Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 11
Við Bleiksá. Vatnslitamynd. Lómagn tipiir. O liumáIverk. Reykjavík og hóf hjá honum nám í málaraiðn. Var hann Við námið í þrjú ár, en upp úr því var hann oft heima í Múlakoti á sumrin en í Reykjavík vetur- vor og haust. 1 RIÐ 1927 var sérstakt happaár fyrir Ólaf. Þá kom danski mál- arinn Johannes Larsen hingað til lands á vegum Gyldendalsútgáfunnar, til að teikna myndir af sögustöðum í íslendingasögunum. Var Ólafur ráð- inn sem fylgdarmaður og túlkur Lar- sens. Fylgdist hann með þessum fræga fjónska málara víða um land bæði sumarið 1927 og 1930 og mátti hann sjálfur mála eins og hann lysti á þess- um ferðalögum. Telur Ólafur, að þessi ferðalög liafi orðið sér til mik- ils góðs og að hann hafi lært sérstak- lega mikið þessi sumur, enda er Lar- sen að Ólafs dómi einn snjallasti teikn- ari, sem hann hefur kynnzt. Það var meðfram fyrir áeggjan Lar- sens, að Ólafur réðist til utanfarar ár- ið 1928. Stundaði hann nám í Lista- háskólanum í Kaupmannahöfn vet- urna 1928-29 og 1930-31. Allt frá árinu 1927 og fram til 1934 málaði Ólafur mikið og hélt sýningu svo að segja árlega. En síðan hann tók við búinu og gistihúsinu í Múlakoti hefur tíminn til að þjóna listinni orðið lítill. Sérstaklega á þetta þó við um fyrstu árin, en undanfarin þrjú til fjögur ár hefur Ólafur aftur getað sinnt mest megnis því starfi, sem honum hefur verið hugleiknast um ævina. Ólafur hefur alla tíð málað mikið af vatnslitamyndum og halda sumir því fram, að hann njóti sín bezt í vatnslitamyndum. En hann hefur einnig málið geysimörg olíumálverk. Náttúrufegurðin í Múlakoti er land- fræg, enda hefur Ólafur alltaf haft næg verkefni þar. Þótt hann hafi ferðazt og málað víða, þá hefur það ekki verið af skorti á fögrum stöðum til að mála. Hlíðin, Eyjafjöllin, Jök- ullinn, Bleiksárgljúfrið og garður- inn heima við bæinn, eru ærin verk- efni fyrir listfengan mann. BÓNDINN Ólafur Túbals hefur eins og gengur orðið að glíma við marga búmannsraun. Vikurfallið úr Heklu 1947 er þó stærst þeirra. Þá fóru tún og engjar í Múlakoti og nágrenni undir svarta ösku. Bjóst Ólafur þá við að þar með væri búið með búskap sinn og gistihúsrekstur, (Framhald á bls. 23) Frá Þingvöllum. Olíumálverk. Frá Hafnarfirði. Vatnslitamynd. 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.