Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 15
Galilei sýnir fyrsta kiki sitm. — Eftir gömlu tnálverki. Galilei uppgötvar löqmál fallsins GALILEO GALILEI, stærðfræði- prófessor við háskólann í Padúa, var að koma heim síðla nætur úr einu vikuloka-ferðalagi sínu til Feneyja. Hann var í slæmu skapi. Hvar voru hinar glöðu og sælu stundir, er hann hafði átt í „sinni“ krá við Stóra síki sem ungur og upprennandi háskóla- kennari í Padúa? Hann gekk upp tröppur hins rúmgóða húss síns, dyr og aftur dyr! Hér bjuggu námsmenn- irnir, sem hann hafði orðið að taka í heimavist til sín, til þess eins að ná einhvers konar jafnvægi á milli útgjalda og tekna. Æ, hvað liann var orðinn leiður á þessari þrotlausu einkakennslu. Á morgun átti hann að setja saman stjörnuspá fyrir feit- an olíukaupmann og heimskan höf- uðsmann. Hann hrækti um tönn fyr- irlitlega. Þetta voru meiri fjárkrögg- urnar, sem hann alltaf átti í. í einni svipan varð honurn ljóst, hvað það var, sem breytt hafði svo mjög áhrif- um himinsins, hafsins, vínsins, ástar- innar og vináttunnar: léttlyndi lians var horfið honum. Hann opnaði gætilega svefnher- bergisdyrnar. . . . Auðvitað hafði hún beðið hans! Höfuðið hvíldi á öðrum upphandleggnum, svart hárið var eins og snákaflækja um höfuðið, aug- un opin og starandi í einhverja óra- fjarlægð. Hún var eins og grísk gyðja. Augnabrúnirnar, augnahárin, svarta hárið og bogadreginn munnurinn — allt var þetta í fegursta samræmi. Lík- aminn sást ekki, hann var hjúpaður ábreiðu — breiðvaxinn, lingerður lík- ami suður-ítalskrar konu, sem alið hafði þrjú börn. „Júlía var aftur eins og djöfull,“ sagði hún lágt með rósemi þrætu- gjarnra, óánægðra og móðgaðra kvenna. Júlía var móðir Galileis. Hún gat ekki sætt sig við hina hneykslan- legu, ókristilegu sambúð sonar síns og þessarar feneysku konu og lét gremju sína einkum bitna á Marínu Gamba. Galilei afklæddist án þess að segja orð, þessi eilífa úlfúð milli móð- ur hans og móður hinna þriggja óskil- getnu barna hans færði auðmýkjandi ókyrrð í húsið, sem hann átti að hugsa og vinna í. „Hún segir, að ég geti hypjað mig aftur til Feneyja með króana mína þrjá.“ Marína settist snöggt upp í rúminu og hrópaði: „Svaraðu ein- hverju, maður!". „Þú átt ekki að eiga í þessum lát- lausu stælum við gömlu konuna.“ En Marína rausaði áfram: „Þú ert orðinn fjörutíu og fimm ára gamall, og hvað liggur eftir þig? Þú getur tal- að nógu digurbarkalega og stráð sandi í augu nemenda þinna. Hvar eru rit- in, sem þú hefur samið? Hvergi snef- ill! Þú segist alltaf ætla að rita ein- hver ósköp.“ „Eg held að eg sé í nógu miklu á- liti í lýðveldinu og annars staðar." „í dálaglegu áliti! í Feneyjum á- líta menn þig svikahrapp. Þú segist hafa uppgötvað sjónauka, selur hann ríkisráðinu fyrir stórfé, lætur setja þig á heiðurslaun í viðurkenningar- skyni. . . . og næsta dag eru hollenzk- ir sjónaukar seldir fyrir fáa skildinga á götum Feneyjaborgar.“ Galilei lá á baki og horfði til lofts. Hin reiða kona hrærði upp í öllu hinu skelfilega botnfalli sálar hans. Hún þekkti hin ófullnægjandi ytri kjör hans, en hún þekkti ekki hinar nagandi sjálfsályktanir og sjálfsfyrir- litningu innstu sálarfylgsna hans. Nú varð að ln ista öllu þessu fargi af sér.. . Fyrstu geislar morgunsólarinnar féllu inn í herbergið. Hann spratt upp og gekk út á litlar herbergissval- irnar, lét svalan morgunandvarann leika um sig og horfði á ljómandi sól- ina. Fyrr en varði stóð Marína fá- klædd við hlið hans og faðmaði hann að sér: „Eg ann þér samt, Galileo". Hann ýtti henni frá sér: „Eg fer frá Padúa, án þín.“ H ÚN lét í örvæntingu sinni svart- lokkað höfuðið hníga máttlaust út yfir brjóstvörn svalanna. Úr augum hennar hrukku tár, sem runnu sam- an á nefbroddinum. Eyrnadjásn, kúla úr gulu gulli, hafði losnað og lafði í eyranu viðbúin að detta við minnstu hreyfingu. Galileo leit á konuna. Glampandi sólargeisli leiftraði eins og brugðið sverð milli tveggja trjástofna og ljómaði yfir höfði hennar. Þá féllu samtímis tárið og kúlan niður í stein- lagðan húsagarðinn. Þau féllu eins og gulleit stjarna með silfurlitum fylgihnetti í ljósglampa sólarinnar og geisluðu og glitruðu svo að augað gat fylgt ferð þeirra þar til þau lentu á steinstéttinni. Galilei hafði horft á þetta annars hugar. En allt í einu laust því niður í hann: Tárið og málmkúlan höfðu fylgst að eins og fylgihnöttur með stjörnu sinni. Bæði höfðu fallið jafnhratt. Inni í honum var sagt: „Allir hlutir falla jafnhratt, óháð því, hver þyngd þeina er.“ Sama kvöld ritaði Galilei Cosimo Medici II í Florenz og sótti um stöðu sem hirðstærðfræðingur. Hann fór frá lýðveldinu, hann fór frá Marínu. Framundan voru hin miklu afrek ævi hans. En hann átti eftir að komast að raun um, að jafnhratt falla ekki aðeins tár og gull, heldur og lárviðar- sveigar. — fEndursagt). 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.