Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 30
••• GÆSASTELPAN Eftir Eric Linklater (Tramhald). Reiðilega, en þó í hálfum hljóðum æpti hún: „Eg kæri mig ekki um að vera dýrkuð af nokkrum manni!“ „í gærkvöldi,“ sagði eg ákafur, en þó í jafnlágum liljóð- um og hún talaði sjálf — því að gamla konan svaf í fárra skrefa fjarlægð — „í gærkvöldi var hugur minn fullur beiskju og sorgar. Og þannig hefur það verið árum sam- an. En eg tæmdi alla þessa beiskju og alla þessa sorg úr huga mér í gærkvöldi. Og í morgun komst þú inn í tómið, sem eftir var í sál minni, og fylltir það með þinni sál og þínum líkama. Eg skal aldrei framar lifa eins og maður, sem orðið hefur fyrir gjörningum eða ásókn illra vætta. Eg ætla aldrei framar að leyfa draugum og upp- vakningum fortíðarinnar að ná tangarhaldi á sál minni. Eg þrái raunveruleikann, — eg þrái þig, ekki aðeins til að setjast að í huga mínum og hjarta, heldur einnig til þess að fela þig í faðmi mínum, og eg vil láta bæði kirkj- una og lögin innsigla þann sáttmála, að þar sé þér búinn staður um tíma og eilífð! “ Hún anzaði þessu engu, og ég hélt áfram að tala, en ekki var svo að sjá, að hún hlustaði sérlega vandlega á það, sem ég var að segja, því að allt í einu tók hún fram í fyrir mér og spurði: „Hvert fór steggurinn?“ „Niður lækinn, í áttina til tjarnarinnar,“ svaraði ég. „Þaðan kom hann líka. Hann kom hingað fyrst fyrir svo sem mánuði síðan, ég drap þann gamla, — eg á við stegginn, sem við höfðum áður.“ „Hann kemur sjálfsagt ekki aftur,“ sagði eg. „Hann hefur fengið nóg af þér, eins og þú fórst með hann.“ Hún sneri sér að þeim glugganum, sem vissi út að garðinum, horfði út, en sagði ekkert. Eg stóð fyrir aftan hana og vafði handleggjunum utan um hana. Hún reyndi að losa sig, en ekki af neinni skerpu, og eg hélt áfram að tala um fyrir henni. Og nú hlustaði hún á mig, sneri sér snögglega við, horfði á mig augliti til auglitis og ját- aði mér. Morguninn eftir byrjaði eg nýtt líf með starfi og fyrir- hyggju. Eg keypti bát, þunglamalega byggða og bumbu- breiða fleytu, kjölurinn hálft ellefta fet, og málningin þurfti bráðrar endurnýjunar við. Kaupverðið var nítján og hálft sterlingspund. Tveimur dögum síðar fór eg með skemmtiferðamann í sumarleyfi í veiðiför út á vatnið og so vann mér inn fimmtán skildinga fyrir létt starf í sex klukkustundir. Góð veiði var í vatninu, og ferðamenn höfðu lagt leið sína til eyjanna í fyrsta sinn síðan í upp- liafi styrjaldarinnar. Eg gat búizt við að fá nóg að starfa við þetta þrjá til fjóra daga í viku, og af því að gott verð var á silungi um þessar mundir, sendi ég boð heim eftir veiðistönginni minni og tilheyrandi tækjum, enda vann eg mér inn drjúgan skilding með þessu móti þá dagana, sem ég var ekki með ferðamönnunum, og hafði auk þess mikla ánægju af þessu starfi. Eg hefði auðvitað getað dregið stórum meiri afla á land, ef eg hefði kært mig um að nota stórvirkari aðferðir, sem góðir íþróttamenn láta sér ekki sæma, en eg var of hrifinn af veiðiskapnum sem íþrótt til þess að neyta slíkra bragða. Eg bjó enn hjá kennaranum fyrir hálft þriðja sterlings- pund á viku, en sambúðin kólnaði nokkuð, þegar hann komst á snoðir um, að ég svaf ekki heirna á nóttinni. Eg hafði annars engar áhyggjur af þessu, því að hamingja mín þetta blessaða sumar líktist tungli og stjörnum — björt og skínandi og hátt hafin yfir andstreymi jarðlífsins. Þó setti eg það dálítið fyrir mig, að ég gat ekki fengið Lydíu til þess að ákveða daginn, þegar brúðkaup okkar skyldi standa, Jrví að mér fannst skynsamlegast að fresta því ekki lengi. En þegar eg impraði eitt sinn á Jressu við hana í dálítið alvarlegri tón en venjulega, svaraði hún: „Við erum fullkomlega hamingjusöm, eins og þetta er. Eg skil ekki, hvað ætti að reka á eftir okkur að breyta til. Ekki ennþá að minnsta kosti. Þá þyrfti eg að að skýra alla málavexti fyrir móður minni, og hún er stund- um dálítið erfið viðskiptis.“ „Eg skal gefa henni allar Jrær upplýsingar, sent nauð- synlegar eru!“ „Nei, nei! Þú verður að láta mig sjá fyrir Jdví. Þú mátt ekki segja henni neitt. Viltu lofa mér því?“ Eg lofaði Jtví. Hún bað mig svo sjaldan nokkurs — og liefur aldrei beðið mig mikils — og livorki Jtá né nú hef ég getað neitað henni um nokkurn skapaðan hlut. Hún hafði virzt gefast upp fyrir mér, en uppgjöf mín var þó meiri. Eg hafði gerzt veggurinn og þakið, sem hún lifði undir, en hún var sjálf sál hússins. Mér varð hugsað til Jims, hvenær sem mér varð litið upp á kirkjuhvolinn og sá Jtar lieimili Norquoys-fólksins í Idíðinni, en sti

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.