Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 6
þekktu þetta á vísindalegan hátt. Þannig er það t. d. kunnugt, að í Aust- urlöndum sáu menn um frjóvgun döðlupálmans á vorin, með því að strá blómdufti úr karltrjánum yfir kven- plönturnar. Var sá mánuður nefndur döðlumánuður,. er þessi athöfn fór fram, og var í sambandi við hana hald- inn gleðskapur mikill, þar sem meðal annars voru haldin eins konar silfur- brúðkaup allra guða og gyðja. Minnir þetta nokkuð á brullaup frjósemdar- guðsins Freys og Gerðar Gymisdóttur í Barrey, er um getur í norrænum fræðum. Trjágiftingar voru algengar í Þý/kalandi til forna og austur í Ind- landi hafa þær einnig þekkzt um lang- an aldur. QTUNDUM VAR því einnig trúað, O að það væri sálir framliðinna, sem tæki sér bústað í trjánum. Þessi trú þekkist meðal margra frumstæðra þjóða enn í dag, t. d. Astralíunegra, sem þess vegna auðsýna trjánum ávallt mikla lotningu. Sama trú ríkir í Fil- ippseyjum. Hyggja innfæddir menn þar, að sálir forfeðranna setjist eink- um að í fögrum trjám, og svo þegar þýtur f skóginum, halda þeir að hvísl- ið í laufinu sé raddir hinna framliðnu, og í hvert skipti sem þeir ganga fram hjá slíkum trjám, beygia þeir sig til jarðar og biðja andana fyrirgefningar á því, ef ró þeirra er raskað. Tré þessi eru blötuð og þeim færðar fórnir, og ef eitthvert þeirra skaddast, er talið víst að af því leiði pest eða óhamingju fyrir landið. í Kóreu er því trúað, að það séu einkum sóttdauðir menn eða konur, sem andast á barnssæng, sem taki sér bólstað í trjám. Er steinaitari reist undir trjánum og vín og kökur borið þangað öndunum til viðurværis. Svipaðrar hugmyndar gætir í Kína, þar sem það hefur verið venja frá alda öðli, að gróðursetja tré við hverja barnsfæðing, hreysti og hamingju barnsins til verndar. Er venjulegast plantað sígrænni furu eða cyprusviði, með því að lífsmagn þeirra trjáa þykir mest. Því er svo trúað, að sálir þessara einstaklinga hverfi í trén, er þeir and- ast. Upprunalega mun hafa verið litið svo á, að sálir framliðinna væru fast- bundnar við trén og hlytu að líða und- ir lok og deyja með þeim. En á þessu verður breyting þegar stundir líða fram. Þá er farið að líta svo a, að tréð sé einungis bústaður, sem andinn geli notað og yfirgefið eftir vild. Þannig er nú kynþáttur einn á Austur-Indhndi, sem trúir á skógaranda, sem búa á dag- inn í stórum og einmanalegum trjám langt inni í skóginum. En á kvöldiu, þegar tungl veður í skýjum, fara þeir á flakk, og ráfa um skóginn. Eru þeir ferlegir ásýndum og vissara að blíðka þá með fórnum. Annars gætu þeir orð- ið að illvættum, sem legðust á upp- skeruna og ónýttu hana. Einkum er hætt við að þeir reiðist, ef tré þeirra eru felld. Þess vegna er ávallt örugg- ara, þegar tré er höggvið að þrábæna andann fyrst með góðu að setjast að í öðru tré og verður þá að fara alla vega vel að honum, annars er reiði hans vís. Frá því er sagt, að þegar Hollend- ingar voru að leggja vegi um Sumatra og ryðja þurfti skógana, hafi innfædd- ir menn, sem að verkinu unnu, stöð- ugt verið að biðja trjáandana fyrir- gefningar og lýst sökinni á hendur út- lendingunum með þessum orðum: „Reiðist oss eigi andar, sem í trjánum