Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 31
liugsun vakti enga sektarkennd í brjósti mínu framar. Eg var ekki haldinn af Jim lengur, og væri eg haldinn af einhverjum öðrum nú orðið, þá hafði eg enga ástapðu til annars en láta mér það vel líka. Og þannig leið júní og júlí fljótt þetta sumar í þessari sælu, fögnuði og veður- blíðu ytra sem innra, þótt ekki væri þar staðviðrasamt fremur en endranær, því að á úthafsey er veður jafnan fljótt að skipast á lofti. Og fyrr en varði var komið fram í miðjan ágústmánuð, og þá bar svo við dag einn, er eg kom að landi í vaxandi vindi, kaldari en verið hafði svo vikurn skipti, að gamla konan, móðir Lydíu, kom til móts við mig, varpaði ekki nokkru orði á mig í kveðju- skyni, en sagði aðeins: „Þú ættir að koma heim og drekka teið þitt þar.“ „Það er mjög vinsamlega boðið, og þakka þér fyrir,“ sagði eg, dró bátinn á land og seildist eftir silungunum tveimur, sem voru eina veiðin þann daginn. — „Viltu ekki þiggja þá, þessa?“ spurði eg. „Þetta er aumleg eftirtekja fyrir heilt dagsverk," sagði hún, og þó voru þetta allra snotrustu silungar, sá stærri nokkuð á annað pund, — og að svo mæltu sporðrenndi hún þeim niður í vasana á gömlu regnkápunni, sem hún var í, án þess að þakka fyrir sig með einu orði. Hún bar karlmannshúfu á höfði og gekk í skóhnöllum, eins og bóndi við plægingu. Við fylgdumst að eftir veg- inum, sögðum ekki margt og heldur ekki við tedrykkj- una heima, en vel bragðaðist mér sá málsverður. Þær mæðgurnar höfðu nýskeð bakað flatbrauð, bæði bygg- kökur og hveitikökur, og nýtt smjör og súrsmjör var á borði, og eg át heilt gæsaregg og hálfan kjúkling. Þegar máltíðinni var lokið, sagði gamla konan upp úr eins manns hljóði: „Lydía sagði mér, að þú vildir giftast henni.“ „Það hef eg haft lielzt í liuga í tvo mánuði eða lengur,“ sagði eg. „Hún vildi ekki útkljá það mál — og þess gazt þú varla vænzt — fyrr en hún hefði ráðfært sig við móður sína,“ sagði gamla konan þurrlega. — „Hún er góð stúlka, og þar hlotnast þér sannur fjársjóður, sem hún er.“ Eg svaraði henni auðmjúklega, að það hefði eg þegar gert mér fyllilega ljóst. „Þú hefur verið í hernum,“ sagði hún. „Já, eg var þar í sex ár.“ „Það þykir mér gott að heyra,“ sagði hún og kinkaði ákaft kolli. — „Þetta er slæmur heimur, sem við lifum í, og þeir tímar geta komið, að hermennirnir verði það eina, sem við getum þó reitt okkur á, þegar í harðbakkann slær. Og þó er það harla léleg og fáfengileg atvinna, þegar á þá hlið málsins er litið.“ Eg hafði ekkert við þessu að segja, og hún hélt hvat- lega áfram: „Jæja, ef þið ætlið að giftast, verðið þið að giftast á einhvern sæmilegan hátt. Nágrönnunum skal verða boðið í veizluna, svo að þeir hafi eitthvað um að tala og einhvers að minnast fyrsta sprettinn!" „Kvenfólkið skal öllu ráða um brúðkaupið," sagði eg. — „Eg er fús til að kvongast Lydíu á hvern þann hátt, sem hún kann að óska sér. Ef hún vill halda mikla veizlu, þá skulum við gera það. Eg á um það bil eitt hundrað og sextíu sterlingspund í banka.“ „Við erum ekki að biðja þig um peninga,“ sagði gamla konan. „Þú ert ekki að ganga að eiga neinn sveitarómaga, skaltu vita!“ Hún gekk að gömlu og blökku skrifborði, sem stóð úti í horni á eldhúsinu, og hékk almanak á títuprjóni yfir því. Þar dró hún sparisjóðsbók fram úr hólfi, sem fullt var af alls konar skjölum. „Sjáðu liana, þessa!“ sagði hún og hélt bókinni opinni á lofti fyrir framan andlitið á mér. Eg var sem þrumu lostinn af undrun. Það hafði aldrei hvarflað að mér, að þær mæðgur ættu nokkur efni, en bókin sýndi 1207 punda innstæðu. „Átta hundrað og fimmtán pund af þessu á Lydía sjálf,“ sagði gamla konan. „Fimm hundruð pund fékk hún, þegar hún fæddist, liitt eru renturnar, en þær hef ég aldrei snert og mun aldrei gera. Hún mun fá þessa peninga til eigin ráðstöfunar, þegar hún verður myndug, en það verður hún ekki fyrr en eftir þrjú ár, svo að það er of snemmt fyrir þig að fara á sölutorgið til þess að eyða þeim! En kostnaðinn við brúðkaupið mun eg greiða úr eigin vasa.“ Hún gaf mér eitt tvhisky-staup þessu til staðfestingar og fékk sér sjálf annað — það var í fyrsta skipti, að eg hafði bragðað vín, síðan nóttina góðu — og svo kom hún flöskunni aftur fyrir í fornlegri hirzlu. með kynlegum skreytingum og alls konar leirmunum. Svo fór hún út í fjósið til þess að mjólka kýrnar þeirra tvær, og lét okkur Lydíu ein eftir. Lydía hafði naumast mælt orð frá vörum síðan ég kom inn. Næsta sunnudag var lýst með okkur Lydíu í sóknar- kirkjunni, og fáum dögum síðar sýndi gamla konan mér boðskortin, sem hún hafði látið prenta fyrir brúðkaupið. Það var ljóst, að hún hafði ekkert til sparað að gera þau sem bezt úr garði, því að þau voru prentuð á svellþykk- an og gljáandi pappír og gyllt á sniðum. Og þar gat á að líta: Ungfrú Tomasina Manson biður yður að gera sér pd dnœgju að vera viðstaddur brúðkaup dótt- ur hennar, LYDÍU, og herra Roberts Lacey Tyndalls i pinghúsmu í Ladyfirth-sókn, miðvikudaginn 6. september n. k. kl. 6 siðdegis. R. S. V. P. Dans. Eg sagði, að boðskortin væru liarla virðuleg, og það voru þau líka í augum hvers þess manns, sem ekki var of hefðbundinn og smásmugulegur til þess að hneykslast um of á titli þeim, sem tengdamóðir mín tilvonandi hafði sett framan við nafn sitt af svo mikilli einlægni og opin- skáum metnaði. Gamla konan var liarla stolt af þessum skrautlegu kjörgripum og stillti einu spjaldinu upp á arin- hilluna. Svo settumst við Lydía niður við eldhúsborðið og fórum að skrifa nöfn og heimilisföng boðsgestanna utan á i?mslögin. Gamla konan hafði útbúið nafnaskrá í þessum tilgangi, og á skránni voru hvorki meira né minna en tvö hundruð og átján nöfn. En þegar hér var komið sögu, var eg hættur að undrast nokkurn skapaðan hlut. (Framhald). 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.