Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 24
KONURNAK OG SAMVINNAN Jólaskraut FLESTAR konur hafa gaman af að útbúa ýmislegt gott og skemmtilegt til jólanna. Margar hverjar leggja á sig mikið aukastarf og erfiði til þess að gera hátíðina sem ánægjulegasta fyrir alla heim- ilismenn. Það má með sanni segja, að það sé orðin föst venja að hafa mikið fyrir jólunum. Enginn má „klæða köttinn", það þarf að sauma og prjóna, baka og búa út mat, og allar hreingerningar ná hámarki fyrir jólin. Jólaundirbúningurinn getur orðið ánægjulegur ef allir hjálpast að og skynsamlega er á spilunum haldið. Það þarf að skipu- leggja allt það, sem á að gera, og það þarf að byrja snemma, svo að annríkið verði ekki alltof mikið síðustu dagana og húsmóðirin yfir- og jólaskap buguð af þreytu, þegar jólahátíðin hefst. ALLAR húsmæður hafa gaman af jólaskrauti af ýrnsu tagi og yndi af að skreyta heimili sín yfir hátíðina. Ýmis konar jólaskraut er hægt að gera heima og útbúa ýmsa smáhluti með litlum tilkostn- aði og ekki mikill fyrirhöfn, en sem engu að síður koma manni í jóla- skap og gera sitt til þess að setja jólasvip og stemningu í húsið. En það er ekki bara hið ytra og sýni- lega skraut, sem gerir jólin að há- tíð. Við megum aldrei verða svo uppteknar af jólaskrauti, gjöfum og undirbúningi, að jólaboðskapurinn gleymist. Þá fyrst eignumst við sanna „gleðinnar hátíð“, ef okkur tekst að láta jólaboðskapinn ríkja á heimilinu. C SAMBANDI VIÐ jólaskraut Iieimilanna er eitt atriði, sem mig langar að minnast á. Það er að gera muni þá, eða eitt- livað af munum þeim, sem skreyta á með, þannig úr garði að hægt sé að nota þá ár eftir ár. Það er ótrú- lega ánægjulegt að sjá sama jóla- sveininn jól eftir jól — sama skemmtilega andlitið koma fram á hverri Þorláksmessu og hverfa aft- ur af sjónarsviðinu á Þrettándan- um. Það er að sjálfsögðu ekki bund- ið við, að þetta sé jólasveinn, þótt þeir í raun réttri séu eitthvert allra skemmtilegasta skrautið. — Margt annað er hægt að útbúa, sem einnig setur jólasvip á húsið og má t. d. nefna jóladúka, jólaveggteppi, jólapúða, jólaborðskraut, jóla- stjörnur, jólabjöllur og þar fram eftir götunum. Það hefur mikla ánægju í för með sér og eykur á þokka heim- ilisins og jólaskap fjölskyldunnar 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.