Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 27
miðlari að selja sem mest beint frá skipshlið, |í heilum bílhlössum, ftil þess að spara fyrirhöfn, kælihúsleigu og annan kostnað af þeim hluta farms- ins. Það sem eftir verður óselt af farminum er svo sent í kæliliús hing- að og þangað um landið í vörslu hinna ýmsu vörumiðlara, sem selja svo fiskinn smám saman. Ef birgðir berast nokkuð reglulega að heiman er fiskurinn verðlagður með það fyr- ir augum að alltaf sé til fiskur að selja, og auðvitað reynt að selja sem mest þegar verðið er hagstæðast. Nýfundnalandsmenn, Kanadamenn og nú síðast Norðmenn, liafa svipað sölufyrirkomulag og hefur það þótt gefast allvel. Sennilega tekur sölu- fyrirkomulag SÍS líka mynd að lok- um. Þetta sölufyrirkomulag hefur ver- ið gagnrýnt all harðlega í íslenzkum blöðum öðru hverju. Sú gagnrýni hefur þó ekki haft við rök að styðj- ast í aðalatriðum, þó að ýmislegt megi auðvitað að finna, eins og verða vill. Ef New York skrifstofurnar fá góða vöru til að selja, þá er ég í litlum vafa um að við eigum mikla fraintíð á ameríska fiskmarkaðinum. En vöru- vöndun er höfuðskilyrði. Það er á allra vitorði að vöruvöndun okkar hrakaði mjög á stríðsárunum, og höf- um við ekki enn þá beðið þess bætur. Hefur þetta orðið einna nrest áber- andi í saltfiskverkun, einkanlega af þvf að þar áttum við úr hæstum söðli að detta. En freðfiskverkunin stend- ur einnig til bóta, og það er hags- munamál allrar þjóðarinnar, og þó sérstaklega þeirra, sem við fiskinn vinna, að úr rætist hið fyrsta. Það er ekki nóg að útflutningsskrifstofurn- ar í Reykjavík og fiskmat ríkisins skilji hvað í húfi er. Þegar öllum, sem að framleiðslunni vinna, — framkvæmdastjórum, verk- stjórum, sjómönnum og verkafólkinu í frystihúsunum — er orðið það Ijóst, að þeirra eigin hagsmunir eru ná- tengdir vinnuafköstum og vöruvönd- un, þá er frystiiðnaðinum okkar vel borgið. Þessi orð má ekki skilja svo, að eg álíti hraðfrysta fiskinn okkar verri vöru en fisk keppinauta okkar. Eg álít að hann sé það ekki. En það er engin afsökun, því að fiskurinn okkar getur verið og á að vcra bezti fiskurinn á hverjum markaði.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.