Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 12
Samkomuhúsið á Rauðasandi. í heimsókn hjá minnstu kaupfélógunum Baldvin Þ. Kristjánsson segir frá mönnum og málefnum t KauÖasandshreppi í Barðastrandarsýslu •£ BYRJUN október heimsótti eg I sem erindreki SÍS m. a. tvö fá- mennustu sambandsfélögin: Slátur- félagið „Örlyg", sem telur 36 félaga, og Kaupfélag Rauðasands með 23 fé- laga. Það er engin furða, þótt mann- mergðinni sé ekki fyrir að fara, því 'að félagssvæði beggja félaganna er í sama hreppi; einhverjum þeim fá- mennasta og afskekktasta í landinu: Rauðasandshreppi í Barðastrandar- sýslu. En þessi vestasti útkjálki ís- lands er merkilegur fyrir fleira en Skor, Sauðlauksdal og Sjöundá, og þá sögu, sem tengd er þessum stöðum. Þar er líka Látrabjarg í sínum hrika- leik og tign, og þar eru meðal hrepps- búa hinir rómuðu, en aldrei ofróm- uðu, björgunarmenn frá Dhoon-slys- inu fræga á jólaföstu 1947. Marga merka menn hefur Rauðasandshrepp- ur átt, en enga stærri á hættunnar stund, enda hafa þeir borið hróður, ekki fyrst og fremst byggðarlags síns og íbúanna þar, heldur landsins í heild og þjóðarinnar allrar, víða um lönd og gjört því glæsilegri og að- dáunarverðari, sem hann er gerr þekktur. Og þarna eru sem sagt tvö kaupfélög með rætur í fjörutíu ára gömlum skipulögðum samvinnusam- tökum. ÞAÐ VAR miðvikudaginn 4. okt. s. 1., að ég stökk (eins vel og for- svaranlegt má teljst af manni með annan fótinn á ólagi!) upp á bryggj- una á Gjögrum í Örlygshöfn. Auð- vitað fer ég aldrei neina „ferð án fyrirheits", og nú var ætlunin að efna til eins eða tveggja funda á fé- lagssvæði Örlygs í sérstöku tilefni af því, að kaupfélagsstjórinn, Einar T. Guðbjartsson, var að „kveðja kóng og prest" í átthögum sínum og ger- ast útbússtjóri í Súðavík, hjá Kaup- félagi ísfirðinga. Enn sem fyrr var gott að koma til Einars og konu hans, þótt sums staðar sé hærra til lofts og víðara til veggja. Að kvöldi þess sama dags var fund- ur í Höfninni; vel sóttur og fór fram með „pomp og prakt": ræðum, söng og kvikmyndasýningu. Júlíus bóndi Kristjánsson í Tungu hafði orð fyrir fundarmönnum — meðal þeirra var Þórður Jónsson björgunarforingi frá Hvallátrum — og þakkaði mér kom- una, en þó einkum Einari vel unnin störf í þágu félagsins á undanförnum árum. Áður hafði kaupfélagsstjórnin heiðrað kaupfélagsstjórann með gjöf- um. Daginn eftir var haldið út í Kolls- vík til fundarhalds. Þar býr nánasta ættfólk Einars, en annars eru þeir um allt félagssvæðið, og gat ég ekki betur skilið en að raunar allir þar væru skyldir eða tengdir öllum! „Þrútið var loft og þungur sjór," er við loks lögðum af stað klukkan tíu um morguninn, vitanlega miklu seinna en við ætluðum! En til allrar hamingju var landleiðin farin. Segi ég það ekki eingöngu veðursins vegna, sem nú var algjörlega ófært á sjó, heldur líka vegna vissra minninga um annars ágæta sjóferð okkar Einars og Sigurbjarnar í Hænuvík til Hvallátra sumarið 1948. Eg hef strítt Einari með því síðan, að þá telji ég mig hafa verið á því mest „fljótandi náhorni", er ég hef komið út í. Það var lítil „trilla", og hann sjálfur í senn: eigandi, „kap- teinn og maskínumeistari". Á leið- inni til baka um nóttina var aflands strekkingur með smáhviðum. Vélin stoppaði hvað eftir annað — ég held fimm eða sex sinnum — og rak okkur þá til hafs. Einar rótaðist í vélinni af dugnaði miklum, „svartur sem svín", en við Sigurbjörn sungum fögur ætt- jarðarljóð og sálma okkur til afþrey- ingar af engu minni dugnaði. Þó að mér „léiddist þóf þetta" og ég sendi Einari einhverjar, sjálfsagt ærumeið- andi, svívirðingar um „úthaldið", kom þó þar að lokum, að rokkurinn hóf upp raust sína tiltölulega hósta- laust, og létum við, söngmennirnir, þá í minni pokann í bljúgri lotningu fyrir hinum sigursæla meistara okkar. Lentum við á tveim stöðum síðla næt- ur; fyrst í Hænuvík með Sigurbjörn en svo á Gjögrum. Gengum við Ein- ar til náða eftir að hann hafði á hjartnæman hátt skýrt mér frá óbrygð- ulli gæfu þessa ljóta báts síns, sem mig hafði hent að fara óvirðingarorð- um um, en gat þó ekki dregið í efa, þar sem við vorum svo örugglega komnir á þurrt land! Já, nú skyldi annar háttur á hafður og treyst á „þarfasta þjóninn". Ferð- in út í Hænuvík gekk vel, nema hvað 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.