Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 20
Fiskmarkaðurinn í auðugasta landi heims Eftir Valgarð J. Ólafsson F’ISKVEIÐAR og fiskverkun er meðal elztu atvinnugreina Banda- ríkjanna. Sólþurrkaður saltfiskur var fyrsta útflutningsvara þeirra, og þá til Englands. Síðan á dögurn land- nemanna hefur fiskvinnslan aukizt jafnt og þétt, fyrst jafnhliða fólks- fjölguninni á ströndunum, og síðan, í kjölfar betri verkunaraðferða og bættra flutningaskilyrða, til fólks þess, sem inni í landinu býr. Nú stunda um 70000 bátar og skip veiðar frá banda- rískum verstöðvum, og landburður af alls konar fiski er um 2—2.5 millj- ónir smálesta á ári hverju. Af þessu magni fer um það bil helmingur í verksmiðjur, þar sem úr því er unn- ið mjöl, lýsi og ýmiss konar dýra- fæða. Hinn helmingurinn fer til manneldis í einhverri mynd. Fisk- neyzla er þó ekki mikil á mann, og milljónir manna sjá aldrei fisk. Banda- ríkjamenn veiða langmest sjálfir af fiskinum, sem þar er neytt, eins og ljóslega kemur fram í eftirfarandi töflu: Ár Neyzla nýrra og írystra bolfiskflaka smál. Innflutn- ingur frystra bolfiskflaka smál. Hlutdeild íslands í innflutn- ingnum 1944 390.000 20.000 3% 1945 490.000 23.000 9% 1946 430.000 16.000 13% 1947 430.000 24.000 8% 1948 450.000 22.000 H% Árið 1950 verður hlutdeild íslands í fiskinnflutningnum til Bandaríkj- anna miklu meiri en hún hefur áður verið. Höfuð orsökin til þess er sú, að gengi íslenzku krónunnar liefur lækkað miklu meira gagnvart dollar heldur en gagnvart sterlingspundi og öðrum Evrópugjaldeyri. IJað, sem flutt var út af fiski til Bandaríkjanna árin 1947—1949, var flutt þangað í skjóli fiskábyrgðar ríkisins. Meðaltal innflutnings af frosnum, hvítum bolfiskflökum til Bandaríkj- anna á árunum 1945—1949 var álíka mikið og meðaltals framleiðsla okkar var af bolfiskflökum á sama tíma. Þetta lætur næsta undarlega í eyrum, en svona er það nú sarnt. Enda þótt heildar fiskneyzla Bandaríkjanna sé gífurlega mikil, hefðum við íslend- ingar einir getað fullnægt innflutn- ingnum, að magni til, á undanförnum árum. Hingað til höfurn við orðið að keppa á markaðinum við Kanada- menn og Nýfundnalandsmenn um þennan taknrarkaða innflutning, og nú liafa Norðmenn, Danir og jafn- vel Englendingar bætzt í hóp keppi- nautanna. Freðfiskframleiðsla Kanadamanna og Nýfundnalandsmanna er öll miðuð við þarfir og kröfur neytenda í Banda- ríkjunum. Vegna þess hve Kanada og Nýfundnaland liggja nálægt markað- inum, en langt frá öllum öðrum fisk- kaupalöndum, verður að gera ráð fyr- ir því, að þeirra fiskur verði undir öll um kringumstæðum fluttur til Banda- ríkjanna, en okkar fiskur og fiskur frá öðrum Evrópuríkjum komi í við- bót við þeirra fisk á markaðinn, en ekki í staðinn fyrir hann. Að þessum upplýsingum fengnum, vaknar að sjálfsögðu sú spurning, hvort nokkur von sé til þess, að við getum nokkurn tíma unnið veruleg- an markað fyrir lnaðfrystan fisk í Bandaríkjunum. Þessari spurningu er auðvitað engan veginn auðsvarað. / fyrsta lagi verður ekkert sagt með vissu um það, hver fiskneyzla Banda- ríkjamanna verður á næstu árum. / öðru lagi er erfitt að sjá nokkuð fyr- ir um fiskframleiðslu Bandaríkjanna og keppinauta okkar um innflutning- inn. Og i priðja lagi verður svarið háð því, hvernig atvinnu-, fjárhags- og gengismálum okkar sjálfra verður háttað næstu árin, en nm það ætla eg ekki að spá hér. í RLEG fiskneyzla í Bandaríkjun- um er nú unr fimm kíló á mann og hefur ekki breytzt til muna síðustu árin. Nú hefur verið hafin mjög víð- tæk áróðursstarfsemi fyrir aukinni fiskneyzlu í blöðuin, útvarpi og sjón- varpi, og í sérstökum bæklingum og Valgarð J. Ólafsson, höfundur þessarar greinar, hefur verið í þjónustu útflutningsdeildar S 1 S síðan sumarið 1948. Hann lauk hagfræðiprófi frá Manchesterhá- skóla vorið 1946, vann hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna í eitt ár og síðan hjá Samninganefnd utanríkisviðskipta þar til hann réðist til Sambandsins. Valgarð er nýkominn úr kynn- isför til Bandaríkjanna. í ferð sinni lagði hann m. a. áherzlu á að afla sér upplýsinga um ástand oa horfur um markað fyrir ís- lenzkan freðfisk þar í landi. í grein þeirri, sem hér birtist, gerir Valgarð markaðshoríur okkar í Bandaríkjunum að umtalsefni. Á meðal hinna athyglisverðu upplýsinga Valgarðs eru þær, að meðalinnflutningsmagn af frosnum fiski til Bandaríkjanna árin 1945—1949 var álíka mikið og meðalframleiðsla okkar Is- lendinga af _ þessari vöruteg- und á sama tíma og líkindi eru til þess, að fiskneyzlan aukist mikið í Bandaríkjunum á næst- unni, en veiði þeirra á sumum fisktegundum, svo sem ýsu, karfa og steinbít, sem við getum flutt þangað, dragist saman. Hins veg- ar telur hann sennilegt, að við getum ekki orðið samkeppnisfær- ir á þorskmarkaðinum í Banda- ríkjunum. matreiðslubókum, sem dreift er ó- keypis. Það eru einkum tvær stofn- anir, sem að þessum áróðri standa, ,,fiskifélagið“ (,,The Fishery Coun- cil“), sem eru samtök útgerðarmanna, kaupmanna og fiskflutningamanna, og „Fish and Wildlife Service", sem er deild úr innanríkisráðuneytinu. Þessar tvær stofnanir vinna að auk- 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.