lagt á það af framleiðendum eða ekki, að bjóða góðar, smekklegar Qg gagn- legar vörur, eða hvort þeir ganga að fram- Ieiðslunni með því hugarlariýsem telur allt nógu gott handa fólkinu, enda muni alít seljast áður en lýkur. Það er alveg vafalaust, að íslenzk framleiðsla hefði gott af Jrví að jtetta eftirlit af hálfu neytencla yrði stórlega skerpt frá jní, sem nú er. Fólk á ekki að láta neinum framleiðendum haldast jtað uppi, að framleiða í stórum stíl lélegar vörur. Menn eiga í slíkum tilfellum að halda að sér höndum og kaupa ekki. Þetta er það vald. sem neytendur hafa. Þeir eiga að beita því, hvenær sem þörf krefur. Slík afstaða mundi fljótlega verða til þess að stórauka vöruvönd- unina á mörgum sviðum og mundi, er til lengdar léti, verða lil hagsbóta fyrir báða aðila, framleiðendur og neytendur. SAMVINNUFÉLÖGIN á Norðurlöndum leggja mjög mikla áherzlu á þessa hlið verzlunarmálanna, eins og oftlega hefur verið rakið hér í ritinu. Einkum er keppt að því, að vörur til heimilanna, hvort lieldur eru til gagns eða prýði, séu vandaðar og smekklegar og fallegar að gerð. Sænskar og danskar postulínsvörur eru til fyrirmyndar að jressu leyti. Einnig húsgögn og ýmiss kon- ar annar búnaður. Postulínsvörur Gustafs- bergs-verksmiðjunnar sænsku — en sú verk- smiðja er eign samvinnumanna — eru gott sýnishorn af varningi, sem liverju heimili er menningarauki að eiga. Það er óralangt bil frá hinum smekklégu og vönduðu vörum þessarar verksmiðju til gibsruslsins, sem ís- lenzkum almenningi er boðið að kaupa fyrir hver jól. Með því að beita því valdi, sem þeir hafa í hendi sinni, geta neytendur stefnt að því að brúa jretta bil. Almenningur jrarf að sýna það í verki, að hann vill ekki eyða fjármunum sínum fyrir lélega vöru, en er þess fús að kaupa það, sem er fallegt og gott. Slík viðhorf mundu hafa heillavænleg áhrif í verzlunarmálunum. JOHANNES LINDBERG (Framhald af bls. 19) mikill. Hann hefur ferðazt talsvert mikið sem ræðumaður, bæði innan lands og utan, og er nú tiltölulage ný- kominn heim úr langri ferð um Þýzka- land, þar sem hann m. a. flutti erindi um samvinnumál. Lindberg er nú á 70. aldursári, þótt „krafturinn og kyngin“ færu fullvel, hvaða pilti sem væri. Á næsta ári kem- ur bók hans út í tilefni af afmælinu. Þar mun sérstæður og merkilegur maður segja margt frá miklum um- róts- og breytingatíma í sögu lands síns og þjóðar. Baldvin Þ. Kristjánsson. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.