búa, þótt vér höggvum niður bústaði ykkar. Ekki er þetta gert eftir okkar vilja, heldur fyrirskipun verkstjór- ans." En svo kom það stundum fyrir, að þeir þurftu aðryðja ofurlítinn blett handa sjálfum sér til ræktunar, og þá viðhöfðu þeir brellur. Þeir skrökvuðu því að öndunum, að þetta væri einnig gert eftir útlendri skipun og létu lesa upp bréf þar af lútandi. Síðan mæltu þeir: „Þarna sjáið þið! Við megum til að gera þetta, annars verðum við hengdir." Og enda þótt trén væru söguð niður í húsavið, þótti það eigi öruggt, nema andarnir loddu einhvers staðar við timbrið. Var þá það ráð tekið að slátra alifugli og rjóða síðan þak og veggi fórnarblóði dýrsins, til að gera and- ana sér góðviljaðri. Ef um hof var að ræða, dugði helzt ekkert minna en mannablót. BLESSUN SÚ, sem trjáandarnir veittu mönnum, var talin marg- vísleg. Þeir gerðu regn og sólskin og tryggðu þannig sáð og uppskeru. Þeir voru frjósemdargoð og stuðluðu að því að leysa kind frá konum. Hétu konur í barnsnauð jafnan á þá sér til fulltingis. Þegar Gallar báðu um góða uppskeru, voru þeir vanir að dansa kringum helgar eikur, og lengi hélzt sá siður í Svíþjóð að stinga laufgaðri grein í hvert plógfar. Þótti það tryggja góða uppskeru. í Þýzkalandi og Frakklandi hélzt lengi sú venja að flytja heim á síðasta vagninum af akr- inum grein af tré, sem síðan var þakin korni. Hún var síðan negld á korn- hlöðuna og því trúað, að andi jarðar- gróðans mundi haldast þar við tyl næsta vors, er sáð væri á ný. Þá var mikill átrúnaður á því, að trjáandarnir stuðluðu að frjósemi hjarðarinnár og fjölgun mannkynsins. I Kyrrahafseyjum sums staðar ríkir sú trú, að ófrjó kona þurfi ekki annað en faðma hið helga tré til þess að verða barnshafandi. Ef hún faðmar tréð að austan fæðir hún sveinbarn, en mey- barn ef hún faðmar það að vestan. Svipuð hugmynd lá til grundvallar fyrir þeirri venju, sem lengi tíðkaðist í Austur-Evrópu, að ungir menn gróð- ursettu trjárunn við dyr ástmeyjar sinnar. í ýmsum héruðum Svíþjóðar var það lengi þjóðtrú að gróðursetja skyldi verndartré nálægt heimilinu, helzt ask eða álm. Þótti 'óheillavænlegt að brjóta grein af tré þessu, og ef kona skyldi fæða faðmaði hún tréð, svo að hún skyldi koma sem léttast niður. Virðist hér gæta sömu hugmyndar og í grísku goðsögninni um gyðjuna Letó. En þess er getið um hana, að hún faðmaði tvo lárviði áður en hún náði að fæða tvíburana Apollo og Artemis. ÞANNIG mætti lengi halda áfram að rekja ýmsar fornar venjur og trúarhugmyndir, sem lúta að trjá- dýrkun og sýna fram á, hvernig eimir eftir af þeim átrúnaði enn í dag. En nóg hefur nú verið nefnt, til að skýra að nokkru, í hverju átrúnaður Þóris snepils hefur verið fólginn, þegar sagt er að hann hafi „blótað hmdinn". Og vér höfum nú séð, að enda þótt óvíða sé getið um átrúnað þenna í fornsögum vorum, þá er hann þó reyndar aðeins angi af átrúnaði, sem þekkzt hefur um allan heim frá alda öðli, og verið furðulega útbreiddur meðal mannkynsins. Að vísu vitum vér ekki glöggt, hvað af þessum hugmyndum hefur verið ríkast í huga Þóris snepils, er hann blótaði lundinn. Var það ef til vill (Framh. á bls. 26)

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.